Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Kanadískir vísindamenn hafa þróað rafhlöður sem hlaða rafbíla frá 0 til 80 prósentum á aðeins 15 mínútum. Tæknin er svipuð og í núverandi rafhlöðum en endurbætir þá tækni verulega.

BIRT: 30/12/2024

Langur biðtími á hleðslustöðvum og ótti við að verða rafmagnslaus er meðal stærstu hindrunum fyrir því að fleiri velji rafbíla.

 

En nú stöndum við ef til vill frammi fyrir byltingu sem gæti gert hleðsluna gríðarfljóta.

 

Vísindamenn frá háskólanum í Waterloo hafa þróað nýja tækni fyrir liþíumjónarafhlöður í rafbílum sem geta hlaðið frá 0 til 80% á aðeins 15 mínútum.

 

Uppgötvunin markar stórkostlega framför frá núverandi staðli, þar sem jafnvel hraðhleðsla tekur oft 40-60 mínútur.

 

Þetta gæti komið fleiri rafbílum á götuna, að sögn vísindamannanna.

 

“Við viljum gera rafbíla aðgengilegri og hagkvæmari fyrir alla – ekki bara fyrir þá efnameiri. Hraðvirkari, minni og endingarbetri rafhlöður gætu rutt brautina fyrir fleiri notendur, sérstaklega þá sem geta ekki hlaðið bílinn heimafyrir,” segir Yverick Rangom, prófessor og efnaverkfræðingur við háskólann í Waterloo í fréttatilkynningu.

 

Jónir hreyfast hraðar

Nýlegar framfarir eru vegna endurbóta á rafskautum rafhlöðunnar.

 

Hefð er fyrir því að rafskaut séu úr grafíti en vísindamenn hafa fundið leið til að bræða grafítagnir saman til að bæta rafleiðni.

 

Það gerir litíumjónum kleift að hreyfa sig hraðar án þess að skerða hvorki öryggi né endingu.

Þannig er hægt að lengja endingu rafhlöðunnar 

Það eru til leiðir til að lengja endingu rafhlöðunnar.

 

  • Forðastu að skilja bílinn eftir með fulla eða tóma hleðslu. Helst ættir þú að halda rafhlöðunni hlaðinni í 20-80 prósentum. Hladdu hann aðeins að fullu fyrir lengri ferðir.

 

  • Lágmarkaðu hraðhleðslur, þar sem þær geta í sumum tilfellum dregið verulega úr virkni rafhlöðunnar.

 

  • Aktu jafnt og rólega. Mikil hröðun, skyndileg hemlun og háhraðaakstur eykur álagið á rafhlöðuna sem leiðir til hraðara slits.

Tæknin notar sömu efni og hefðbundnar rafhlöður í rafmagnsbílum og því auðveldara að samþætta núverandi framleiðslukerfi.

 

“Við erum ekki að finna upp hjólið upp á nýtt hvað varðar efni í liþíum-jóna rafhlöðum. Við erum bara að finna betri leið til að raða ögnunum,” segir meðhöfundur Michael Pope, dósent við efnaverkfræðideild háskólans í Waterloo.

 

Lengir einnig endingu rafhlöðunnar

Annar mikilvægur þáttur tækninnar er hæfni hennar til að standast margar hleðslulotur.

 

Nýju rafhlöðurnar þola allt að 800 hleðslur án verulegs taps á afköstum, umfram flestar núverandi rafhlöður.

Rafbílar hafa ekki ennþá náð framúr eldsneytisbílunum og því spyrja menn hvernig rafbíllinn geti nýtt sér loftslagsvæna eiginleika sína til fulls. Vísindin skoða málið hér.

Að sögn rannsakenda getur þetta bætt verðmæti notaðra rafbíla þar sem líftími rafhlöðunnar er oft afgerandi fyrir endursöluverðmæti.

 

„Ef við getum gert rafhlöðurnar minni, endingarbetri og hlaðið hraðar og minnkum við heildarkostnað ökutækisins,“ sagði Yverick Rangom, prófessor í efnaverkfræðideild háskólans í Waterloo, í fréttatilkynningunni.

 

Næsta skref er að tryggja að hægt sé að stækka ferlið þannig að hægt sé að innleiða tæknina í núverandi framleiðsluaðstöðu og hleðslustöðvum.

 

Vísindamenn frá háskólanum í Waterloo hafa lýst rafhlöðutækni sinni í rannsókn sem birt var í vísindatímaritinu Advanced Science.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

© StudioFI/Shutterstock,© Fahroni/Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is