Heilsa

Ný uppgötvun: Aðeins eitt gramm á dag af vinsælu fæðubótarefni virðist hægja á öldrun líkamans

Áhrifin verða enn öflugri ef tveimur öðrum þáttum er bætt við, segja vísindamennirnir á bak við þessa athyglisverðu rannsókn.

BIRT: 09/02/2025

Flest okkar óskum þess að eldast eins hægt og mögulegt er.

 

Meginástæða þess að við eldumst er fyrirfram ákveðin í erfðaefninu okkar, en lífsstíll og umhverfi geta einnig haft áhrif á það hvernig genin okkar starfa – þetta kallast svokallaðar sviperfðir (epigenetics).

 

Nú hefur hópur vísindamanna uppgötvað að sérstakt fæðubótarefni gæti hægt á öldruninni með því að breyta virkni genanna okkar. Hér eru þó hvorki um flókna lyfjameðferð né erfðabreytingar að ræða.

 

Í rannsókn sem birtist í hinu virta vísindatímariti Nature Aging skoðaði hópur vísindamanna frá Háskólanum í Zürich áhrif omega-3 fitusýra og komst að áhugaverðri niðurstöðu.

 

Vísindamennirnir fundu út að dagleg inntaka aðeins eins grams af omega-3 í þrjú ár gæti hugsanlega dregið úr líffræðilegri öldrun líkamans um allt að fjóra mánuði.

 

Vísindamennirnir mældu fjölda þátta sem samanlagt gefa vísbendingu um hinn svokallaða „líffræðilegan aldur“. Áhrifin virtust óháð kyni, aldri og líkamsþyngdarstuðli (BMI).

 

Þeir sem tóku einnig 50 míkrógrömm af D-vítamíni daglega og stunduðu reglulega styrktarþjálfun hægðu enn frekar á öldruninni.

 

Alls tóku 2157 manns, 70 ára og eldri, þátt í rannsókninni.

 

Þátttakendum var skipt í hópa sem tóku D-vítamín og/eða omega-3 daglega og/eða stunduðu styrktarþjálfun í 30 mínútur þrisvar í viku.

 

Dró úr hættu á krabbameini og hrörnun

Vísindamennirnir komust einnig að því að samsetning þessara þriggja þátta dró úr sýkingum, fyrirbyggði krabbamein og hægði á almennri líkamlegri hrörnun.

 

Næsta skref var að mæla sérstaklega líffræðilega öldrun líkamans með því að greina blóðsýni 777 þátttakenda.

Ótalmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að D-vítamín skiptir sköpum fyrir heilsuna. Krabbamein, sykursýki, mænusigg, þunglyndi og ófrjósemi kunna öll að eiga rætur að rekja til D-vítamínskorts.

„Þessar niðurstöður staðfesta fyrri athuganir okkar úr DO-HEALTH rannsókninni, þar sem samsetning allra þriggja þátta hafði mest áberandi áhrif á hættu á krabbameini og fyrirbyggingu snemmbærrar líkamlegrar hrörnunar,“ segir Heike Bischoff-Ferrari, prófessor við Háskólann í Zürich, í fréttatilkynningu.

 

„Nú sáum við einnig að þetta hægði á líffræðilegri öldrun líkamans,“ útskýrir hún.


Vísindamennirnir viðurkenna þó að rannsóknin hafi ákveðnar takmarkanir.

 

Ein þeirra er sú að ekki er til almennt viðurkennd mæliaðferð fyrir líffræðilega öldrun, auk þess sem þátttakendur í rannsókninni eru ekki þversnið eldri borgara um heim allan.

HÖFUNDUR: Bjørn Falck Madsen

© PeopleImages.com - Yuri A /Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

Lifandi Saga

Guð bannaði hjónaskilnaði

Heilsa

Einelti skapar óhugnanleg ummerki í heila

Náttúran

Stutt samantekt: Þetta eru 5 verstu gastegundirnar

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Plástur notaður til að lækna hjarta 46 ára konu

Heilsa

Eiturkönguló getur linað skaða eftir blóðtappa

Alheimurinn

Á manneskjan sér framtíð í geimnum?

Maðurinn

Húðliturinn ræðst af D-vítamíni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is