Það hljómar ótrúlega einfalt en ný rannsókn frá Griffith háskólanum í Ástralíu sýna að leyndarmálið að löngu og heilbrigðu lífi gæti verið einfaldlega verið að fara daglega í gönguferð.
Rannsóknin sýnir að jafnvel hófleg ganga – í stað mikillar hreyfingar eða strangrar megrunar – getur bætt árum við lífið.
Að sögn áströlsku vísindamannanna hefur ganga verið vanmetin þegar kemur að forvörnum gegn lífsstílssjúkdómum.
„Niðurstöður okkar benda til þess að hreyfing gefi umtalsvert meiri heilsufarslegan ávinning en áður var gert ráð fyrir,“ segir í niðurstöðu rannsóknarinnar.
Hvert skref skiptir máli
Vísindamennirnir greindu gögn úr bandarískum þýðisrannsóknum og þróuðu líkan sem sýndi hvernig regluleg hreyfing getur lengt líftímann verulega.
Niðurstöður þeirra gáfu til kynna að fullorðnir sem ganga í klukkutíma á dag á hóflegum hraða, 4,8 km/klst., geti búist við því að lifa þremur árum lengur.
Áhrifin eru enn mikilvægari fyrir þá sem hreyfa sig lítið.
Þeir geta lengt líftíma sinn um allt að sex ár með góðum göngutúr daglega.
Ef þú hreyfir þig ekki mikið en ert til í að breyta um lífsstíl og taka svolítið á þér gæti tveggja tíma gönguferð daglega gæti hugsanlega bætt allt að 11 árum í viðbót við líf þitt.
„Fólkið sem hreyfir sig minnst gæti fengið mestan ávinning af hreyfingunni,“ segja vísindamennirnir í niðurstöðum rannsóknarinnar.
Ný rannsókn sýnir að þú getur náð sama árangri með mun minni áreynslu ef þú notar ákveðna gerð æfinga.
Rannsóknin getur ekki staðfest með fullkominni vissu um orsök og afleiðingu þar sem hún er byggð á athugunargögnum.
Hins vegar taka vísindamennirnir fram að jafnvel litlar daglegar breytingar á líkamlegri virkni geta haft mikinn heilsufarslegan ávinning.
Lítil líkamleg virkni tengist oft aukinni hættu á hjartasjúkdómum og ótímabærum dauða.
Vísindamennirnir sem unnu rannsóknina, sem birt eru í British Journal of Sports Medicine, hvetja því fólk til að líta á göngu sem áhrifaríka og aðgengilega leið til lengri lífs.
Heilbrigður lífsstíll krefst auðvitað líka annarra þátta eins og holls mataræðis og andlegrar heilsu.
Ástralskir vísindamenn hafa þróað aðferð til að efla sundgetu jafnt veikburða sem öflugra sáðfrumna. Það kemur milljónum barnlausra til hjálpar.