Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Kría vegur ekki öllu meira en 125 grömm, en á engu að síður langflugsmet fuglanna. Svo langt flýgur þessi fugl á ævinni að það samsvarar þremur ferðum til tunglsins og heim aftur.

Krían flytur sig milli heimskautasvæðanna í norðri og suðri á vorin og haustin. Á 30 ára meðalævi verða þetta samtals 2,4 milljónir km, segja nú norður-evrópskir vísindamenn, sem settu á 60 kríur örsmáa senda, sem aðeins vega 1,4 grömm, og fylgdust síðan með ferðum þeirra. Að meðaltali fóru kríurnar 70.900 km á ári frá t.d. Íslandi eða Grænlandi til Weddelhafs við Suðurskautslandið og aftur til baka. Styst fóru kríur 59.900 km en lengst 81.600 km og þannig mikill munur á stystu og lengstu leiðinni. Sumir fuglarnir fylgdu vesturströnd Afríku á suðurleið en aðrir fóru vestur yfir Atlantshaf og suður með Suður-Ameríku. Áður héldu kríurnar sig yfir Norður-Atlantshafinu í mánaðartíma, að líkindum til að éta vel og safna kröftum. Þegar kom að fluginu til baka á varpstöðvarnar í norðri, völdu fuglarnir ekki sömu leið, heldur fóru S-laga leið, sem vissulega var lengri en þó hagfelldari, því þannig nýta kríurnar sér vindakerfi hnattarins.

Subtitle:
Litlir sendar taka af allan vafa um langferðir kríunnar.
Old ID:
1219
1037
(Visited 13 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.