Það er almenn vitneskja í dag að Miðjarðarhafsmataræði hefur góð áhrif á heilsuna, en nú hafa vísindamenn rannsakað eitt tiltekið hráefni úr þessu mataræði og hættunni á að deyja úr heilabilun.
Rannsókn unnin af vísindamönnum frá Harvard T.H. Chan School of Public Health sýnir að aðeins hálf matskeið getur skipt sköpum fyrir þá sem fá heilabilun.
Sjúkdómur sem 55 milljónir manna um allan heim þjást af og er númer sjö á listanum yfir sjúkdóma sem flestir aldraðir deyja úr.
Veldu ólífuolíu framyfir aðra fitutegundir
Fylgst var með 92.000 manns og fituneyslu þeirra. Þar kom í ljós að þeir sem neyttu að minnsta kosti 7 grömm af ólífuolíu á dag voru í minni hættu á að deyja úr heilabilun.
Þeir sem neyttu ólífuolíu voru í 28 prósent minni hættu á að deyja úr heilabilun en þeir sem borðuðu hana sjaldan, segir í rannsókninni.
Þeir skoðuðu einnig hverju það breytti að skipta út öðrum fitutegundum fyrir ólífuolíu.
„Það að velja ólífuolíu, sem er náttúruleg vara, fram yfir fitu eins og smjörlíki og majónes gefur góða raun og getur dregið úr hættu á banvænni heilabilun,“ segir Anne-Julie Tessier, næringarfræðingur við T.H. Chan School of Public Health, samkvæmt CNN.
Ólífuolía gangast á fleiri sviðum
Í rannsókninni var tekið tillit til þess hvort almennar matarvenjur þátttakenda væru hollar eður ei en prófessor í erfðafræði, þróun og umhverfi við University College London, David Curtis, telur að enn gæti verið nokkur munur á lifnaðarháttum þátttakenda.
Meira en 55 milljónir þjást af elliglapasjúkdómum og sú tala hækkar um 10 milljónir á ári. Þess vegna leita vísindamenn nú að lausnum sem geta komið í veg fyrir að þessir sjúkdómar hreiðri um sig. Nú sýnir ný rannsókn að D-vítamín gæti haft afgerandi þýðingu.
„Það er gríðarmikill munur á þeim sem neyta ólífuolíu og þeim sem neyta hennar ekki og ekki er hægt að taka með í reikninginn alla mögulegum þætti,“ segir hann.
Auk þess bendir David Curtis á að margir með heilabilun séu einnig með æðasjúkdóm og að það sé líka vel þekkt að heilbrigður lífsstíll dragi úr hættu á slíkum sjúkdómum.
„Sannað þykir að inntaka ólífuolíu tengist betri hjarta- og æðaheilbrigði og því má gera ráð fyrir minni hættu á heilabilun,“ segir hann.
Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Jama Network.