Stór risaeðluspor finnast í Frakklandi

1,5 metrar í þvermál. Svo stór eru allmörg fótspor eftir risaeðlur sem tveir franskir áhugamenn hafa nú fundið í grennd við Lyon.

Marie-Hélene Marcaud og Patrice Landry eru félagar í vísindafélagi og meðlimirnir hafa lengi leitað að sporum á svæðinu. Og á gönguferð á síðasta ári höfðu þau heppnina með sér. Marcaud og Landry kölluðu strax til sérfræðinga frá Þjóðarrannsóknastofnun Frakklands og þeir ákvörðuðu aldur kalksteinsins um 150 milljón ár.

Sporin eru eftir hálslangar sauropod-eðlur sem vógu allt að 40 tonn og voru 25 metra langar. Fyrir 150 milljónum ára var hér hlýtt grunnsævi þar sem eðlurnar gengu um.

Enn sem komið er hafa aðeins fá spor fundist, en vera má að slóðina megi rekja mörg hundruð metra leið. Nú standa fyrir dyrum frekari rannsóknir sem eiga að varpa ljósi á það.

(Visited 39 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR