Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Peningafölsun var til mikilla vandræða í Englandi á 17. öld. Með notkun nýrrar tækni og leynilegra njósnara tókst hinum víðfræga eðlisfræðingi Isaac Newton hins vegar að sigrast á peningafölsurunum.

BIRT: 27/06/2024

Í Englandi úði og grúði af fölsuðum silfurpeningum á 17. öld. Konunglega myntsláttan réð fyrir vikið til starfa einn fremsta hugsuð ríkisins, eðlisfræðinginn Isaac Newton, til þess að vinna bug á vandanum.

 

Vitað var að peningafalsarar framleiddu „silfurpeninga“ úr ódýrum kopar sem húðaður var með þunnu lagi af silfri. Yfirvöld tóku reglulega handahófskennd sýni til þess að fylgjast mætti með umfangi vandans.

 

Silfur er þyngra en kopar og sýnin leiddu í ljós að einungis lítið hlutfall af mynt vó það sem henni var ætlað að vega. Eins og gefur að skilja beið Newtons ærinn starfi. Engu að síður liðu einungis þrjú ár áður en honum tókst að uppræta peningafölsunina.

 

Allri mynt skyldi skipt út

Þegar Isaac Newton hafði verið ráðinn til starfa í Konunglegu myntsláttunni árið 1696 hófst hann þegar handa við rannsóknir á öllu mögulegu sem viðvék framleiðslu á mynt.

 

Eðlisfræðingurinn hugðist ekki einatt betrumbæta framleiðsluna heldur ætlaði sér jafnframt að skipta út allri mynt í Englandi. Verkefnið var risavaxið en ef íbúarnir gætu ekki treyst því að mynt væri þeirrar upphæðar virði sem tilgreind var á henni, var hætt við að viðskipti og þar með einnig efnahagur landsins, gætu lamast.

 

Newton lét framleiða vélar sem mótuðu alla peningana nákvæmlega eins, með rákóttri brún sem sýndi svo ekki varð um villst ef einhver hafði klippt af brúninni til að komast yfir eilítið af silfri.

 

Alls 50.000 nýir silfurpeningar voru slegnir í hverri viku í Konunglegu myntsláttunni.

Draumurinn um falinn fjársjóð hefur löngum ýtt fólki út í leit að gulli og gersemum. Flestir hafa fátt annað en vonina upp úr krafsinu en einstaka hefur þó heppnina með sér.

Newton yfirheyrði jafnframt refsifanga sem dæmdir höfðu verið fyrir efnahagsbrot. Hann réð meira að segja marga þeirra til starfa sem leynilega njósnara.

 

Af bókhaldi Myntsláttunnar má m.a. sjá að Newton varði fimm pundum í „fatnað fyrir Humphrey Hall sem gerði honum kleift að umgangast peningafalsara“.

 

Fimm pund í þá daga samsvöruðu mánaðarlaunum embættismanns. Íklæddur nýju fötunum tókst njósnaranum að blanda geði við framámenn í hópi peningafalsara í London og njósna fyrir Newton.

 

Að þremur árum liðnum voru verstu fantarnir á bak við lás og slá og einungis ófölsuð mynt í umferð. Newton hélt stöðu sinni innan Konunglegu myntsláttunnar allt til æviloka árið 1727.

HÖFUNDUR: NATASJA BROSTRØM , ANDREAS ABILDGAARD

Steve Heap/Shutterstock.com & Godfrey Kneller/Wikimedia Commons.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Hvernig myndast gull?

Lifandi Saga

Leið nasista til valda í Þýskalandi

Alheimurinn

Stjörnuskífa finnst í framandi stjörnuþoku

Náttúran

Hvað ef allar örverurnar hyrfu?

Náttúran

Hundategundin ræður litlu um hegðun hunda

Heilsa

Deyr maður úr svefnleysi?

Lifandi Saga

Hvernig varð Rússland svona stórt?

Maðurinn

Svona gróa sár

Tækni

Gervigreindin getur nú spáð fyrir um líf og dauða

Maðurinn

Þannig þekkjast félagsblindir

Lifandi Saga

Dr. Kellogg rak út djöfulinn með kornflexi 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is