Skrifað af Dýr og plöntur Náttúran

Vestur-afríski gíraffinn snýr aftur

Fyrir áratug voru ekki eftir nema um 50 dýr af gíraffastofninum í Vestur-Afríku. En í samvinnu yfirvalda í Níger og samtakanna „Giraffe Conservation Foundation“ hefur tekist að snúa þróuninni við. Nú eru gíraffarnir orðnir um 200 og öll dýrin er að finna á svæði skammt frá höfuðborginni Niamey. Þessir gíraffar verða að teljast mjög sérstakir því dýr af þessum stofni eru hvergi til í dýragörðum.

Verndunarsamtökin hafa séð fyrir fæðu handa dýrunum, en þessir gíraffar voru eitt sinn útbreiddir víða í Vestur-Afríku. Í samvinnu við bændur á svæðinu hefur verið komið upp vatnsbólum sem nautgripir bænda og gíraffarnir nýta í sameiningu. Þá hefur verið plantað bæði trjám og runnum, gíröffunum til lífsviðurværis. Að auki hafa menn gengið hart fram gegn veiðiþjófum sem stofninum stóð áður mikil ógn af. En þrátt fyrir framfarirnar er vestur-afríski gíraffinn enn meðal þeirra dýra sem eru í mestri útrýmingarhættu.

Subtitle:
Old ID:
1119
937
(Visited 5 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019