Jólasveinninn hefur ekki alltaf verið klæddur eins og hann er í dag. Fyrir einungis einni öld var hann einatt sýndur klæddur dökkri skikkju og þegar borgarastyrjöldin geisaði í Bandaríkjunum á árunum 1861-65 birti tímaritið Harper’s Weekly mynd af honum þar sem hann minnti á smágerðan álf.
Smávaxni maðurinn studdi af heilu hjarta stríðsrekstur Norðurríkjanna gegn Suðurríkjunum og var hann látinn bera bláan frakka með hvítum stjörnum, í rauð- og hvítröndóttum buxum, í takt við tímann.
Blár litur táknaði von allt frá fyrstu tíð kirkjunnar. Fyrir bragðið voru jólasveinar þess tíma gjarnan látnir klæðast dökkbláu en þetta er einmitt sami litur og rússneski jólasveinninn Frosti afi kaus helst að ganga í.