Heilsa

Rannsókn: Óhófleg löngun í sykur gæti stafað af geðröskun

Þýska vísindamenn grunar að löngun í ákveðna fæðu snúist ekki eingöngu um vana, heldur sé hún frekar tengd andlegri líðan.

BIRT: 16/02/2025

Þú þekkir kannski tilfinninguna.

 

Skyndileg löngun í eitthvað sætt, jafnvel þótt þú sért ekki svangur.

 

Nú sýnir rannsókn frá Háskólanum í Bonn og Háskólasjúkrahúsinu í Tübingen að þetta snýst kannski ekki eingöngu um vana – heldur gæti það verið andleg líðan þín sem stýrir matarvali þínu.

 

Vísindamenn hafa í fyrsta sinn sýnt fram á beint samband milli þunglyndis og löngunar í ákveðnar fæðutegundir.

 

Þunglyndi hrjáir um 280 milljónir manna um allan heim og getur oft leitt til óhollra lífsstílsvalkosta.

 

Þess vegna er mikilvægt að skilja hvernig þunglyndi hefur áhrif á matarval okkar, svo læknar geti gripið fyrr inn í meðferðina.

 

Meiri löngun í sælgæti og súkkulaði

Í rannsókninni tóku 117 manns þátt, þar af 54 sem þjáðust af þunglyndi.

 

Þátttakendur mátu 60 mismunandi fæðutegundir sem innihéldu mismunandi hlutföll af kolvetnum, fitu og próteini.

 

Vísindamennirnir báru saman innihald fæðunnar og mat þátttakenda til að komast að því hvaða næringarefni höfðu mest áhrif á matarval þeirra sem glímdu við þunglyndi.

 

Niðurstöðurnar sýndu að þessi hópur forðaðist oft próteinríka fæðu og hafði þess í stað mikla löngun í mat sem sameinar fitu og kolvetni.

 

Því alvarlegra sem þunglyndið var, því sterkari var löngunin.

 

Þetta átti sérstaklega við um sælgæti og mjólkursúkkulaði – matvæli sem innihalda oft mikið af sykri, fitu og kolvetnum.

Serótónínkerfið er netkerfi sem stjórnar meðal annars líðan með hjálp serótóníns, en þunglyndir einstaklingar skortir það. Taugarnar eiga upptök sín í neðri hluta miðheilans og liggja sér í lagi til ennisblaðs heilabarkarins.

Vísindamenn hafa hingað til talið að löngun í kolvetnaríka fæðu stafi af aukinni matarlyst.

 

Þunglyndi getur nefnilega valdið því að fólk annaðhvort missir matarlyst eða, í mörgum tilfellum, finnur fyrir mikillar löngunar til að borða.

 

„Við getum nú sýnt fram á að það er ekki raunin. Reyndar tengist löngunin frekar alvarleika þunglyndisins í heild, sérstaklega hjá þeim sem glíma við kvíðaeinkenni,“ segir Nils Kroemer, prófessor í læknisfræðilegri sálfræði við Háskólasjúkrahúsið í Bonn, í fréttatilkynningu.

 

Vísindamennirnir leggja til að mataræði með meira próteini – eins og eggjum, kjöti, tofu og mjólkurvörum – gæti mögulega hjálpað þunglyndum sjúklingum að líða betur.

 

Rannsóknin birtist í tímaritinu Psychological Medicine.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is