Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Litlir sendar taka af allan vafa um langferðir kríunnar.

BIRT: 11/07/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Kría vegur ekki öllu meira en 125 grömm, en á engu að síður langflugsmet fuglanna. Svo langt flýgur þessi fugl á ævinni að það samsvarar þremur ferðum til tunglsins og heim aftur.

 

Krían flytur sig milli heimskautasvæðanna í norðri og suðri á vorin og haustin. Á 30 ára meðalævi verða þetta samtals 2,4 milljónir km, segja nú norður-evrópskir vísindamenn, sem settu á 60 kríur örsmáa senda, sem aðeins vega 1,4 grömm, og fylgdust síðan með ferðum þeirra. Að meðaltali fóru kríurnar 70.900 km á ári frá t.d. Íslandi eða Grænlandi til Weddelhafs við Suðurskautslandið og aftur til baka. Styst fóru kríur 59.900 km en lengst 81.600 km og þannig mikill munur á stystu og lengstu leiðinni. Sumir fuglarnir fylgdu vesturströnd Afríku á suðurleið en aðrir fóru vestur yfir Atlantshaf og suður með Suður-Ameríku.

 

Áður héldu kríurnar sig yfir Norður-Atlantshafinu í mánaðartíma, að líkindum til að éta vel og safna kröftum. Þegar kom að fluginu til baka á varpstöðvarnar í norðri, völdu fuglarnir ekki sömu leið, heldur fóru S-laga leið, sem vissulega var lengri en þó hagfelldari, því þannig nýta kríurnar sér vindakerfi hnattarins.

 

 

BIRT: 11/07/2022

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is