Náttúran

Nýr draugaháfur fannst við Taíland

Fjölþjóðlegur vísindahópur hefur fundið áður óþekktan og mjög svo sérkennilega draugaháf (hámús) við strendur Taílands.

BIRT: 24/11/2024

Ennþá leynist svo ótrúlega margt alveg óþekkt í sjávardjúpunum. Nýjar tegundir eru stöðugt að finnast og ný tækni afhjúpar stór neðansjávarfjöll með einstæðum vistkerfum.

 

Meðal nýrra tegunda eru ýmsir kynjafiskar og meðal þeirra er heil ætt svonefndra draugaháfa eða hámúsa. Draugaháfarnir lifa gjarnan á 500 metra dýpi eða meira og eru reyndar alls ekki háfar en hins vegar brjóskfiskar eins og háfarnir.

 

Vísindamenn við Kyrrahafsháfarannsóknadeild San Hose-háskóla í Bandaríkjunum leiða fjölþjóðlegan vísindahóp sem nú hefur uppgötvað nýja tegund þessara fiska.

 

Tegundin hefur hlotið nafnið Chimarea supapae til heiðurs sjávarlíffræðingnum Supap Monkolprasit sem lést 2013 en hafði varið allri starfsæfinni í rannsóknir á brjóskfiskum við Taíland.

 

Fiskurinn fannst árið 2018 við djúphafsrannsókn á 772-775 metra dýpi í Andamanhafi við Taíland.

 

Héldu að þau hefðu fundið óþekkta tegund

Í fyrstu var álitið að fiskurinn væri af áður þekktri tegund, Chimarea macrospina.

 

Það kom vísindamönnunum þó nokkuð spánskt fyrir sjónir að finna þessa tegund við Taíland, þar eð hún heldur sig aðallega undan ströndum Ástralíu. Og í þokkabót var fiskurinn örlítið öðruvísi útlits.

 

Vísindamennirnir tóku því allmörg sýni úr fiskinum og settu í DNA-greiningu. Eftir samanburð við skyldar tegundir, kom í ljós að um var að ræða alveg nýja tegund.

 

Chimera supapae hefur stærra höfuð og styttri trjónu en aðrir draugaháfar. Augun eru ávöl að lögun og skínandi græn.

Tegundin Chimera supapae fannst á meira en 770 metra dýpi undan strönd Taílands. Aðeins hefur fundist eitt eintak sem virðist vera ungur hængur.

Alls var Chimera supapae borinn saman við ellefu tegundir sem virtust skyldar og í ljós kom að ekki aðeins var munur á höfði og augum, heldur var brún áferð hans dekkri en annarra skyldra tegunda.

 

Þetta er eina eintakið sem fundist hefur og virðist vera ungur hængur. Heildarlengdin er 50,8 sentimetrar og fiskurinn getur því væntanlega orðið lengri.

 

Þegar Chimera supapae hefur bæst við, eru hinir svonefndu draugaháfar orðnir 54 alls.

 

 

HÖFUNDUR: Søren Rosenberg Pedersen

© David A. Ebert,© CSIRO Marine and Atmospheric Research Paper, 22, 2008/Shark References

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

Maðurinn

Þess vegna bragðast ávaxtasafi ekki vel eftir að þú burstar tennur

Maðurinn

Þjálfið heilann: Málgreind

Lifandi Saga

Hver var fyrstur dæmdur fyrir stríðsglæpi? 

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is