Visit Sponsor

Skrifað af Dýr og plöntur Líffræði Náttúran

Ný tegund blanda tveggja annarra

Líffræði Nýuppgötvuð tegund fiðrilda, Heliconus heurippa í Mið-Ameríku, má með sanni kallast líffræðilegt undur. Tegundin reynist sem sé vera blendingur tveggja annarra fiðrildategunda á svæðinu. Þetta er afar sjaldgæft fyrirbrigði í þróunarsögunni, enda eru blendingar tveggja aðskilinna tegunda yfirleitt ófrjó, eins og t.d. múldýr sem eru afkvæmi hests og asna.

Nýjar tegundir myndast yfirleitt þannig að ein tegund þróast í tvær undirtegundir sem einangrast hvor frá annarri. Líffræðingar hjá Smithsonian-hitabeltisrannsóknastofnuninni í Panama hafa sjálfir gert tilraunir með kynblöndun tegundanna tveggja og geta nú staðfest að blendingurinn er ný og sjálfstæð tegund sem aðeins fjölgar sér með öðrum einstaklingum af eigin tegund.

Subtitle:
Old ID:
405
246
(Visited 4 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019