Maðurinn

Nú getum við auðgað ímyndunaraflið

Eftir áratugaleit í heilanum hafa vísindamenn loksins fengið skýringu á því hvaðan ímyndunaraflið sprettur – og hvernig við getum aukið sköpunargleði okkar.

BIRT: 12/03/2023

Tölvuleikurinn fer í taugarnar á þér.

 

Dyrnar að næsta verkefni eru læstar með kóða sem þú átt að ráða með því að raða saman fimm litum. En það eru alltof margir litir til að velja úr og á leið þinni í gegnum brautina hefur þú ekki fengið minnstu vísbendingar.

 

Þú kastar þér pirraður í rúmið meðan tónlistin í leiknum heyrist áfram í hátölurunum.

 

„Bobby, Bobby, Bobby“ heyrist frá söngvaranum.

 

„Hver er Bobby?“ hugsar þú. Engin persóna í leiknum ber það nafn. Þú dottar smá stund meðan bókstafirnir B O B B Y dansa fyrir sjónum þínum og þú leitar eftir einhverjum tengslum.

 

Litirnir, fjandinn hafi það!

 

Í einu stökki ertu kominn aftur fyrir framan tölvuskjáinn og blandar bláu (B) við appelsínugult (O) svo meira blátt og blátt enn á ný og við þetta bætir þú að endingu gulu (Y). Og sjá, dyrnar opnast.

 

Verkefni sem virðast í fyrstu óleysanleg ganga aftur í ótal tölvuspilum rétt eins og í raunveruleikanum. Þá er geta ímyndunaraflsins við að samþætta smáatriði á nýjan máta oft eina leiðin áfram.

Prófaðu sjálfa(n) þig: Hefurðu nægt ímyndunarafl til að leysa verkefnið hér á myndinni?

Kveiktu á kertinu og hengdu það upp á vegginn þannig að ekkert kertavax leki niður á borðið. Hvernig getur þú gert það með þeim hlutum sem eru tiltækir á myndinni?

(Lausnina finnur þú neðst í greininni).

Það er einmitt hvernig ímyndunaraflið býr til sín líkön yfir raunveruleikann sem hefur leitt ástralska fræðimenn á sporið á því hvernig það virkar eiginlega – og hvað við þurfum að gera til að auðga það enn frekar.

 

Ímyndunaraflið lifir af raunveruleikann

Frá því upp úr 1970 hafa sérfræðingar velt fyrir sér hvernig ímyndunarafl okkar kviknar og hvernig við getum öðlast aðgang að því.

 

Niðurstaða þeirra var sú að ímyndunaraflið virkar eins og svar-vél gagnvart annars konar raunveruleika og mögulegum framtíðum. Þetta gerist með spurningum eins og „Hvað ef…“, t.d. „hvað ef ég ætti hundrað milljónir?“ „hvað ef ég gæti flogið?“ eða „hvað ef ég myndi stranda á eyðieyju?“

 

Samkvæmt írska vitundarfræðingnum og prófessornum Ruth Byrne við háskólann í Dublin ímyndum við okkur fyrst og fremst aðrar mögulegar aðgerðir í stað þess að aðhafast ekkert, þ.e.a.s. við hugsum „hvað ef ég hefði gert þetta?“ en ekki „hvað ef ég hefði ekkert aðhafst?“

 

Rannsóknir Byrnes sýna einnig að við ímyndum okkur alltaf eitthvað um atburði sem við höfum áhrif á en ekki eitthvað sem utanaðkomandi kraftar verka á.

 

Niðurstaðan er að ímyndaraflið er í miklum mæli innblásið af hversdagslífi okkar.

 

Uppgötvanir Burns ásamt nýjustu tækni við ómskoðun heilans varð til þess að ástralski taugasálfræðingurinn og prófessorinn Joel Pearson við háskólann í Newsouth Whales lýsti því yfir að fræðimenn viti nú hvar og hvernig ímyndunaraflið kviknar.

Skapandi leikir eins og að kubba og leira efla ímyndunaraflið.

Samkvæmt Pearson ber að líta á ímyndunaraflið einkum sem eins konar viðsnúið skynfæri – t.d. eins og viðsnúna sjón.

