Topp 5: Hjarta hvaða dýrs slær hraðast?

Hjarta manns slær hraðar en hjarta fíls en hægar en hjarta kattar. Hvaða dýr hefur hraðastan hjartslátt?

Náttúran – Dýr

Lestími: 3 mínútur

1. DVERGSNJÁLDURMÚS

1500 slög á mínútu

Dvergsnjáldurmúsin er aðeins 1,8 grömm og minnsta spendýrið en fer gríðarhratt yfir miðað við stærð.

 

Hraðinn krefst efnaskipta í heimsklassa og þessi hitabeltismús á heimsmetið í hröðum hjartslætti.

 

2. LÆKJABRÍI

1260 slög á mínútu

Kólibrítegund í Mexíkó sem vegur 6-10 grömm og lifir á blómasafa eins og aðrir kólibríar. Á meðan heldur hann sér kyrrum í loftinu með hröðu vængjablaki.

 

Slíkir borðsiðir krefjast hraðs hjartsláttar.

3. KANARÍFUGL

1020 slög á mínútu

Kanarífuglar lifa villtir á Kanaríeyjum, Madeira og Azoreyjum en hafa verið hafðir í búrum síðan á 15. öld.

 

Villtar eru þessar smáfinkur 10-12 cm en markviss ræktun hefur komið búrfuglum allt niður í fjögur grömm.

 

4. BÝFLUGNALEÐURBLAKA

1000 slög á mínútu

Þessar heimsins minnstu leðurblökur eru aðeins 3 cm og vega 2 grömm.

 

Þessi suðaustur-asíska tegund er í útrýmingarhættu en eins og nafnið ber með sér eru dýrin svo smá að hægt er að villast á þeim og stórum suðandi býflugum.

 

5. AFRÍSK DVERGMÚS

780 slög á mínútu

Þessi músartegund er meðal minnstu nagdýra á jörðinni og fullorðin dýr geta vegið allt niður í 3 grömm.

 

Mýsnar lifa í hópum og eru líka vinsæl gæludýr en eru þó svo viðkvæmar að þær þola t.d. ekki að vera teknar upp eða stroknar.

 

 

Birt: 04.10.2021

 

 

 

Lestu einnig:

(Visited 642 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR