Lifandi Saga

Nornaveiðar í Evrópu.

Galdraofsóknir náðu hámarki í Evrópu á árunum milli 1450 og 1750. Tugþúsundir létu lífið á bálkesti eftir að hafa verið beitt miskunnarlausum pyntingum sem fengu þau til að játa sig sek. Hinir samviskusömu nornaveiðarar þurftu engra sönnunargagna við, ábending frá öfundsjúkum nágranna nægði til.

BIRT: 19/02/2025

Árið 1487 gáfu tveir svartmunkar út bókina „Malleus maleficarum“ sem er betur þekkt undir heitinu „Nornahamarinn“.

 

Munkarnir eggjuðu til atlögu gegn nornum og öllum þeirra misgerðum, auk þess sem þeir hvöttu til miskunnarlausra nornaveiða og málaferla, jafnvel þótt játningin hefði fengist fram eftir pyntingar.

 

Næstu aldirnar, allt fram til um 1750, geisaði galdraofsóknaæðið í Evrópu.

 

Í löndum kaþólikka tengdust ofsóknirnar rannsóknarréttinum en þess ber þó að geta að margir sárasaklausir menn, konur og börn enduðu jafnframt líf sitt á báli í Norður-Evrópu, þar sem mótmælendatrú þó var við lýði.

 

Hér verður greint frá örlögum sjö einstaklinga í sjö ólíkum löndum sem öll voru fórnarlömb grimmilegra galdraofsókna.

 

Íslenskur galdramaður beitti víkingagöldrum

Á Íslandi voru það einkum karlmenn sem voru ákærðir fyrir kukl eða annars konar galdrastarfsemi og fyrir bragðið voru alls tuttugu íslenskir galdramenn brenndir á báli.

Jón Rögnvaldsson, Íslandi. Tekinn af lífi árið 1625

Galdraofsóknir bárust alla leið hingað til Íslands en hér voru fórnarlömb galdraofsókna einkum karlmenn.

 

Á brennuöld var aðeins ein kona brennd á báli en vitað er um eina 20 karla sem liðu sömu örlög.

 

Áður en brennuöldin hófst höfðu þrjár konur þó verið brenndar á báli hér.

 

Kynjaskiptingin á rætur að rekja til þess að hér frömdu karlar enn seið á miðöldum og upp úr þeim.

 

Vinnumaðurinn Jón Rögnvaldsson var dæmi um einn slíkan.

 

Árið 1625 veiktist drengur á næsta bæ við Jón af undarlegum sjúkdómi, auk þess sem margir hestar og nokkrar kýr drápust. Drengurinn benti á Jón og sagði hann hafa sent draug á bæinn.

 

Dómarinn á staðnum, Magnús Björnsson, lét samstundis taka Jón fastan og rannsaka eigur hans.

 

Þegar í ljós kom að Jón átti í fórum sínum ýmsa pappíra með rúnaletri ákvað hinn framagjarni Magnús að eyða ekki dýrmætum tíma sínum í að bera málið undir alþingi.

 

Jón Rögnvaldsson var því umorðalaust dæmdur fyrir galdra og brenndur á báli, fyrstur allra Íslendinga.

 

Fjöldi drepinna: Um 20

 

Klæðskeri í slagtogi við djöfulinn

Maren Spliid var fórnarlamb svikráða öfundsjúks keppinautar.

Maren Thomasdatter Spliid, Danmörk. Tekin af lífi árið 1641

Hin danska Maren Thomasdatter Spliid var uppi á þeim tíma þegar kirkjan áleit alla atburði gerast annað hvort fyrir atbeina guðs eða djöfulsins.

 

Maren þessi var einmitt talin vera í slagtogi með skrattanum, ef marka mátti fátækan og veikan klæðskera að nafni Didrik árið 1637.

 

Maren sem var fædd nærri aldamótunum 1600, naut mikillar virðingar og átti jafnframt góðu láni að fagna sem klæðskeri og kráareigandi í bænum Ribe. Fyrrgreindur Didrik hélt því hins vegar fram að konan hefði bölvað sér í rifrildi einum þrettán árum áður.

 

Didrik sagði Maren og tvær aðrar nornir hafa haldið sér föstum og blásið upp í munn sér með þeim afleiðingum að hann veiktist og kastaði upp einhverjum ískyggilegum hlut.

 

Þrátt fyrir að greinilegt væri að Didrik ætti hagsmuna að gæta með því að gera Maren tortryggilega var hún tekin föst fyrir að vera í slagtogi með djöflinum. Eftir langvarandi pyntingar lýsti hún sig seka og sagðist eiga sök á veikindum Didriks.

