Menning

Ótrúir Indverjar leituðu til lýtalæknis

Á Indlandi til forna var nefið hoggið af eiginmönnum sem haldið höfðu fram hjá eiginkonum sínum. Nærri árinu 600 f.Kr. þróaði indverskur læknir aðgerð sem bjargað gat andliti þess sem misst hafði nefið. Deyfingin var fólgin í víni og kannabis.

BIRT: 16/09/2024

Neflausir sjúklingar voru ekki sjaldséð sjón á Indlandi til forna en þar var framhjáhaldi refsað með því að skera nefið af þeim seka, oftast var þó aðeins um nefbroddinn að ræða. Nefleysi margra varð kveikjan að því að læknir að nafni Sushruta lét útbúa leiðbeiningar um nefskurðlækningar nærri árinu 600 f.Kr.

 

Í ritinu sem nefndist „Sushruta Samhita“ (Kennslubók Sushrutas), lýsti læknirinn því hvernig unnt væri fyrir skurðlækna að endurgera nef. Nám í skurðlækningum var sex ára langt og lærðu nemendur um líffærafræði og æfðu sig í notkun skurðhnífa á grænmeti og dauðum dýrum.

 

Samkvæmt kennslubók Sushrutas þurfti góður skurðlæknir að hafa yfir að ráða „hugrekki og hugarró, hönd sem ekki svitnaði og sem var fær um að beita beittum áhöldunum án þess að skjálfa“.

 

Fyrirmyndin var plöntulauf

Nemendur sem stundað höfðu nám í aðferðum Sushrutas sóru þess eið að vilja lækna og aðstoða aðra. Fyrir vikið tóku þeir gjarnan að sér þann starfa að endurmynda nef þeirra sem misst höfðu nefið.

 

Skurðlæknirinn byrjaði á að mæla hversu mikla húð væri þörf fyrir og skar því næst út plöntulauf sem móta skyldi húðina eftir.

 

Að því loknu var sjúklingurinn deyfður, gjarnan með því að gefa honum áfengan drykk eða kannabis og síðan gat skurðlæknirinn hafist handa.

 

„Flipi af lifandi húð af sömu stærð og ofangreint laufblað er skorinn af viðkomandi og hann strax saumaður á þar sem afskorna nefið hafði verið“, stóð í kennslubók Sushruta.

Árið 1794 lét indverski soldáninn höggva nefið af indverskum stríðsfanga. Þökk sé ævafornri skurðaðgerð tókst að græða nýtt nef á manninn.

Flipinn samanstóð af ysta húðlaginu, iðulega af enninu en þannig gat húðin undir afskorna laginu gróið aftur. Andlitið allt og þar með talið nefið, var síðan vafið inn í sáraumbúðir.

 

Til þess að forða því að sjúklingurinn kafnaði var „tveimur pípum komið fyrir í nösunum til þess að auðvelda sjúklingnum öndunina“, mátti lesa sér til um í kennslubókinni.

Mahatma Gandhi var einn leiðtoganna í frelsisbaráttu Indverja. Hann boðaði mótmæli án ofbeldis til að ná fram sjálfstæði undan breskri nýlendustjórn.

Reglulega skipt um sárabindi og skurðsárin hreinsuð með sesamolíu.

 

Aðferðinni sem Sushruta kynnti fyrstur til sögunnar var beitt öldum saman. Árið 1794 birtist í enska dagblaðinu The Gentleman’s Magazine frétt um indverskan stríðsfanga sem hafði glatað nefinu en öðlast nýtt eftir slíka aðgerð. Að tíu mánuðum liðnum sást einungis ör á framanverðu nefinu.

HÖFUNDUR: NATASJA BROSTRÖM , ANDREAS ABILDGAARD

© http://www.sciencemuseum.org.uk/broughttolife/techniques/rhinoplasty/Wikimedia Commons.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Fimm ráð vísindamanna til að lífið verði hamingjuríkara

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is