Fjölmörg fyrirtæki eru nú að þróa rafknúin flugtæki sem ætlað er að flytja borgandi farþega hratt á milli staða í stórborgum. Nú fá þessi tæki sína fyrstu flughöfn.
Fyrirtækið Urban-Air Port hefur þróað hugmyndina í samstarfi við bílasmiðjurnar Hyundai og fyrsta flughöfnin á að rísa í Coventry á Englandi í nóvember 2021.
Myndband: Sjáðu kynningu á flughöfninni
Hugmyndin flokkast sem „sprettihugmynd“ (pop up concept) og flughöfn má koma upp á örskömmum tíma, jafnvel á nokkrum dögum, segja menn hjá Urban-Air Port.
Flughöfnin hefur fengið heitið Air-One og þetta verður um 40 metra breiður pallur sem unnt verður að hækka og lækka. Pallinum verður lyft þegar farþegadrónar eiga að lenda eða taka á loft en svo látinn síga þegar á að leggja dróna í stæði.
Umhverfis pallinn verður bæði aðstaða til hleðslu og viðhalds, svo og biðskýli fyrir farþega.
Hyggjast byggja 200 flughafnir á fimm árum
Flughöfnin er sett saman úr fullbúnum einingum og hana má því auðveldlega flytja. Sömuleiðis verður hægt að setja hana upp jafnt á hafnarsvæði sem ofan á háhýsum.
Flughöfnin getur þjónað öllum rafdrifnum flugtækjum sem lenda og hefja sig til flugs lóðrétt. Það gildir t.d. um leigudróna Hyundai-fyrirtækisins, S-A1 sem samkvæmt áætlun á að koma á markað 2023.
Urban-Air Port áætlar að byggja 200 flughafnir víðs vegar um heiminn á næstu fimm árum.
Kína samþykkir fyrstu sjálfkeyrandi leigubílana
Tæknifyrirtækið Pony.ai hefur fengið leyfi til að senda allt að 100 sjálfkeyrandi leigubíla út í umferð í 15 milljóna íbúa borg í Kína. Háþróaðir leysiskynjarar og hraðvirk tölva eru augu og heili leigubílsins.