 

Árið 1641 var Maren Spliid brennd á báli á Gálgahæð í Ribe.

 

Fjöldi drepinna: Um 1000

 

Dætur létu brenna mæður sínar á báli

Dætur sænsku konunnar Malinar Matsdotter ásökuðu hana um að hafa tekið þátt í galdrasamkomu á borð við þessa, þar sem Satan var tilbeðinn.

Malin Matsdotter, Stokkhólmi, Svíþjóð. Tekin af lífi árið 1676.

Galdraofsóknir geisuðu í Svíþjóð á árunum 1668-1676, á tímabilinu sem síðar meir kallaðist á sænsku „Det stora oväsendet“ (nornaveiðarnar miklu). Á þessu tímabili voru um 300 Svíar teknir af lífi fyrir galdra, m.a. Malin Matsdotter sem þá var 63 ára að aldri.

 

Sagnfræðinga skortir sárlega upplýsingar um þessa fátæku móður tveggja fullorðinna dætra en talið er að hún hafi rekið baðhús í Stokkhólmi.

 

Yngri dóttir hennar, María, þá 19 ára gömul, er álitin hafa aðhyllst galdraofsóknir þess tíma en hún tilkynnti móður sína til yfirvalda í júlí árið 1676.

 

Eldri systirin, Anna, studdi systur sína í ásökunum hennar á hendur móður þeirra: Þær sögðu Malin hafa farið með þær á nornagleði sem tileinkuð var Satan, á fundarstað norna sem nefndist Blåkulla.

 

Uppruni Malinar gagnaðist henni svo sannarlega heldur ekki fyrir réttinum en konan var fædd í Finnlandi og er álitið að hún hafi átt í basli með að tala og skilja sænsku.

 

Hinn 5. ágúst 1676 var hún færð að bálkestinum á Heytorginu í Stokkhólmi. Öfugt við aðra sem dæmdir voru fyrir galdra í Svíþjóð og voru fyrst hengdir til dauða og síðan varpað á bál, var konan brennd lifandi.

 

Fjöldi drepinna: Um 300

 

Prestsfrú brennd fyrir galdra

Anne Pedersdotter lét lífið á svonefndri Gálgahæð í Bergen í Noregi þar sem hún var brennd á báli.

Anne Pedersdotter, Bergen, Noregi. Tekin af lífi árið 1590.

Einn góðan veðurdag árið 1575 var prestsekkjunni Anne Pedersdotter sem tilheyrði yfirstéttinni í Bergen, stefnt fyrir að leggja stund á galdra.

 

Sagnfræðingar telja valdabaráttu milli geistlegra og veraldlegra afla í Bergen hafa leitt til sögusagnanna. Þó svo að hún væri sýknuð loddu grunsemdirnar áfram við hana.

 

Kjaftasögurnar ætluðu engan endi að taka meðal íbúanna í Bergen sem kölluðu konuna „barn djöfulsins“.

 

Svo virðist sem hann hafi spáð fyrir um allt frá dauða konungs síns til innrásar Hitlers í Pólland og árásarinnar á tvíburaturnana. Og já, svo var einn spádómurinn um heimsendi.

Í mars árið 1590 var Anna aftur dregin fyrir rétt fyrir þær sakir m.a. að hafa orsakað veikindi fjögurra einstaklinga sem svo dóu af sjúkdómum sínum.

 

Þjónustustúlka hennar staðhæfði að Anna hefði riðið sér uppi í háloftunum til að komast á nornasamkomu uppi í fjöllunum Fløyen og Lyderhorn.

 

Þar sagði stúlkan Önnu og hinar nornirnar hafa lagt á ráðin um að kveikja í borginni og kalla jafnframt náttúruhamfarir yfir bæinn. Prestskonan neitaði ásökunum þessum einarðlega en andmæli hennar hrifu ekki.

 

Hinn 7. apríl árið 1590 var konan svo brennd á báli í Bergen.

 

Fjöldi drepinna: Um 300

 

Finnsk „norn“ lifði af nokkra dauðadóma

Vatnsprófið átti samkvæmt rökfræði miðalda að leiða í ljós hvort hin ákærðu aðhylltust galdra.

Valpuri Kyni,Tyrvää, Finnlandi. tekin af lífi árið 1653

Valpuri Kyni var konan sem vildi ekki deyja.

 

Konan sem var sögð vera fjölkunnug, lifði á betli í Tyrvää-héraði í suðurhluta Finnlands. Bæði móðir hennar og móðurafi höfðu verið brennd á báli fyrir galdra og fyrir vikið ákváðu íbúarnir í Valpuri að láta konuna undirgangast hið svonefnda vatnspróf árið 1635.

