Náttúran

Risaskjaldbaka reyndist ekki vera útdauð

Líffræðingar hafa fundið lifandi einstakling skjaldbökutegundar sem hingað til var talin útdauð. Uppgötvunin gefur vonir um að hægt sé að byggja upp stofninn að nýju.

BIRT: 13/08/2022

Á Galapagoseyjunni Fernandina hafa líffræðingar fundið lifandi risaskjaldböku sem þeir héldu að hefði dáið út fyrir 116 árum.

 

Skjaldbakan fannst árið 2019 og nú hafa vísindamenn frá Yale birt DNA sýnin. Þetta er vissulega tegundin Chelonoidis phantasticus, sem hefur ekki sést síðan árið 1906.

 

Skjaldbakan er fullorðið kvendýr en líffræðingar hafa einnig fundið ummerki um fleiri dýr. Það gæti þýtt að stofninn sé fær um að byggja sig upp að nýju.

 

Fram að þessu héldu líffræðingar að risaskjaldbökur gætu aðeins lifað af  á eyjum þar sem þeir ættu enga óvini eða keppinauta. En það er ekki allskostar rétt, samkvæmt nýju ættartré sem vísindamenn hafa búið til út frá steingervingum.

 

Það sýnir að risaskjaldbökur hafa birst margoft í þróunarsögunni og oft á meginlandi Afríku, Asíu og Suður-Ameríku.

Risaskjaldbökur komu fyrst fram á landi. Það sýnir nýtt ættartré sem vísindamennirnir hafa búið til úr skjaldbökusteingervingum.

 

Tvær örstuttar um skjaldbökur

Einmana George var síðasti einstaklingurinn af  tegundinni Chelonoidis abingdoni. Risaskjaldbakan náði um það bil 100 ára aldri.

 

© COLLART Hervé / Sygma / Getty Images

Stórar skjaldbökur eru með ofurgen

Vísindamenn hafa kortlagt gen úr skjaldbökunni Einmana- Georg eða Lonesome George eins og hann kallaðist á ensku, sem dó árið 2012, um 100 ára gamall. Einmana-Georg lifði á eyjunni Pinta og var sá síðasti sinnar tegundar.

 

Rannsóknin sýndi að erfðavísar risaskjaldbaka veitir þeim sterkt ónæmiskerfi sem er einstaklega gott í að bæta DNA skemmdir og hindra vöxt krabbameinsfrumna.

 

Gopher skjaldbakan er sérstaklega mikilvæg skjaldbökutegund, en holur þeirra hýsa meira en 360 aðrar dýrategundir.

 

 

© Alamy / ImageSelect

Vísindamenn styðja við ungviðið

Líffræðingar frá Georgíu-ríki í Bandaríkjunum hafa sannað að ræktun á gopher skjaldbökum getur bjargað villtum stofni.

 

Vísindamennirnir söfnuðu og klöktu 145 eggjum, fóstruðu ungviðið þar til um eins árs aldur og slepptu þeim svo út í náttúruna. Ári síðar voru 70 % þeirra enn á lífi, sem má telja góðan árangur.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Eðlisfræðingar afnema hlutlægan raunveruleika 

Lifandi Saga

Af hverju vill Indland heita Bharat?

Lifandi Saga

Hve mikið af gulli fannst í gullæðinu?

Alheimurinn

Með þvergöngu Venusar var hægt að mæla sólkerfið

Lifandi Saga

Uppreisn Castros velti einræðisherranum úr sessi

Lifandi Saga

Ástæðan fyrir falli Tróju

Alheimurinn

Dálítill fróðleikur um eitt helsta afrek mannsandans 

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is