Lifandi Saga

Ósnortin og ógnvekjandi: Fornleifafræðingar neita að opna gröf fyrsta keisarans

Fornleifafræðingum hefur verið kunnugt um þessa rösklega 2.000 ára gömlu kínversku keisaragröf allt frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Samt sem áður leggja þeir enn ekki í að opna hana.

BIRT: 09/02/2025

Kínverski keisarinn Qin Shi Huang (259- 210 f.Kr.) hefur hvílt í ríflega 2.000 ár í gröf sinni í grennd við borgina Xi’an en gröfina er að finna um 1.100 km suðvestur af Peking.

 

Ef marka má sagnfræðinginn Sima Qian (145- 86 f.Kr.) er gröfin hluti af neðanjarðargrafhýsi sem hefur að geyma ógrynni gersema. Loftin í grafhýsinu eru sögð hafa verið skreytt með eðalsteinum en á gólfunum er að finna manngerðar ár úr óþrjótandi kvikasilfri.

 

Þrátt fyrir að nú eigi að vera unnt að grafa upp dýrgripina og öðlast þannig nýja vitneskju, eru fornleifafræðingarnir samt hikandi. Sagnfræðingurinn Sima Qian lýsir nefnilega lífshættulegum gildrum sem beinast að hverjum þeim sem raskar grafarhelginni.

 

Að sjálfsögðu er óvíst hvort sagnfræðingurinn hefur haft lög að mæla því enginn hefur lagt í að opna keisaragröf þessa frá því að hún var innsigluð árið 210 f.Kr.

 

Enginn þorir að opna gröf keisarans

Qin Shi Huang hefur verið kallaður fyrsti keisari Kína en hann sameinaði gjörvallt ríkið fyrstur allra. Þjóðhöfðinginn lét útbúa gríðarstórt grafhýsi fyrir jarðneskar leifar sínar.

 

„Reistar voru hallir og turnar fyrir 100 embættismenn og gröfin var fyllt af sjaldséðum gersemum og stórkostlegum dýrgripum. Kvikasilfur var notað til að líkja eftir Yangtze-fljótinu, svo og Gulafljóti, segir Sima Qian í sagnfræðiriti sínu.

 

„Iðnaðarmönnum var fyrirskipað að útbúa lásboga og örvar sem skyldu notuð til að skjóta á hverja þá sem kæmu inn í gröfina“, ritaði Sima Qian, öðrum til aðvörunar.

Hinir þekktu leirstyttustríðsmenn mynda brot af grafhýsi keisarans. Grafhýsið sjálft hefur ekki enn verið grafið upp.

Heill her leirstyttuhermanna var grafinn í grennd við gröf keisarans en bændur á svæðinu fundu brot úr leirstyttunum árið 1974 sem leiddi til þess að gríðarstórt grafhýsi Qin Shi Huangs fannst.

 

Mælingar í jörðu hafa reyndar leitt í ljós að svæðið umhverfis gröfina er miklu meira mengað af kvikasilfri en áður áætlað.

Qin Shi Huangdi var mjög farsæll leiðtogi. Aðeins 13 ára gamall varð hann konungur í ríkinu Qin og eftir fjölda landvinninga varð hann keisari yfir nánast öllu því svæði sem í dag er Kína.

Ef kvikasilfur er í raun að finna þarna er hugsanlegt að lýsing Sima Qians á vopnunum eigi við rök að styðjast. Og hafi vopnin verið unnin úr málmi eru þau sennilega enn nothæf. Víðtækur uppgröftur gæti leyst úr læðingi jarðskriðu sem stofnað gæti fornleifafræðingunum, svo og gersemunum, í hættu. Qin Shi Huang fær því að hvíla í friði enn um sinn.

 

Qin Shi Huang lagði ríka áherslu á að enginn mætti raska grafarró hans. Ráðstafanir hans halda enn grafarræningjum og fornleifafræðingum frá gröfinni.

HÖFUNDUR: Natasja Broström , Andreas Abildgaard

Wikimedia Commons,© wit/Flickr/Wikimedia Commons

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is