Náttúran

Órangútanapi græðir sár

Í fyrsta sinn hefur villt dýr sést græða sár á sjálfu sér.

BIRT: 17/11/2024

Nánustu ættingjar okkar, mannaparnir, hafa lengi vakið athygli vísindamanna vegna mannlíkra hæfileika sinna. Vísindamenn telja m.a. að þeir noti lækningajurtir gegn ýmsum ákomum, allt frá ormasýkingu til eymsla í vöðvum.

 

Og nú bæta atferlisfræðingar hjá Max Planck-stofnuninni enn við þennan lista.

 

Í rannsóknarskýrslu skýra vísindamennirnir frá því að þeir hafi uppgötvað áður óþekkt atferli hjá órangútankarli í Suaq Balimbing-regnskóginum á Súmötru í Indónesíu.

 

Skógurinn er verndarsvæði og heimili um 150 Súmötru-órangútana, sem eru í útrýmingarhættu.

 

Stórt sár á andliti

Daglega er fylgst með öpunum og við slíkar athuganir uppgötvuðu þýsku líffræðingarnir að karlapinn Rapus hafði fengið stórt sár í andlitið, trúlega í slagsmálum við annan karlapa.

 

Sárið sjálft var ekki tiltakanlega eftirtektarvert en öðru máli gegndi um meðhöndlun apans.

 

Þremur dögum síðar sáu þeir nefnilega hvernig Rakus reif gætilega blöð af plöntunni Fibraurea tinctoria, sem í Indónesíu kallast Akar Kuning.

 

Rakus tuggði blöðin og smurði svo safanum í sárið. Þetta endurtók hann hvað eftir annað í sjö mínútur og smurði plöntusafanum aðeins í sárið en hvergi annarsstaðar.

 

Hann lauk verkin með því að hylja sárið með tuggnu laufunum.

Umfjöllun BBC

Líffræðingarnir fylgdust náið með Rakusi næstu daga og sáu engin merki þess að sýking hefði borist í sárið. Eftir fjóra daga var sárið gróið.

 

„Það vakti athygli að Rakus hvíldi sig meira en venjulega eftir að hann fékk sárið,“ útskýrir Isabella Laumer í fréttatilkynningu og heldur áfram:

 

„Svefn hefur jákvæð áhrif þegar sár þurfa að gróa. Losun vaxtarhormóna, prótínsamruna eykst og frumuskiptingum fjölgar í svefninum.“

 

Verkjastillandi og hitalækkandi áhrif plöntu

Plantan Fibraurea tinctoria vex í hitabeltisskógum í Suðaustur-Asíu og er þekkt fyrir verkjastillandi og hitalækkandi áhrif. Hún er þar notuð í hefðbundin náttúrulyf til meðhöndlunar ýmissa sjúkdóma, m.a. malaríu.

 

Til viðbótar eru í plöntunni ýmis efnasambönd, sem eru þekkt fyrir bakteríu- og bólguhamlandi verkun.

 

Stóra spurningin er auðvitað sú hversu meðvituð notkun Rakusar á laufunum var og ekki síst hvaðan hann hefur þekkingu sína.

 

Vísindamennirnir segja hugsanlegt að hugmyndin hafi kviknað hjá einum einstaklingi eftir að plöntusafinn barst í sár og apinn tók eftir verkjastillandi áhrifum hans.

 

Annar möguleiki er sá að noktunin sé lærð og Rakus hafi tekið þekkinguna með sér frá upprunalegum heimkynnum.

 

Eins og aðrir órangútanar í Suaq-regnskóginum er Rakus fæddur annarsstaðar. Órangútankarlapar flytja sig um langan veg eftir kynþroskaaldur.

 

Vísindamennirnir eru þó umfram allt þeirrar skoðunar að þegar öll kurl koma til grafar ætti þessi uppgötvun að geta frætt okkur talsvert um það hvernig græðsla sára hefur lærst í langri þróunarsögu.

 

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Nature.

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Armas / Suaq Project / Max Planck Institute)

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

Maðurinn

Þess vegna bragðast ávaxtasafi ekki vel eftir að þú burstar tennur

Maðurinn

Þjálfið heilann: Málgreind

Lifandi Saga

Hver var fyrstur dæmdur fyrir stríðsglæpi? 

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is