Stökkkönguló fundin á Papúa Nýju-Gíneu

Ný grein köngulóaættar fannst í regnskógarleiðangri.

Í leiðangri sínum um frumskóga á Papúa Nýju-Gíneu hafa vísindamenn nú fundið fjölda áður óþekktra dýrategunda. Þeirra á meðal eru þrjár sérstæðar tegundir köngulóa, sem teljast ekki aðeins nýjar tegundir, heldur er ættkvíslin einnig áður óþekkt.

 

Ein þessara köngulóa er stökkköngulóin Tabuina varirata og tilheyrir undirætt sem aðeins er til á Papúa Nýju-Gíneu.

 

Stökkköngulær eru reyndar afar fjölbreyttar, en alls eru þekktar um 5.000 tegundir í heiminum öllum. Það einkennir þær að geta stokkið marga sentimetra, en til þess nýta þær eins konar „vökvadælukerfi“ í fótunum.

 

Leiðangursmenn fundu einnig nýja tegund gekkóeðlu sem fengið hefur nafnið Cyrdotactylus.

 

Þessi eðla hefur þó ekki sogskífur á fótunum, heldur klær sem hún notar til að klifra í trjám.

 

Af þremur froskategundum eru tvær af ættkvíslunum Nyctimystes og Litoria. Fyrrgreinda tegundin kemur eggjum sínum fyrir undir steinum í lækjum og nýklaktar körturnar nota afar stóran munn til að sjúga sig fastar á steinana og forðast þannig að berast með straumnum.

 

Litoria-froskurinn lætur aftur á móti heyra vel í sér. Söngur hans yfirgnæfir lækjarniðinn og hljómar líkt og hringitónn í síma.

 
(Visited 74 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR