Lifandi Saga

Risastórt tré var 13 daga að falla

Fáir trúðu því að u.þ.b. 100 metra há tré væru til – þar til hópur skógarhöggsmanna var sendur út árið 1891 til að koma heim með sönnun þess.

BIRT: 01/11/2024

Á 19. öld sögðu gullgrafarar og skinnaveiðimenn frá því að í Sierra Nevada í Kaliforníu yxu allt að 100 metra há tré.

 

Einn þeirra sem fullyrti að hafa séð þessi risavöxnu tré var bjarndýraveiðimaðurinn Augustus T. Down. Í viðtali við kaliforníska dagblaðið Sonora Herald árið 1852 lýsti hann þeim sem „gígantískum“.

 

Frásögn hans barst til stórborga Bandaríkjanna en fæstir trúðu að svona risatré væru í raun og veru til. Til að laða að gesti ákvað Náttúrusögusafnið í New York (American Museum of Natural History) að fá til sýningar eitt af þessum kalifornísku risatrjám.

 

Verkefnið var fjármagnað af járnbrautamógúlnum Collis Potter Huntington og árið 1891 var flokkur skógarhöggsmanna sendur af stað til að fella hæsta tréð í Sierra Nevada.

 

Þversneið vó mörg tonn

Þegar árið 1847 höfðu lýsingar og teikningar af þessum risatrjám vakið athygli austurríska grasafræðingsins Stephans Ladislaus Endlicher og hann gaf þeim heitið Sequoiadendron giganteum.

 

Sequoya var nafn bandarísks málvísindamanns af frumbyggjaættum sem austurríkismaðurinn dáðist mjög að. Giganteum nafnið segir sig sjálft: Trén voru gígantísk. Skógarhöggsmennirnir völdu árið 1891 tré sem var kallað „Mark Twain“ eftir rithöfundinum fræga.

 

Sagan segir að hann hafi séð tréð og undrast hæð þess sem mældist 100,9 metrar. Breidd stofnsins var tæpir 5 metrar.

Sequoiatré eins og „Mark Twain“ klofna auðveldlega sem gerir þau óhentug sem smíðavið.

Það tók 13 daga að fella tréð með öxum og handsögum. Eins tonns þung þversneið úr trénu var flutt á sérsmíðuðum vagni dregnum af 12 múldýrum. Afgangurinn af trénu var sagaður niður og timbrið selt vínbændum.

Flestir sagnfræðingar eru á einu máli um að fyrstu evrópsku landnemarnir hafi haft ketti með sér til Ameríku. Þó er ekki útilokað að þessir mjúku músaveiðarar hafi numið land þar löngu fyrr.

Þversneiðin var síðan flutt með lest á safnið í New York og fólk streymdi að. Af árhringunum á þversneiðinni mátti ráða að „Mark Twain“ væri a.m.k. 1.300 ára gamalt.

 

Í dag eru sequoia trén friðuð og þau geta lifað í meira en 3.000 ár sem skýrir hve óhemju stór þau geta orðið.

 

Hæsta Sequoi tréð í dag, „General Sherman“ er 83 metra hátt.

HÖFUNDUR: Natasja Broström , Andreas Abildgaard

© C. C. Curtis/Wikimedia Commons. © Nataliia K/Shutterstock/C. C. Curtis/Wikimedia Commons

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

Maðurinn

Þess vegna bragðast ávaxtasafi ekki vel eftir að þú burstar tennur

Maðurinn

Þjálfið heilann: Málgreind

Lifandi Saga

Hver var fyrstur dæmdur fyrir stríðsglæpi? 

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is