Skrifað af Forsöguleg dýr og steingervingafræði Náttúran

Týndur krókódílshlekkur fannst í Brasilíu

Steingervingafræði

Í Brasilíu hafa vísindamenn nú grafið upp steingerving af um 80 milljón ára gömlum krókódíl sem lifað hefur á landi.

Þetta forsögulega dýr hefur fengið nafnið Montealtosuchus arrudacamopsi. Það líktist eðlum og var 1,7 metrar að lengd. Öfugt við krókódíla nútímans voru útlimirnir langir en að öðru leyti svipaði þeim mjög til fóta á krókódílum nútímans. Steingervingafræðingar við háskólann í Rio de Janeiro segja þetta millilið í þróuninni – eins konar týndan hlekk – milli frumstæðra krókódíla á dögum forneðlanna og þeirra krókódíla sem nú lifa.

Subtitle:
Old ID:
628
466
(Visited 10 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.