Á 19. öld sögðu gullgrafarar og skinnaveiðimenn frá því að í Sierra Nevada í Kaliforníu yxu allt að 100 metra há tré.
Einn þeirra sem fullyrti að hafa séð þessi risavöxnu tré var bjarndýraveiðimaðurinn Augustus T. Down. Í viðtali við kaliforníska dagblaðið Sonora Herald árið 1852 lýsti hann þeim sem „gígantískum“.
Frásögn hans barst til stórborga Bandaríkjanna en fæstir trúðu að svona risatré væru í raun og veru til. Til að laða að gesti ákvað Náttúrusögusafnið í New York (American Museum of Natural History) að fá til sýningar eitt af þessum kalifornísku risatrjám.
Verkefnið var fjármagnað af járnbrautamógúlnum Collis Potter Huntington og árið 1891 var flokkur skógarhöggsmanna sendur af stað til að fella hæsta tréð í Sierra Nevada.
Þversneið vó mörg tonn
Þegar árið 1847 höfðu lýsingar og teikningar af þessum risatrjám vakið athygli austurríska grasafræðingsins Stephans Ladislaus Endlicher og hann gaf þeim heitið Sequoiadendron giganteum.
Sequoya var nafn bandarísks málvísindamanns af frumbyggjaættum sem austurríkismaðurinn dáðist mjög að. Giganteum nafnið segir sig sjálft: Trén voru gígantísk. Skógarhöggsmennirnir völdu árið 1891 tré sem var kallað „Mark Twain“ eftir rithöfundinum fræga.
Sagan segir að hann hafi séð tréð og undrast hæð þess sem mældist 100,9 metrar. Breidd stofnsins var tæpir 5 metrar.
Sequoiatré eins og „Mark Twain“ klofna auðveldlega sem gerir þau óhentug sem smíðavið.
Það tók 13 daga að fella tréð með öxum og handsögum. Eins tonns þung þversneið úr trénu var flutt á sérsmíðuðum vagni dregnum af 12 múldýrum. Afgangurinn af trénu var sagaður niður og timbrið selt vínbændum.
Flestir sagnfræðingar eru á einu máli um að fyrstu evrópsku landnemarnir hafi haft ketti með sér til Ameríku. Þó er ekki útilokað að þessir mjúku músaveiðarar hafi numið land þar löngu fyrr.
Þversneiðin var síðan flutt með lest á safnið í New York og fólk streymdi að. Af árhringunum á þversneiðinni mátti ráða að „Mark Twain“ væri a.m.k. 1.300 ára gamalt.
Í dag eru sequoia trén friðuð og þau geta lifað í meira en 3.000 ár sem skýrir hve óhemju stór þau geta orðið.
Hæsta Sequoi tréð í dag, „General Sherman“ er 83 metra hátt.