Rafmagnsstóllinn

Í New York kraumaði óánægja almennings vegna langdreginna, sársaukafullra henginga en tannlæknir sem var hugfanginn af rafmagni, taldi sig hafa lausnina.

Hver fór fyrstur í rafmagnsstólinn?

Lestími: 3 mínútur.

Fyrsti maðurinn sem fékk þann vafasama heiður að enda ævina í rafmagnsstólnum var Bandaríkjamaðurinn William Kemmler.

Líflátsdómnum yfir honum var fullnægt 6. ágúst 1890 en hann var dæmdur til dauða fyrir að drepa konuna sína með exi.

Þessi banvæni stóll sem batt enda á ævi Kemmlers, var uppfinning tannlæknisins Alfreds Southwick og átti rætur að rekja til ársins 1881.

Hann fékk hugmyndina um snöggan rafstraumsdauðdaga eftir að hafa frétt af drukknum manni sem lést samstundis þegar hann studdi hendinni á rafal.

Hestar voru vinsæl fórnarlömb í tilraunum með rafstraumsaftökur á níunda áratug 19. aldar.

Hundar og hestar fyrstu fórnarlömbin

Talsverður fjöldi dýra þurfti að fórna lífinu áður en rafmagnsstóllinn var tekinn í gagnið í bandarískum fangelsum.

Uppfinningamaðurinn sjálfur, Alfred Southwick, aflífaði mörg hundruð flækingshunda og ketti þegar hann gerði fyrstu tilraunir sínar í Buffalo í New York-rík

Seinna voru fjölmargir hestar líflátnir þegar yfirvöld voru að reyna að finna nákvæmlega réttan straumstyrk fyrir aftökurnar.

Eftir allmargar tilraunir þróaði Southwick fyrsta rafmagnsstól sögunnar með því að sameina áhuga sinn fyrir rafmagni og hefðbundinn tannlæknastól.

Uppfinning Southwicks kom einmitt á sama tíma og mjög hitnaði í kolunum í bandarískri umræðu um dauðarefsingar.

Í mörgum ríkjum var almenningur búinn að fá nóg af langdregnum og kvalafullum hengingum og mótmæli urðu svo útbreidd að yfirvöld tóku að svipast um eftir mannúðlegri aðferðum til að taka dauðadæmda af lífi.

Árið 1886 var í New York-ríki skipuð nefnd til að rannsaka heppilegri aðferðir en hengingu og nefndin valdi uppfinningu Southwicks.

Þann 1. janúar 1889 urðu yfirvöld í New York-ríki fyrst til að ákveða að taka dauðadæmda af lífi í rafmagnsstólnum.

(Visited 1.616 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR