Þann 10. júní árið 1990 var farþegaflugvél British Airways á leið til Spánar þegar hið ótrúlega gerðist: Í 5 kílómetra hæð fauk rúða í stjórnklefanum og flugstjórinn, Tim Lancaster, sogaðist út.
Fyrir ótrúlega tilviljun festust fætur hans í stýrinu þannig að flugþjónn náði að grípa um fætur hans. Efri hluti líkamans hékk út um gluggann og Lancaster missti meðvitund.
MYNDBAND – Sjá endurgerðina:
Höfuð hans lamdist utan í flugvélaskrokkinn þ.a. allir héldu að hann væri dáinn.
Þegar vélin nauðlenti 22 mínútum síðar kom hins vegar í ljós -ótrúlegt en satt – að Lancaster var á lífi. Fimm mánuðum síðar var hann kominn aftur í vinnuna.