 

Þegar við upplifum heiminn með augunum virkjast sjónstöð heilans af þeirri örvun og býr til myndir sem síðan verða að reynslu og þekkingu. En þegar við notum ímyndunaraflið má segja að ferli þetta sé sett í bakkgír. Þá er það fremur reynslan sem örvar sjónstöðvar heilans innan frá.

 

Það má m.ö.o. segja að sú skynjun sem við höfum upplifað og geymt í gegnum lífið, gerir okkur t.d. fær um að ímynda okkur lönd og borgir sem við höfum aldrei heimsótt. Með þessum nýja skilningi Pearsons er mögulegt að hafa áhrif á heilann, þannig að ímyndunaraflið eflist enn meira og verði færara um að leysa vandamál – en meir um það síðar.

 

Skynhrif virka sem eldsneyti

Þegar við þurfum að leysa einhvern vanda má líta á ímyndunaraflið sem vél og eldsneyti í bíl.

 

Eldsneytið eru þau skynhrif, upplifanir og fyrirbæri sem við höfum reynslu af. Vélin er á hinn bóginn geta okkar til að brjóta niður þessa reynslu og setja hana saman á ný með óvanalegum hætti.

 

Til að við getum notað ímyndunaraflið til fulls segir Joel Pearson það mikilvægt að eldsneytið samanstandi ekki einvörðungu af skynjun sjónarinnar.

Hér býr ímyndunaraflið

Við getum ekki fundið upp á einhverju úr lausu lofti og ímyndunarafl okkar byggir því á reynslu og skynhrifum úr raunveruleikanum. Heilinn tekur þessa reynslu í sundur og setur hana saman á ný með ímyndunaraflið að vopni.

 

1 – Svisslykill kveikir á ímyndunaraflinu

Þegar við þurfum að leysa vandamál virkjast ennisblaðið í heilanum. Þetta gerist t.d. með einhverri tilfinningu eða tengslamyndun. Þessi virkjun er eins konar svisslykill fyrir ímyndunina og skapar „pöntun“.

 

2 – Drekinn bætir við eldsneyti

Allt eftir pöntuninni sækir heilinn viðeigandi minningar fram, m.a. úr drekanum. Minningar og skynjanir virka eins og eldsneyti ímyndunaraflsins sem er leitt inn í feril þar sem þetta tvennt er samþættað með nýjum hætti.

 

3 – Mótor knýr ímyndunina

Mótor ímyndunaraflsins eru svæði heilans sem yfirleitt vinna úr hráum gögnum frá skynfærunum, t.d. frá sjónstöðvunum. Svæði þessi eru virkjuð öfugt þannig að við getum ímyndað okkur lykt og bragð sem við höfum aldrei fundið í raunveruleikanum.

Það er auðvelt að ímynda sér hvað blasti við Robinson Cruso þegar hann rak á land á eyðieyju – sandströndin, brimgarðurinn og pálmatré. Við getum einnig ímyndað okkur hljóðin frá fuglunum, lyktina af blómunum og tilfinninguna fyrir því að verða fyrir hellidembu í hitabeltinu.

 

Og þrátt fyrir að þú hafir aldrei verið á slíkri eyðieyju byggir þessi afstaða á samþættingu hljóða sem þú hefur heyrt, lyktar sem þú hefur fundið og snertingar sem þú hefur reynt.

 

Ímyndunaraflið nýtir sér öll þessi skynhrif og það hefur leitt fræðimenn til að viðurkenna að manneskjan er langt því frá einasta tegundin sem býr yfir auðugu ímyndunarafli.

 

Ímyndunarafl bjargar íkorna frá dauða

Fjölmörg dýr nýta skynhrif til að ímynda sér hvar þau geta mögulega fundið mat eða hvernig ber að forðast mismunandi ógnir.

 

Íkorninn sér t.d. fyrir sér hvort hann geti náð að stökkva frá einu tré til annars áður en hann tekur stökkið. Og endi slíkar vangaveltur í höfði íkornans með því að hann muni detta, þá finnur hann sér aðra leið.

Simpansar búa augljóslega yfir ímyndunarafli. Í náttúrunni er ímyndun verkfæri til að lifa af og lesa í nýja möguleika á fæðu og til að finna óþekktar ógnir.

Þannig geta dýrin komið með tilgátur um yfirvofandi dauða í stað þess að deyja sjálf. Ímyndunaraflið er þannig verkfæri til að lifa af rétt eins og beittar tennur, langur háls eða hæfileikinn til að leggjast í dvala.

