Náttúran

Ofursvelti dýranna

Þegar hörgull vetrarins tekur við af fæðugnægð sumarsins, eða þurrkar taka völdin, verður sulturinn hlutskipti fjölmargra dýrategunda. En dýrin eru frábærlega undirbúin. Náttúran hefur búið þau margs konar aðlögunarhæfni til að lifa af hungur og það er mikill munur á því hvernig eða hversu lengi þau geta spjarað sig án fæðu. Old ID:

BIRT: 04/11/2014

Fyrir flest dýr er lífið jafnvægisdans þar sem skiptast á tímabil allsnægta og hungurs. Þess betur sem dýrin geta þolað svelti, því meiri líkur eru á að þau geti lifað af.

 

Sum dýr eru sannkallaðir meistarar á þessu sviði, meðan önnur geta vart lifað af einn matarlausan dag.

 

Skilvirkur orkusparnaður er lykillinn til að lifa af langvarandi sult. 

 

Til að spara lífsnauðsynlega orku lækka dýrin ekki aðeins eigin líkamshita, mörg minnka t.d. blóðstreymi til nýrnanna og hægja verulega á meltingu og ómæmiskerfi.

 

Eitt smávaxið heimskautanagdýr leyfir þannig líkamshitanum að falla niður í mínus 2,9 gráður á meðan 8 – 10 mánaða vetrardvalanum stendur.

 

Á hinn bóginn viðheldur brúnbjörninn venjulegum líkamshita sínum í vetrarhíðinu, en sparar aðeins orku með því að halda kyrru fyrir.

 

Það eru ekki heldur öll dýr sem slökkva nær alveg á meltingarkerfinu í dvala.

 

Grænrákaði froskurinn frá Ástralíu getur legið í dvala í allt að 5 ár en notar sem nemur fimmtungi orku sinnar til að viðhalda meltingunni. Þess vegna getur froskurinn án vandkvæða hámað í sig fæðu strax og hann vaknar að dvala loknum.

 

Líffærin rýrna um helming

 

Það er ekki einungis lífsnauðsyn fyrir dýrin að aðlaga sig sveltitímanum, þau þurfa einnig að undirbúa sig fyrir magra tíma. Þessu mætir t.d. litla stormsvalan með því að fóðra unga sína á næringarríku fæði sjávardýra svo ungarnir verða spikfeitir.

 

Þannig geta þeir lifað af nokkurra daga hungur. Ungarnir eru svo feitir að hér áður fyrr þræddu Færeyingar kveikiþráð í gegnum stormsvöluunga til að búa til lampa.

 

Hungrið getur einnig verið algjörlega fyrirsjáanlegt. T.d. undirbúa margir farfuglar sig tvisvar á ári fyrir stórkostlegt líkamlegt erfiði þegar þeir fljúga hvíldarlaust yfir víðáttumiklar eyðimerkur – eða hafsvæði þar sem engin fæða er í boði.

 

Á leiðinni ganga fuglarnir hart á alla orku líkamans. Þegar garðsöngvarar hafa t.d. flogið yfir Sahara eru lifrin, milta, nýrun og þarmarnir einungis helmingur þess sem þeir voru við brottför og jafnvel hjartað og flugvöðvar töluvert minni.

 

Ofursvelti getur bjargað lífi

 

Orkan er nauðsynleg öllu lífi á jörðu og hið sama á við um vatn.

 

Meðan orkan úr fæðunni er eldsneyti líkamans má segja að vatnið sé smurolía og forsenda þess að líkaminn starfi eðlilega.

 

Vatnið er að finna í alls konar efnaskiptum og flytur súrefni og næringu um líkamann, ásamt því að losa skaðleg úrgangsefni úr honum.

 

Flest dýr eru líka mun viðkvæmari fyrir vatnsskorti en hungri og manneskja getur fundið fyrstu einkenni ofþornunar um leið og hún hefur misst um 2% af líkamsvökvanum.

 

Við meira vatnstap verða einkennin alvarlegri og þegar 15% er náð láta flestir lífið.

 

Mörg skordýr geta þó þolað miklu meira vatnstap og hin smávöxnu bessadýr þola meira að segja að missa 99% af vatni sínu þegar þau leggjast í öfgafyllsta dvala í heimi dýra.

 

Þegar vísindamenn láta einn dropa falla á uppþornað bessadýr vaknar það skjótt til lífs, jafnvel eftir margra ára uppþornun.

 

Líffræðingar og læknar vilja gjarnan læra meira um slíkt ofursvelti.

 

Eftir langvarandi hungur þjást manneskjur einatt af niðurgangi og fá jafnvel magasár er þau fá fasta fæðu á ný, andstætt björnum og froskum sem spjara sig ágætlega.

 

Það kann að bjarga mannslífum ef læknar vita meira um hvernig stýra má efnaskiptum líkamans við ofursvelti, sem og fituuppsöfnun og þyngdartapi og hvernig dýrin lifa af vetrardvalann, þrátt fyrir neikvæðar afleiðingar af langvarandi niðurkælingu.

 
 

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Ljós ruglar viðbrögð skordýranna

Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

NÝJASTA NÝTT

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Vinsælast

1

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

2

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

3

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

4

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

5

Maðurinn

3 ókostir við greind

6

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

1

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

2

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

6

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Lifandi Saga

Edmund Kemper: Hrottafenginn raðmorðingi var vinur lögreglunnar

Lifandi Saga

Hver fékk fyrsta rauða spjaldið?

Lifandi Saga

Hvert var banamein Elvis Presleys?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Jafnvel þótt aðeins minnstu kjarnorkuveldin tækju upp á því að nota vopnabúrið sitt hefði það alvarlegar afleiðingar fyrir plánetuna okkar. Lítil ísöld skapaðist, uppskerubrestur yrði um heim allan og baráttan um fæðuna myndi hefjast.

Menning og saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.