 

Prófið fólst í því að binda hendur konunnar og fætur og kasta henni þvínæst út í Aura-fljótið þar sem konan sökk ekki, heldur flaut sem var til marks um að skrattinn héldi henni á floti. Valpuri var dæmd til hengingar en dóminum var kollvarpað og svo fór að konan var húðstrýkt.

 

Einum 14 árum síðar slapp Valpuri með skrekkinn, ef þannig má að orði komast en þá hafði hún verið dæmd til að brenna á báli fyrir þær sakir m.a. að eitra fyrir nautgripum prestsins.

 

Að þessu sinni má segja að Valpuri hafi „sloppið“ með það að láta skera af sér eyrun og ef marka má samtímaheimildir var hún enn í fullu fjöri árið 1653.

 

Ásökunum á hendur henni linnti þó ekki og ef marka má þingbækur var þessi lífseiga kona að lokum brennd á báli í finnsku borginni Hämeenlinna árið 1665.

 

Fjöldi drepinna: Um 300

 

Rifrildi um skó komu því óorði á konu að hún væri norn

Anna Muggen var dæmd til dauða með kyrkingu og líkið þvínæst brennt. Dómurinn er enn varðveittur.

Anna Muggen, Hollandi. Tekin af lífi árið 1608

Rifrildi um skóverð áttu eftir að verða ekkjunni Önnu Muggen í hollenska bænum Gorinchem dýrkeypt.

 

Konan sem var 40 ára að aldri þegar hér var komið sögu, hafði misst eiginmann sinn í stríði.

 

Árið 1608 lifði konan í einsemd við götuna Helmsteeg, þar sem nágrannarnir sögðu hana vera geðveika en sennilega hefur hún verið döpur eftir að hafa misst mann sinn. Anna kvartaði eitt sinn yfir háu verði á skóm við skósmiðinn í bænum og sagði hann myndu líða fyrir það.

 

Skósmiðurinn ásakaði hana um galdra og innan skamms höfðu fimm aðrir borgarar stefnt „geðveiku konunni í Helmsteeg“, líkt og Anna kallaðist manna á meðal.

 

Réttarhöldin stóðu yfir í heilan mánuð og meðan á þeim stóð lýsti hin kenjótta Anna sig seka í öllum ákæruliðum. Hún hélt því meira að segja fram að „kölski“ hefði heimsótt sig og lofað sér 20 gyllinum fyrir hverja þá sál sem henni tækist að formæla.

 

Hinn 29. maí árið 1608 var Anna Muggen fyrst kyrkt til dauða og síðan brennd á báli.

 

Fjöldi drepinna: Um 150

 

Konan sem var póstmeistari kyrkt

Allt fór í bál og brand í nunnuklaustrinu í Köln á 17. öld og kona sem gegndi embætti póstmeistara þar lét lífið.

Katharina Henot, Köln, Þýskalandi. Tekin af lífi árið 1627

Árið 1625 tóku Katharina Henot og bróðir hennar við rekstri póstþjónustunnar í Köln eftir andlát föður þeirra.

 

Efnakonan Katharina naut virðingar í efri stéttum Kölnar en þess má m.a. geta að hún lét fé af hendi rakna til nunnuklausturs borgarinnar.

 

Brátt fóru á sveim kjaftasögur um galdra.

 

Konan átti m.a. að hafa orðið þess valdandi að nokkrar nunnur urðu haldnar illum anda.

 

Katharina neitaði þessum ásökunum staðfastlega en þær hafa sennilega átt rætur að rekja til framagjarnra borgarbúa sem vildu ryðja henni úr vegi.

 

Henni tókst þó ekki að bjarga lífinu, hvorki með varnarræðu til erkibiskupsins í Köln, né heldur tókst valdamikilli fjölskyldu hennar að koma henni til bjargar og svo fór að lokum að konunni var birt formleg ákæra í janúar árið 1627.

 

Eftir margra mánaða yfirheyrslur og pyntingar var þessi þekktasta „norn“ Kölnarborgar kyrkt til dauða hinn 19. maí 1627. Síðan var líkið brennt á báli.

 

Fjöldi drepinna: Um 7000

Lestu meira um nornir

Julian Goodare: The European Witch-Hunt: 1400-1750, Taylor and Francis, 2016

 

Eva-Maria Schnurr: Das Zeitalter der Hexenverfolgung, Penguin, 2022

 

HÖFUNDUR: Bjørn Arnfred Bojesen

© Jan Luyken,© Johann Jakob Wick,© Frokor,© Wethersfield Historical Society,© Wikimedia Commons,© Gorinchem Regional Archives,© Ralph Gardiner, Englands Grievance Discovered,© Hans Weiditz,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is