 

Vísindamenn hafa fyrst og fremst greint þróað ímyndunarafl hjá spendýrum sem eru náskyld okkur, t.d. simpönsum en einnig hjá öðrum dýrum.

 

Hrafninn kannar gaumgæfilega hvort tegundafélagar hans séu að fylgjast með þegar hann felur mat sinn. Vísindamenn líta á þetta með vísun í svonefnda kenningu um hugann eða m.ö.o. hrafninn getur ímyndað sér að aðrir hrafnar búi yfir vitund.

 

Kolkrabbar sýna einnig skýr merki um ímyndunarafl.

 

Árið 2019 var kolkrabbinn Heidi mynduð í heimildamynd þegar svo virtist sem hana dreymdi að hún væri á veiðum.

 

Í fyrstu höfnuðu flestir sérfræðingar að Heidi gæti í raun verið að dreyma og töldu þess í stað að litaskipti hennar stöfuðu af vöðvasamdrætti í svefni.

 

En í mars 2021 tókst að sýna með nýjum rannsóknum að kolkrabba dreymi og noti þannig ímyndunaraflið.

Kolkrabbinn Heidi skiptir um lit í draumum sínum.

Með því að láta ímyndunina kljást við reynslu dagsins og skynhrif er minningum komið fyrir á réttum stöðum í heilanum, þannig að kolkrabbinn geti kallað þær fram þegar þörf er á einhverri snjallri lausn á vanda sem mætir dýrinu.

 

Manneskjan er ímyndunardýr

Manneskjan hefur lyft ímynduninni upp í sér klassa með því að þróa tungumálið til að þróa hugmyndir okkar. Meðan vísindamenn eru nokkuð vissir um að ritmál hafi komið fram með fleygrúnum fyrir um 5.300 árum þar sem nú er Írak, er ennþá umdeilt hvenær manneskjan byrjaði að tala.

 

Sumir telja að það hafi verið fyrir nokkrum tugum þúsunda ára en aðrir nefna milljón ár, jafnvel áður en Homo Sapiens kom fram á sögusviðið.

 

Til þess að ráða í hvernig sköpunargáfa forfeðra okkar var rannsaka vísindamenn nú muni sem sýna fram á umhugsun forfeðranna. Þetta á m.a. við mótun á veiðitólum eins og öxum, spjótum og fiskinetum, yfir í bátasmíði.

Ímyndunaraflið knýr þróun okkar

Homo sapiens er minnst 300.000 ára gamall og fornleifafræðingar eru sífellt að finna nýja muni sem auðsýna þróaðan hugsanagang og ímyndunarafl hjá forfeðrum okkar.

Steinaxir voru mótaðar í höfðinu

Acheuléen-menningin gat af sér steinaxir úr tinnu fyrir meira en 100.000 árum, þar sem nú er norðvesturhluti Frakklands. Verkfærasmiðirnir þurftu að nota ímyndunaraflið til að sjá fyrir sér æskilega útkomu verkfærisins.

Uppfinningamaður sagði fyrir um sólmyrkva

Antithykera-mekanisminn er kannski einn dularfyllsti fundur fornleifafræðinga og skapari hans hlýtur að hafa búið yfir frábæru ímyndunarafli. Þessi meira en 2.000 ára gamla handknúna tölva gat m.a. sagt fyrir um sól- og tunglmyrkva áratugi fram í tímann.

Listamenn fortíðar gátu af sér skrímsli

Leang Bulu´ Sipong-hellirinn á eyjunni Sulawesi í Indónesíu er víðfrægur fyrir sín 43.900 ára gömlu málverk sem voru gerð af listamönnum með afar fjörugt ímyndunarafl; t.d. sýna myndirnar verur sem líkjast bæði mönnum og dýrum. Í einni og sömu myndinni.

Ímyndunin er þannig hornsteinninn í menningunni og stendur á bak við uppfinningar eins og landbúnað, lyfjaframleiðslu og flutningatæki sem leggja grunninn að samfélögum nútímans. Því miður eru sumar þessara uppfinninga farnar að valda miklum vanda sem ógnar ekki einungis tilvist manna heldur öllum hnettinum.

