Skrifað af Dýr og plöntur Náttúran

Nýr froskur aðeins 1 sm að lengd

Í Andesfjöllum í Suður-Ameríku hafa dýrafræðingar m.a. frá Tierkunde-safninu, uppgötvað nýja tegund froska sem komast auðveldlega fyrir á nögl þumalfingurs. Froskurinn er rétt ríflega 1 sm að lengd, hefur fengið heitið Noblella pygmaea og fór beint á listann yfir minnstu froska heims.

Tegundin fannst í 3.100 metra hæð í Valle de Cosnipata í Perú. Þar lifir hann í röku skóglendi í bröttum fjallshlíðum sem nánast alltaf eru huldar þoku. Kvendýrin eru örlitlu stærri. Egg þeirra eru tvö talsins og um 4 mm í þvermál. Eggjunum er verpt í rakan mosa eða á laufblöð og móðirin fylgist með þeim þar til þau klekjast. Úr eggjunum koma fullskapaðir froskar en ekki halakörtur eins og tíðast er meðal froska. Þessir froskar hafa þannig að fullu aðlagast lífi á þurrlendi og þurfa ekki á vatnstjörnum að halda.

Subtitle:
Old ID:
790
608
(Visited 27 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.