Skrifað af Forsöguleg dýr og steingervingafræði Náttúran

Ný flugeðla fyllir upp í gat

Í Kína hafa nú verið grafnar upp allmargar næstum heilar beinagrindur af áður óþekktri flugeðlu sem uppi hefur verið fyrir um 160 milljónum ára. Eðlurnar fundust í Liaoning-héraði af steingervingafræðingum, m.a. hjá kínversku jarðfræðivísindaakademíunni í Beijing og hafa fengið tegundarheitið Darwinopterus modularis.

Flugeðlur, eða petrosaurus-eðlur, voru náskyldar öðrum forneðlum og lifðu fyrir 210-65 milljónum ára. Í upphafi þróunarinnar voru þær litlar eða miðlungsstórar og nánast allar tegundir voru með langan hala og stutt höfuð með tveimur nasaholum. Undir lokin voru flugeðlur orðnar allstórar með stuttan hala og aflangt höfuð með aðeins einni nasaholu. Þessi þróun hefur verið mönnum ráðgáta þar til nú.

Darwinopterus modularis hafði langan hala eins og fyrstu flugeðlurnar en aflangt höfuð sem minnir á síðari tíma og stærri flugeðlur.

Vísindamennirnir telja þessa uppgötvun styðja við þá kenningu innan þróunarlíffræðinnar að náttúruúrval geti haft áhrif á heildstæð einkeinni, svo sem allt höfuðið, en ekki bara einstök einkenni eins og t.d. nef eða gogg.

Subtitle:
Old ID:
1149
967
(Visited 46 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.