Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Vísindamenn telja líkurnar á að deyja úr sjúkdómnum minnki með neyslu þessarar fitutegundar frekar en t.d. majónesi.

BIRT: 18/05/2024

Það er almenn vitneskja í dag að Miðjarðarhafsmataræði hefur góð áhrif á heilsuna, en nú hafa vísindamenn rannsakað eitt tiltekið hráefni úr þessu mataræði og hættunni á að deyja úr heilabilun.

 

Rannsókn unnin af vísindamönnum frá Harvard T.H. Chan School of Public Health sýnir að aðeins hálf matskeið getur skipt sköpum fyrir þá sem fá heilabilun.

 

Sjúkdómur sem 55 milljónir manna um allan heim þjást af og er númer sjö á listanum yfir sjúkdóma sem flestir aldraðir deyja úr.

 

Veldu ólífuolíu framyfir aðra fitutegundir

Fylgst var með 92.000 manns og fituneyslu þeirra. Þar kom í ljós að þeir sem neyttu að minnsta kosti 7 grömm af ólífuolíu á dag voru í minni hættu á að deyja úr heilabilun.

 

Þeir sem neyttu ólífuolíu voru í 28 prósent minni hættu á að deyja úr heilabilun en þeir sem borðuðu hana sjaldan, segir í rannsókninni.

 

Þeir skoðuðu einnig hverju það breytti að skipta út öðrum fitutegundum fyrir ólífuolíu.

 

„Það að velja ólífuolíu, sem er náttúruleg vara, fram yfir fitu eins og smjörlíki og majónes gefur góða raun og getur dregið úr hættu á banvænni heilabilun,“ segir Anne-Julie Tessier, næringarfræðingur við T.H. Chan School of Public Health, samkvæmt CNN.

 

Ólífuolía gangast á fleiri sviðum

Í rannsókninni var tekið tillit til þess hvort almennar matarvenjur þátttakenda væru hollar eður ei en prófessor í erfðafræði, þróun og umhverfi við University College London, David Curtis, telur að enn gæti verið nokkur munur á lifnaðarháttum þátttakenda.

Meira en 55 milljónir þjást af elliglapasjúkdómum og sú tala hækkar um 10 milljónir á ári. Þess vegna leita vísindamenn nú að lausnum sem geta komið í veg fyrir að þessir sjúkdómar hreiðri um sig. Nú sýnir ný rannsókn að D-vítamín gæti haft afgerandi þýðingu.

„Það er gríðarmikill munur á þeim sem neyta ólífuolíu og þeim sem neyta hennar ekki og ekki er hægt að taka með í reikninginn alla mögulegum þætti,“ segir hann.

 

Auk þess bendir David Curtis á að margir með heilabilun séu einnig með æðasjúkdóm og að það sé líka vel þekkt að heilbrigður lífsstíll dragi úr hættu á slíkum sjúkdómum.

 

„Sannað þykir að inntaka ólífuolíu tengist betri hjarta- og æðaheilbrigði og því má gera ráð fyrir minni hættu á heilabilun,“ segir hann.

 

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Jama Network.

HÖFUNDUR: STINE HANSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Fimm ráð vísindamanna til að lífið verði hamingjuríkara

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is