Maðurinn

Sálfræðingar: Þú getur breytt persónuleikanum

Þótt persónuleikinn sé nokkuð stöðugur alla ævi, má þó forma hann aðeins, að sögn fjölþjóðahóps vísindamanna.

BIRT: 24/11/2024

Þegar við tökum aftur upp samband við gamla vini, sjáum við hversu lítið persónuleikinn hefur breyst í tímans rás.

 

Þótt við getum trúlega ekki gert neinar viðamiklar breytingar á persónuleika okkar, þá staðhæfir nú hópur vísindamanna hjá Washingtonháskóla, St. Louisháskóla í BNA og Zürichháskóla í Sviss að það sé fyllilega raunhæft að aðlaga hann.

 

Vísindamennirnir birta jafnframt eins konar leiðarvísi um það hvernig fólk – án tillits til aldurs – geti formað persónuleika sinn til hins betra.

 

Þegar vísindamenn tala um persónuleika, eiga þeir einkum við það hvernig við hugsum, skynjum og berum okkur að, bæði gagnvart okkur sjálfum og öðrum.

 

Persónuleikaeinkenni verða að vana

Á grundvelli fjölmargra eldri rannsókna nefna vísindamennirnir fjögur þrep fyrir aðlögun persónuleikans.

 

Tilgangurinn er að aðstoða fólk við að koma sér upp nýjum persónuleikaeinkennum sem með tíð og tíma geti komist upp í vana.

 

Allt frá því að við fæðumst erum við nefnilega stöðugt að tileinka okkur vana og vinna úr reynslu og jafnvel áföllum og þannig smíðum við okkur persónuleika.

 

Áður en þú hefst handa þarftu að ákvarða hvaða þáttum persónuleikans þú vilt breyta.

 

Þegar það er komið á hreint geturðu farið að feta þig áfram þau fjögur þrep sem vísindamennirnir telji að þurfi að taka í ákveðinni tímaröð.

 

Til að byrja með þarftu að skapa þér heppilegar aðstæður til að æfa þig í að hugsa og koma fram á annan hátt en venjulega.

 

Streita er t.d. óheppileg fyrir slíka þróun, þar eð hún tekur frá þér þá orku sem til þarf.

Tilviljanir mótar eiginleika

Þegar heilinn þroskast ýta taugafrumurnar hver við annarri. Þetta getur mótað persónuleikann á tilviljanakenndan hátt.

1. Tvíburar fylgja sömu uppskrift

Í eineggja tvíburum fylgir þroski heilans sömu genauppskrift. Stofnfrumur skipta sér eins og mynda nýjar taugafrumur og tengingar.

2. Tilviljun snýr frumunum

Í báðum tvíburunum hefur stofnfruma getið af sér fimm taugafrumur en í öðrum hafa tvær snúist öfugt (rauðar) vegna þrýstings.

3. Tengingar breyta persónuleika

Taugafrumur mynda tengingar (grænar) hver við aðra í tauganeti. Vegna tilviljunarinnar berast taugaboð tvíburanna í gagnstæðar áttir og persónuleikinn verður ekki eins.

Næsta skref felst í því að breyta aðstæðum í umhverfi þínu.

 

Samkvæmt rannsókninni þarftu einkum að hafa yfirsýn yfir þær aðstæður sem skapa viðbrögðin sem þú vilt losna við.

 

Finnist þér t.d. vinnustaðurinn hamla þér í þessu efni, gæti verið athugandi að skipta um vinnu.

 

Búferlaflutningar veita t.d. upplagt tækifæri til að breyta fleiru í leiðinni, segja vísindamennirnir.

 

Breytingar af þessu tagi byggja undir þriðja þrepið: að styrkja hið breytta atferli.

 

,,Fake it till you make it”

Það getur snúist um að umgangast fremur fólk sem styður við þá þróun sem þú hefur í huga. Segðu fólki í kringum þig frá áætlunum þínum til að það eigi auðveldara með að styðja við bakið á þér og hvetja þig áfram.

 

Í fjórða og síðasta þrepinu áttu að festa hinn nýja persónuleika þinn í sessi. Það felur í sér að beita t.d. nýjum venjum og viðbrögðum alls staðar þar sem því verður við komið.

 

Vísindamennirnir á bak við rannsóknina lýsa ferlinu með enska orðatiltækinu „fake it till you make it.“

 

Raunveruleg merking þess er ekki fjarri íslenska máltækinu „æfingin skapar meistarann.“

 

Það er sem sagt ekki nauðsynlegt að nýtt atferli virki fullkomlega eðlilegt strax í byrjun.

 

Það er þó vert að taka fram að þessi fjögurra þrepa aðferð byggist einungis á niðurstöðum eldri rannsókna. Vísindamennirnir hafa ekki sjálfir gert neina slíka tilraun.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

Shutterstock,© Shutterstock & Lotte Fredslund

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is