Öllum frumum líkamans hrakar með aldrinum og sjónfrumum augans hnignar hraðar en við á um aðrar frumur líkamans.
Þó er ekki öll von úti enn, því með einfaldri ljósameðferð er unnt að hægja á ferlinu og snúa jafnvel þróuninni við, ef marka má tilraunir sem vísindamenn við University College í London gerðu.
Vísindamennirnir fengu 24 einstaklinga á aldrinum 28 til 72 ára til að horfa í rautt ljós úr vasaljósi í alls þrjár mínútur daglega í tvær vikur. Fyrir og eftir ljósameðferðina var sjón þátttakendanna mæld með tilliti til litasjónar og nætursjónar, þ.e. getunnar til að greina hluti í daufri birtu.
Fylgist með tilrauninni, þrep fyrir þrep
Langbylgjuljós ljær sjónfrumunum nýja orku
Flestir byrja að glata skynjun í sjónfrumum í kringum fertugt en rautt langbylgjuljós endurræsir orkuver frumnanna, ef marka má nýjustu tilraunir.
1. Ljósið lendir á sjónhimnunni
Tilraunin gekk út á það að láta þátttakendurna lýsa í augu sér með rauðu ljósi á bylgjulengdinni 670 nanómetrar. Meðferðin stóð yfir í tvær vikur og var sjónhimnan virkjuð með þessu móti í þrjár mínútur á dag.
2. Sjónfrumurnar gleypa ljósið
Sjónfrumur sjónhimnunnar drukku rauða ljósið í sig en frumur þessar daprast einmitt með aldrinum. Þetta á bæði við um svonefndar keilur (sem nema liti) og stafi (sem nema birtu).
3. Orkan í frumunum eykst
Ljósið veldur því að orkuver frumnanna, svokallaðir hvatberar, framleiða meira af orkusameindinni ATP. Við það verða sjónfrumurnar næmari og bæði lit- og nætursjón skerpist.
Langbylgjuljós ljær sjónfrumunum nýja orku
Flestir byrja að glata skynjun í sjónfrumum í kringum fertugt en rautt langbylgjuljós endurræsir orkuver frumnanna, ef marka má nýjustu tilraunir.
1. Ljósið lendir á sjónhimnunni
Tilraunin gekk út á það að láta þátttakendurna lýsa í augu sér með rauðu ljósi á bylgjulengdinni 670 nanómetrar. Meðferðin stóð yfir í tvær vikur og var sjónhimnan virkjuð með þessu móti í þrjár mínútur á dag.
2. Sjónfrumurnar gleypa ljósið
Sjónfrumur sjónhimnunnar drukku rauða ljósið í sig en frumur þessar daprast einmitt með aldrinum. Þetta á bæði við um svonefndar keilur (sem nema liti) og stafi (sem nema birtu).
3. Orkan í frumunum eykst
Ljósið veldur því að orkuver frumnanna, svokallaðir hvatberar, framleiða meira af orkusameindinni ATP. Við það verða sjónfrumurnar næmari og bæði lit- og nætursjón skerpist.
Niðurstöðurnar leiða í ljós að fólk yfir fertugu öðlast að öllu jöfnu betri sjón eftir meðferðina, bæði hvað snertir nætursjón en þó enn fremur litasjón sem batnar enn meira eða um heil 20 prósent.
Orkuver frumnanna tæmast
Ástæða þessa er sú að þessir tveir þættir af sjón myndast af tveimur ólíkum frumutegundum í sjónhimnunni. Svokallaðar keilur skynja liti á meðan stafir sjá okkur fyrir nætursjón. Báðar þessar frumutegundir glata næmni sinni með aldrinum, sökum þess að orkuver þeirra, svonefndir hvatberar, missa getuna til að framleiða sameindina ATP.
Rautt ljós úr sérstöku vasaljósi getur gætt sjónfrumurnar nýju lífi eftir að þær taka að daprast hjá fólki yfir fertugu.
Hvatberarnir drekka í sig rautt langbylgjuljós þannig að orkuframleiðslan eykst en áhrifanna gætir hvað mest í keilunum sökum þess hve orkufrekar þær eru.
Viðvörun: Notið einungis rétta ljósið!
Í tilrauninni voru notuð vasaljós sem gefa frá sér rauða birtu á 670 nanómetra bylgjulengd. Ef marka má vísindamenn er unnt að framleiða slík ljós fyrir rúmlega 2.000 íslenskar krónur, svo meðhöndlunin ætti að geta orðið öllum aðgengileg. Við bendum lesendum þó á að að gera ekki slíkar tilraunir með vasaljósum sem ekki eru ætluð fyrir slíka meðhöndlun og alls ekki með leysigeislum sem geta valdið alvarlegum skemmdum á augum.