Skrifað af Líffræði Náttúran

Sérstakur vökvi heldur bráðinni

Líffræði

Svonefndir kerberar, blóm sem lifa á smádýrum, gefa frá sér slím sem heldur bráðinni æ fastar eftir því sem hún brýst meira um. Þetta sýnir ný frönsk rannsókn.

Kerberar hafa fram að þessu ekki verið taldir beita beinum aðgerðum við dýraveiðar. Þessi blóm laða til sín bráðina með sætum blómasafa en barmur og innri hliðar bikarsins eru hálir og t.d. ef fluga sest, rennur hún niður í ensímríkan meltingarvökva. Þegar frönsku líffræðingarnir settu bæði flugur og maura í vökvann drukknuðu dýrin undantekningarlaust. Til samanburðar tókst 95% að bjarga sér upp úr venjulegu vatni. Á myndbandsupptökum gátu vísindamennirnir svo greint að það var ekki efnasamsetning vökvans sem átti sökina, heldur slím og teygjanleiki, sem hélt dýrunum æ fastar eftir því sem þau brutust meira um.

Subtitle:
Old ID:
562
405
(Visited 2 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019