Heilsa

Rannsókn: Þekkt sætuefni sem m.a. er notað er í tannkrem getur aukið hættu á hjartasjúkdómum

Í ljós kom að einstaklingar með þetta sætuefnið í blóði sínu var í aukinni hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma.

BIRT: 22/06/2024

Hópur vísindamanna rannsakaði sætuefni sem þá hafði lengi vel grunað að væri heilsuspillandi.

 

Sætuefnið er útbreitt og er meðal annars notað í tyggjó, sykurlausan brjóstsykur og tannkrem.

 

Niðurstaðan kom þeim lítið á óvart en sætuefnið jók hættuna á hjartaáföllum og heilablóðfalli.

 

„Rannsóknin sýnir enn og aftur að það er mikil þörf á að rannsaka sykuralkóhól og gervisætuefni, sérstaklega vegna þess að enn er verið að ráðleggja þau í baráttunni gegn offitu og sykursýki,“ segir Stanley Hazen, einn þeirra sem vann rannsóknina, í fréttatilkynningu.

 

Sætuefnið sem var rannsakað er xýlitol – sykuralkóhól sem einkennist af því að vera ekki eins sætt og önnur gervisætuefni.

 

Sætuefnið hefur áhrif á blóðið

Neysla á sætuefninu xýlitol gaf aukna hættu á heilablóðfalli og hjartaáfalli samkvæmt fjölmörgum rannsóknum sem vísindamennirnir unnu.

 

3000 einstaklingar frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu tóku þátt í rannsókninni. Vísindamennirnir byrjuðu á því að skoða hvort þeir sem voru með mest xýlitol í blóðinu væru í meiri hættu á að fá hjartasjúkdóm eða fá hjartaáfall.

 

Og það var raunin, segja vísindamennirnir í fréttatilkynningu.

 

Vísindamennirnir tóku einnig eftir því að fólk sem hafði notað sætuefnið var líklegra til að vera með blóðflögur sem storknuðu, en það getur leitt til blóðtappa.

 

Að lokum fylgdust vísindamennirnir með tveimur hópum. Annar hópurinn fékk drykk sem innihélt  xýlitol og hinn hópurinn drykk með sykri. Í hópnum sem fékk sætuefnið jókst hættan á blóðþykknun – eða storknun – strax eftir neyslu.

Nýjar rannsóknir sýna að áhættan við að borða mikið unninn mat getur verið mun meiri en flestir hafa haldið hingað til.

Ekki henda tannkreminu strax

Þó að niðurstöðurnar geti gefið tilefni til að skoða hvort það sé xýlitol í tannkreminu þínu telur Stanley Hazen að ekki þurfi að henda tannkreminu.

 

„En við ættum að vera meðvituð um að neysla á vöru með hátt innihald getur aukið hættuna á blóðtappatengdum atburðum,“ segir hann í fréttatilkynningunni.

 

Stanley Hazen leggur áherslu á að frekari rannsóknir þurfi að fara fram á hinum svokölluðu sykuralkóhólum til að vera í stakk búinn að veita réttar ráðleggingar um notkun þeirra.

 

Rannsóknin var unnin af vísindamönnum frá Lerner rannsóknarstofnuninni í Bandaríkjunum og var birt í vísindatímaritinu European Heart Journal.

HÖFUNDUR: STINE HANSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Heilsa

Vísindamenn: Blóðsýni afhjúpa elliglöp 15 árum fyrir einkenni

Maðurinn

Af hverju erum við með mismunandi blóðflokka?

Alheimurinn

Bilaðasta tilraun heims: Komdu með í ferðalag til endimarka alheims

Maðurinn

Getur kláði verið smitandi?

Alheimurinn

Jörðinni var bjargað af illa tvíbura sínum

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is