Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Gleymið plánetunum! Á komandi áratug munu sérfræðingar nefnilega einblína á tunglin í sólkerfinu og senda af stað marga leiðangra til að rannsaka yfirborð þeirra og jarðveg. Markmiðið er að finna ný brot úr sögu sólkerfisins – og kannski einnig líf.

BIRT: 09/12/2024

Eftir áratuga rannsóknir á reikistjörnum sólkerfisins hafa stjörnufræðingar beint augum sínum að tunglunum sem gætu verið mun áhugaverðari. Og nokkrar góðar ástæður eru fyrir því.

 

Í fyrsta lagi er líklegast að þar finnist umhverfi sem getur hýst líf. Nokkur tungl í ytra sólkerfinu geyma höf af fljótandi vatni undir ísilögðu yfirborðinu, og sum þeirra virðast einnig geyma allar helstu byggingareiningar sem lífið þarfnast.

 

Í öðru lagi eru tunglin sögulegt skjalasafn sólkerfisins. Á plánetunum hafa t.a.m. árekstragígar verið þurrkaðir út af jarðfræðilegum öflum, en það hefur ekki gerst í sama mæli á tunglunum. Þar geta stjörnufræðingar því kannað betur hvernig aðstæður voru í frumbernsku sólkerfisins.

 

Einnig gætu sum tunglanna hafa myndast langt frá plánetum sínum eins og til dæmis tunglin í kringum Mars, Úranus og Neptúnus. Þau gætu hugsanlega hafa verið smástirni eða hlutir frá hinu fjarlæga Kuiperbelti sem reikistjörnurnar hafa fangað og geta því sýnt fram á dreifingu efna annars staðar í sólkerfinu.

 

Á næstu árum munu nokkrir geimkannanir rannsaka leyndarmál tunglanna. Sum verkefnanna eru þegar hafin en önnur eru á teikniborðinu. Fáðu yfirlit yfir tunglferðirnar hér – frá innsta til ysta hluta sólkerfisins.

 

Dularfull tungl Mars 

Geimkanninn MMX lendir í stutta stund á Mars tunglinu Phobos og tekur sýni sem síðan eru flutt aftur til jarðar.

Japanskur leiðangur sækir sýni úr tungli Mars

Stjarnfræðingar hafa um áratuga skeið rætt um uppruna tunglanna Fóbos og Deimos. Annað hvort hafa þeir orðið til úr efni úr Mars sem þeyttist burt við ofsafenginn árekstur við loftstein eða þá að þeir eru sjálfir loftsteinar sem rauða plánetan hefur fangað í þyngdarsvið sitt.

 

Spurningunni verður svarað þegar vísindamenn greina þau sýni sem japanski geimkanninn MMX sækir til Fóbosar. 

 

Heiti leiðangurs: Martian Moons eXploration, JAXA.

 

Áfangastaður: Fóbos og Deimos.

 

Staða: Undirbúningur gengur samkvæmt áætlun. Geimskot árið 2026 og lending ári síðar.

 

Vatnaheimar Júpíters

Þegar JUICE kanninn fer á sporbraut um Ganymedes mun það vera í fyrsta skipti sem geimfar fer á braut um framandi tungl.

Tveir geimkannar leita í leyndum höfum

Þrjú stærstu tungl Júpíters geta öll verið með haf af fljótandi vatni undir íshellum sínum. JUICE mun rannsaka höfin á öllum þremur tunglunum en einbeita sér að því stærsta, Ganýmedes. Europa Clipper einbeitir sér að Evrópu.

 

Báðir geimkannarnir eru þaktir mælitækjum sem geta ráðið í hvort grundvallarforsendur fyrir líf sé að finna, t.d. í formi steinefna og lífrænna efnasameinda. 

 

Heiti leiðangra: JUICE, ESA og Europa Clipper, NASA.

 

Áfangastaður: Tungl Júpíters; Evrópa, Kallistó og Ganýmedes.

 

Staða: JUICE kemur 2031, Evrópa er lögð af stað.

 

Förunautur Satúrnusar 

Dróni á að fljúga um í metanheimi

Rétt eins og jörðin hefur Títan landsvæði, úthöf, vötn og fljót ásamt veðrakerfi, skýjum og úrkomu. Engu að síður er allt öðruvísi á þessu ískalda tungli Satúrnusar. Hér er það nefnilega ekki vatn heldur etan eða metan sem flýtur þannig að hýsi tunglið líf er það í grunninn allt öðruvísi en það sem við þekkjum.

 

Þetta mun Dragonfly-kanninn rannsaka með því að fljúga um og greina sýni á mismunandi stöðum á Títan. 

 

Heiti leiðangurs: Dragonfly, NASA.

 

Áfangastaður: Tungl Satúrnusar, Títan.

 

Staða: Undirbúningur gengur samkvæmt áætlun. Geimskot verður árið 2028 og lending árið 2034.

 

Ístungl Úranusar 

Eitt af tunglum Úranusar, Míranda, er þekkt fyrir íslandslag með mjög miklum hæðarmun.

Leiðangur aflar þekkingar um önnur sólkerfi

Vísindamenn vita einungis lítið eitt um tungl Úranusar. Eini geimkanninn sem hefur flogið þar hjá var Voyager 2 árið 1986.

 

Ný ferð til Úranusar verður sérlega áhugaverð eftir að stjarnfræðingar hafa ráðið hvort þessi gerð af ísrisum sé algeng meðal fjarpláneta. Hafi tungl Úranusar góðar forsendur fyrir lífi gæti hið sama átt við önnur tungl í brautum um sambærilegar plánetur. 

 

Heiti leiðangurs: Uranus Orbiter and Probe, NASA.

 

Áfangastaður: Stærstu tungl Úranusar; þ.á m. Míranda og Aríel.

 

Staða: Leiðangurinn er á teikniborðinu. Geimskot fyrst árið 2031.

 

Þjófstolið tungl Neptúnusar 

Dökkir goshverir á suðurpól Tritons bera vitni um að ískalt tunglið hefur nægan innri hita til að halda vatni fljótandi.

Geimkanni leitar uppi goshveri á fangaðri dvergplánetu

Triton er líklega dvergpláneta frá Kuiper-beltinu sem Neptúnus hefur fangað með þyngdarafli sínu. Það gæti einnig útskýrt hvers vegna máninn er á braut öfuga leið um Neptúnus.

 

Dökkir goshverir skjótast út frá yfirborðinu þannig að leiðangur til Tríton mun m.a. rannsaka hvort að undir -235 gráðu köldu yfirborðinu af frosnu köfnunarefni leynist fljótandi haf úr vatni. 

 

Heiti leiðangurs: Triton Ocean World Surveyor, NASA.

 

Áfangastaður: Neptúnusartunglið Tríton.

 

Staða: Leiðangurinn er á upphafsreit. Geimskot mögulega 2031 og koma 2047.

Ógrynni af vatni, næg orka og réttu frumefnin – tungl Júpíters, Evrópa, hefur allar forsendur til að geta hýst líf. Þess vegna heldur geimkanninn Europa Clipper af stað til að skýra eina helstu ráðgátu vísindanna: Erum við alein í alheimi?

HÖFUNDUR: Jens E. Matthiesen

Shutterstock,© JAXA,© ESA,© Ron Miller/Black Cat Studio

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is