Náttúran

Risafuglar

BIRT: 04/11/2014

Það er fallegur sumarmorgun á argentísku sléttunum fyrir 5 milljón árum.

 

Lítill hópur af Brachytherium, spendýrum sem líkjast nokkuð hestum, eru á beit í morgunsólinni. Ekkert dýranna hefur uppgötvað feiknarmikinn ógnarfugl sem leynist þar nærri. Höfuð ránfuglsins hreyfist sitt á hvað í litlum rykkjum til að tryggja nákvæmt mat á fjarlægðinni til bráðarinnar.

 

Skyndilega ræðst fuglinn fram með miklum hraða. Á fáeinum sekúndum þeytist hann yfir sléttuna með 50 km hraða á klst. Hópurinn af Brachytherium dreifist í skelfingu og ránfuglinn einblínir á gamalt hægfara karldýr í hópnum.

 

Ógnarfuglinn nær til dýrsins, veltir því um koll með hnitmiðuðu sparki og grípur í hið dauðadæmda dýr með öflugum goggi sínum. Nú slengir fuglinn bráðinni mörgum sinnum við jörðina þar til síðasta lífsmarkið er kramið úr skrokknum og flest stærri bein mölbrotin. Þessu næst er meirt dýrið gleypt með beinum, húð og hári.

 

Ógnarfuglar sem bera latneska heitið Phorusrhacidae komu fram á sjónarsviðið fyrir 55 milljón árum og voru sem skapaðir til að drepa tiltölulega stór dýr. Þetta má m.a. sjá á höfuðkúpu og beini sem fannst árið 2004 við bæinn Comallo í suðurhluta Argentínu.

 

Höfuðkúpan er aflöng með beittum, oddhvössum goggi og leggurinn langur og mjór sem bendir til að þessi fugl hafi einmitt verið mikil veiðikló.

 

Eðlisfræðingurinn Ernesto Blanco og steingervingafræðingurinn Washington Jones við Universidad de la República í Úrúgvæ hafa greint beinið til að öðlast vitneskju um hámarkshraða fuglsins.

 

Útreikningar þeirra sýna hins vegar að fuglinn gat náð allt að 97 km/klst. sem má teljast nokkuð óraunhæft fyrir fugl sem vóg 350 kg.

 

Vísindamennirnir telja engu að síður að fuglinn hafi í það minnsta náð 50 km hraða á klst. og að sterklegir fæturnir hafi þess í stað verið heppilegir við að brjóta bein bráðarinnar rétt eins og sjá má hjá hinum afríkanska ritarafugli á okkar dögum sem drepur slöngur með kraftmiklum spörkum.

 

Varð að hlaupa 30 metra til að fljúga

 

Stærstur fljúgandi fugla fortíðar var hins vegar Argentavis magnificens sem fyrir 6 milljón árum sveif yfir Antesfjöllin með sitt sjö metra langa vænghaf. Fuglinn var nærri efri þyngdarmörkum þess að unnt sé að fljúga og í fjölmörg ár var það steingervingafræðingum ráðgáta hvernig hann gat hafið sig til lofts. Fuglinn var um 70 kg og á stærð við litla Cessna 153 flugvél. Í raun ætti hann ekki að geta flogið.

 

Árið 2007 þróuðu bandarískir og kanadískur vísindamaður tölvulíkan yfir flughæfni Argentavis í ljósi beinabyggingar hans ásamt meginreglum um flug þyrlna. Þyrlur og fuglar eiga það sameiginlegt að sama formgerð gerir flug mögulegt: Vængirnir hjá fuglunum og spaðarnir á þyrlum. Líkanið sýnir að Argentavis gat vissulega flogið en einungis með því að taka á loft úr nokkurri hæð.

 

Í kyrru veðri gat hann ýmist kastað sér út frá 20 metra háum björgum eða með því að hlaupa 30 metra niður tíu gráðu halla. Þessi aðferð er hin sama og alpatrossar nýta sér til að komast á loft. Jafnframt sýna greiningar að vöðvaafl þessa risa var of lítið til að geta viðhaldið flugi af eigin völdum. Hins vegar hefur hann að líkindum getað svifið 300 kílómetra með því að nýta sér uppstreymi í háloftunum.

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Vinsælast

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

6

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

3

Maðurinn

3 ókostir við greind

4

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

5

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

6

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Maðurinn

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Lifandi Saga

Hver fékk fyrsta rauða spjaldið?

Lifandi Saga

Hvert var banamein Elvis Presleys?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Skortur á stáli ýtti undir sköpunarkraft bandamanna í baráttunni við hina illræmdu kafbáta nasistanna. Ein ótrúlegasta tilraunin átti sér stað á stöðuvatni einu í Kanada.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.