Það er ekki aðeins fjöldi heilafrumna sem skilur okkur frá öðrum dýrum. Nýlegar rannsóknir benda til að við gætum haft sérstaka gerð frumna sem ekki er í öðrum tegundum.
Hópur ungverskra vísindamanna hefur athugað muninn á heilavef í ysta lagi heilabarkarins í mönnum og músum og fundið áður óþekkta gerð heilafrumna.
Í heilaberkinum fer fram ýmis æðri hugarstarfsemi, sem t.d. lýtur að námi og óhlutbundinni hugsun.
Vísindamennirnir nefna frumurnar „hjúpfrumur“ með tilvísun til grasafræðinnar en þær geta minnt á runna og á útvextir á þeim greinast nokkuð þétt.
Nýuppgötvaðar frumur stýra umferð í heilanum
Hjúpfrumurnar flokkast sem hemjandi taugafrumur og hafa stjórn á taugaboðum milli annarra frumna svipað og stöðuljós.
Skipta e.t.v. máli varðandi geðsjúkdóma
Hjúpfrumurnar eru um 10-15% af hemlafrumum í ysta lagi heilabarkarins en snertipunktar þeirra við aðrar frumur benda til að þær gegni mikilvægu hlutverki við að hafa hemil á boðum til útskota heilafrumna.
Nú hyggjast vísindamennirnir kortleggja hlutverk þeirra nákvæmlega og rannsaka hvort gallaðar hjúpfrumur hafi áhrif varðandi geðsjúkdóma á borð við skítsófreníu, geðhvörf og þunglyndi.