Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Hjá þeim konum sem höfðu neytt lítið af tilteknu næringarefni sýndu börn þeirra merki um ADHD á aldrinum 3 til 8 ára.

BIRT: 01/05/2024

ADHD má skýra bæði með erfðum og umhverfisþáttum. Fjölmargar rannsóknir hafa staðfest þetta. 

 

Hið síðarnefnda er áhugavert vegna þess að það felur meðal annars í sér hvað barnshafandi konur borða. 

 

Nú hefur hópur norskra vísindamanna kannað hvort tengsl séu á milli mataræðis sem þunguð konan borðar og hættu á að barnið fái ADHD. 

 

Trefjasnauð fæða eykur hættuna á ADHD

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að trefjasnauð fæða á meðgöngu tengdist aukinni hættu á að fá einkenni ADHD hjá börnum sem voru á aldrinum 3, 5 og 8 ára. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en forvígismaður rannsóknarinnar er geðlæknirinn Berit Skretting Solberg frá Háskólanum í Bergen.

 

 Vísindamenn reiknuðu út neyslu móður á trefjum út frá spurningalista sem svarað var á 22. viku meðgöngu. 22.000 fjölskyldur tóku þátt í rannsókninni. 

 

Trefjar finnast meðal annars í haframjöli, belgjurtum, grænmeti, ávöxtum og grófu brauði, pasta og hrísgrjónum. 

 

Í rannsókninni leiðréttu vísindamenn fyrir erfðafræðilegri áhættu, þjóðfélagsfræðilegum þáttum og fyrir sykur- og orkuneyslu móðurinnar. 

 

„Þrátt fyrir þessa aðlögun voru greinileg áhrif af mataræði móður á ADHD einkenni barnsins,“ útskýrir Berit Skretting Solberg. 

 

Erfðir gegna hlutverki

Þótt skýra megi ADHD með um það bil 70 prósentum erfðum telur Berit Skretting Solberg að rannsóknin sýni að umhverfisþættir spili líka inn í.

Öskrandi krakkaskríll eða hróp um hjálp? Læknar eiga enn margt ólært um ADHD en nýjustu rannsóknir gefa til kynna að aukin athygli á röskun þessa geti bjargað börnum og ungmennum að losna úr vítahring sem skemmir út frá sér.

„Erfðir eru sterkasti áhættuþátturinn fyrir ADHD í okkar semfélagi, en þar sem ADHD er margþætt benda rannsóknir til þess að mataræði móður geti haft áhrif á hversu mikil ADHD einkenni finnast hjá ungum börnum,“ segir Berit Skretting Solberg.

 

Hún leggur þó áherslu á að rannsóknin sýni vísbendingar í þessa átt en ekki sé hægt að fullyrða með 100 prósenta vissu að skortur á trefjum sé orsökin.

 

Því er nauðsynlegt að gera fleiri rannsóknir á mataræði þungaðra kvenna og tengslin við sjúkdóma eins og ADHD.

 

Rannsóknin hefur verið birt í vísindatímaritinu Pharmacological Research.

HÖFUNDUR: STINE HANSEN

© PeopleImages.com - Yuri A /Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvers vegna ríkir fjandskapur milli Bandaríkjanna og Íran?

Menning og saga

Örvæntingarfullur flughernaður yfir Ísrael

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Jörðin

Frá iðrum jarðar til fjarlægra stjörnuþoka

Náttúran

Stutt samantekt: Þetta eru 5 verstu gastegundirnar

Lifandi Saga

Saga skófatnaðar: Skór fyrir alla

Heilsa

Einelti skapar óhugnanleg ummerki í heila

Náttúran

Hitinn í bandarískri stórborg mældist yfir 38 gráður hvern einasta dag í allt sumar.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is