Jörðin

Ósongatið yfir suðurpóli lokast

Baráttan fyrir loftslaginu: Upp úr 1980 fylgdust vísindamenn áhyggjufullir með framvindu mála. Ósonlag hnattarins var að tætast í sundur sem bein afleiðing af gríðarlegri losun manna

BIRT: 03/05/2020

Baráttan fyrir loftslaginu: Upp úr 1980 fylgdust vísindamenn áhyggjufullir með framvindu mála. Ósonlag hnattarins var að tætast í sundur sem bein afleiðing af gríðarlegri losun manna á CFC-gastegundum. Bót var ráðin á þessu með Montreal-sáttmálanum árið 1989. Og nú virðist útlit fyrir að þessi hörmulega þróun sé loksins að snúast við.

Ef þú telur að bolmagn allra þjóðríkja heims og pólitískur vilji geti ekki breytt ástandi loftslagsins, þá skaltu lesa aðeins meira.

Ný rannsókn bendir nefnilega til þess að Montreal-sáttmálinn sem tók gildi árið 1989, hafi áorkað því að gatið á ósonlaginu yfir suðurpólnum hafi hætt að stækka – eða jafnvel að það sé að lokast. Það að ósonlagið yfir Suðurskautslandinu sé að jafna sig svo mikið sem raun ber vitni, felur einnig í sér að margar uggvænlegar breytingar í lofthjúp suðurhvels stöðvist.

Viðlíka breytingar má t.d. greinilega sjá í Ástralíu. Ef gatið í ósonlaginu hefði stækkað ennþá meira myndi suðurhluti Ástralíu verða fyrir mun langvinnari og erfiðari þurrkaskeiðum vegna breytinga í skotvindinum. En hið gagnstæða hefur komið í ljós. Regnið er að snúa til baka.

Prófessor í lífefnafræði við Melbourne University útskýrir þessa þróun svona fyrir vísindatímaritinu Science Alert:

Það hefur þrengt að þeim veðrakerfum sem flytja okkur kuldaskilin við suðurpólinn. Þess vegna hefur suðurhluti Ástralíu þurft að þola minnkandi úrkomu síðastliðin 30 ár. Ef breyting verður á þessari þróun, þá eru það sannarlega góðar fréttir.

Árið 2018 gat Alþjóðlega veðurfræðistofnunin greint frá því að ósonlagið – sem er einn mikilvægur þáttur í heiðhvolfinu – hefur styrkst um 1 – 3% á hverjum áratug frá árinu 2000.

Sama ár, 2018, svipti NASA og National Oceanic and Athmospheric Administration, NOAA, hulunni af því hvernig ósonlagið yfir suðurpólnum væri að eflast með afar jákvæðum hætti.

Milli 15 – 50 kílómetra yfir yfirborði jarðar – uppi í heiðhvolfinu – er að finna 90% af ósonlagi hnattarins. Og það var í þessari hæð sem vísindamenn við NASA og NOAA gátu nú skrásett minnsta gatið yfir suðurpólnum frá árinu 1982.

Hinkrið með að skála í kampavíni

Áður en við tökum tappann úr kampavínsflöskunni og fögnum: „Okkur tókst það“, eru nokkrar staðreyndir sem við ættum að hafa í huga.

Í Kína er ólöglegum CFC-gastegundum sem brjóta niður ósonlagið ennþá sleppt út í tonnatali.

Vísindamenn nota öllu hófsamari lýsingu þegar þeir lýsa þeirri jákvæðu þróun sem varðar gatið yfir suðurpólnum. Þeir vita nefnilega sem er að þetta getur breyst afar skjótt. Og það hafa þeir reynt áður.

Margt bendir til þess að öllu minna gat á ósonlaginu yfir norðurpóli sé nú að vaxa. Um vetur missir ósonlagið styrk sinn yfir báðum pólum. Gatið yfir suðurpóli er þó mun stærra.

En veturinn 2019 – 2020 var hitastig í heiðhvolfinu lægra en venjulega og öflugir vindar sem blása um norðurpólinn lokuðu þannig inni kalt loft sem varð til þess að ósongatið stækkaði. Það er þó engin ástæða til að hafa áhyggjur samkvæmt ESA sem segir að ósonlagið muni fara að lokast þegar í apríl.

Hvernig myndast ósonlagið?

Hvernig myndast ósonlagið?

Ósonmyndun á sér stað í lofthjúpnum þegar útfjólubláir geislar sólar kljúfa súrefnissameindir (O2) í ildisfrumeindir (O) sem hvarfast saman og mynda óson (O3).
Þetta efnaferli í lofthjúpnum þar sem ósonið myndast náttúrulega og brotnar niður, var áður fyrr í jafnvægi en eftir að manneskjan tók að losa gastegundir sem brjóta niður ósonið hefur myndast ójafnvægi í ferlinu.
Ósonlagið er afar mikilvægt fyrir allt líf á jörðu. Ósonlagið dregur í sig útfjólubláa geislun sólar á stuttum bylgjulengdum og ver okkur þannig gegn hættulegum geislum sólarinnar.

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

NÝJASTA NÝTT

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Vinsælast

1

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

2

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

3

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

4

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

5

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

6

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

3

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

4

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

5

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

6

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Náttúran

Loftslagsfyrirbrigði gæti aukið bráðnun í norðri

Maðurinn

Mjúki maðurinn gengur í arf

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Jarðkúlunni er skipt í 25 tímabelti sem hvert hefur sinn staðartíma. Hvenær var farið að skipta í tímabelti og hver átti hugmyndina að því?

Jörðin

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is