 

Því er nú meiri þörf en nokkru sinni áður á að ímyndunin hjálpi okkur með einhverjar byltingarkenndar uppfinningar sem geta t.d. bætt úr mengun lofts og hnattrænni hlýnun.

 

Sem betur fer eru lausnir á leiðinni – og sumar þeirra bera ímynduninni gott vitni.

 

Í september 2021 opinberaði teymi vísindamanna undir forystu þýska landbúnaðarfræðingsins Neele Dirksen að þeim hefði tekist að venja ellefu kálfa á að fara á klósettið á nokkrum vikum.

Þýskir vísindamenn hafa þjálfað 11 af 16 kálfum til að nota kálfaklósettið ,,MooLoo" sem safnar saman þvaginu og hægir á losun ammóníaks.

Kálfarnir nýttu sér sérhannað salerni sem nefnist MooLoo og fengu þeir góðgæti að launum en þegar einhver kálfur pissaði á öðrum stað var sprautað á hann með vatnsslöngu.

 

Þetta kann að virka undarlega og dálítið furðulegt að senda kýr á salerni en markmið sérfræðinganna var að draga úr gróðurhúsagastegundum og köfnunarefnismengun úr þvagi nautgripanna.

 

Slökktu núna á símanum

Til að fá viðlíka hugmyndir og Þjóðverjarnir verðum við sjálf að leggja okkur fram.

 

Í bernsku bætum við stöðugt eldsneyti á ímyndunina með því að skynja heiminn í kringum okkur. Vísindamenn hafa sannað að náttúruleg forvitni er kóðuð í erfðaefni okkar og snemma í lífinu hvetur forvitnin okkur til að reyna eins margt og kostur er.

 

En þegar við eldumst dregur úr virkni ímyndunaraflsins.

 

Þetta stafar í miklum mæli af vana, þ.e.a.s. við erum þá orðin vön að nota orð, hugtök og hluti á tiltekinn máta sem er laus við alla ímyndun.

 

Sýn okkar á heiminn er þannig orðin lokuð.

Lausnin

Þú tæmir kassann með teiknibólunum og notar tvær teiknibólur  til að hengja kassann upp á vegg. Þú setur svo kertið í kassann og kveikir á því með einni af eldspýtunum.

 

Verkefnið byggir á fyrirbærinu ,,funktion fixation” þ.e. við höfum lært það hvaða hlutverk hver hlutur hefur og það getur verið erfitt að hugsa út fyrir rammann. Til að nýta sér ímyndunaraflið og leysa verkefnið þarftu því að losna undan því hvernig þú hugsar venjulega um hvern hlut og virkni hans.

Til þess að opna fyrir ímyndunina aftur þurfum við að leyfa okkur að leiðast. Þá sleppum við nefnilega meðvitaðri stjórn og leyfum huganum að reika.

 

Þess vegna vara sérfræðingar okkar við því að draga stöðugt snjallsímann fram í hvert sinn sem við fáum smá pásu. Þegar við gónum á snjallsímann – sem er jú fullur af markvissri skemmtun – deyfum við frjálsa hugsun sem við sköpum sjálf og einkennir ímyndunaraflið.

 

Hins vegar sýna rannsóknir að svonefnd fagurfræðileg virkni, þar sem við mótum t.d. hluti í leir eða lestur á fagurbókmenntum, getur styrkt ímyndunaraflið.

 

Ekkert er þó jafn skilvirkt eins og að vera úti í náttúrunni og upplifa hana.

 

Árið 2013 prófaði sálfræðiprófessorinn Ruth Anne Ashley ásamt tveimur kollegum 26 konur fyrir og eftir fjögurra daga langa gönguferð í náttúrunni.

 

Geta göngufólksins til að finna nýstárlegar lausnir á margvíslegum verkefnum jókst um heilan helming.

 

Svo ef það dugar ekki að henda sér niður í rúmið og hlusta á tónlist í næsta sinn sem þú ert fastur í tölvuspilinu, skaltu ekki reyna að halda stöðugt áfram þar til þér tekst að komast áfram.

 

Rannsóknir segja nefnilega að þú ættir frekar að fara í góðan göngutúr í náttúrunni.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

© Shutterstock,© Alamy, © Shutterstock & Lotte Fredslund,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

Maðurinn

Af hverju þreytumst við í hita?

Menning og saga

Hvað varð um Nefertítí drottningu?

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is