Náttúran

Samkvæmt vísindamönnum er sjötta fjöldaútrýmingarbylgjan að verða að veruleika: En svona getum við forðast hana

Vísindamenn hafa reiknað út að unnt sé að bjarga þeim tegundum sem eru í mestri útrýmingarhættu með því að friða lítil landsvæði.

BIRT: 08/12/2024

Sérfræðingar hafa á grundvelli rannsókna árum saman bent á þá staðreynd að við erum á leið inn í sjöttu fjöldauðabylgjuna.

 

Og í fyrsta sinn er það af mannavöldum.

 

Nú hefur fjölþjóðlegur hópur vísindamanna skoðað hvað unnt sé að gera til að fækka þeim tegundum sem fyrirsjáanlega munu deyja út.

 

Þetta er stór hópur og alls hafa vísindamennirnir bent á 16.825 svæði á hnettinum, þar sem grípa þurfi til aðgerða ef við eigum að komast hjá útrýmingu gríðarlegs fjölda tegunda.

 

En það þarf kannski minna til en flest fólk gæti ímyndað sér.

 

Þótt talan 16.825 virðist nokkuð há, segja vísindamennirnir í fréttatilkynningu að mörg þessara svæða liggja þétt að landsvæðum sem þegar eru friðlýst.

 

Svæði 4.700 tegunda á að vernda

Meðal tegunda í útrýmingarhættu eru spendýr, fuglar, froskdýr og sjaldséðar plöntur.

 

Samkvæmt niðurstöðum vísindamannanna stafar útrýmingarhættan oftast annað hvort af því að tegundirnar hafi mjög lítið landsvæði til að þrífast eða vegna þess hve fáir einstaklingar eru eftir. Og oft fer þetta tvennt saman.

 

Það kom nokkuð á óvart að niðurstöðurnar skyldu sýna að ekki þarf nema 1,2% af yfirborði hnattarins til að komast hjá þessari fyrirsjáanlegu fjöldaútrýmingu.

 

Þessi tæplega 17.000 svæði ná samtals yfir 160 milljónir hektara og á þeim búa meira en 4.700 tegundir í útrýmingarhættu.

 

Að öllu samanlögðu er þetta auðvitað stórt landsvæði en vísindamennirnir segja góðu fréttirnar vera þær að meira en þriðjungur eða 38% þessa lands, liggja upp að landi sem þegar hefur verið friðlýst og þess vegna sé bæði ódýrara og auðveldara að bregðast við.

5 sinnum hefur líf horfið

  • Fyrir 444 milljón árum: 85% allra tegunda dóu út.

 

  • Fyrir 419 milljón árum: 70-80% tegundanna hurfu.

 

  • Fyrir 252 milljón árum: 90-95% tegunda þurrkuðust út.

 

  • Fyrir 201 milljón árum: 76% allra tegunda hurfu.

 

  • Fyrir 66 milljón árum: 50% tegunda dóu út.

Skógar á Madagaskar, regnskógar á eynni Sulawesi í Indónesíu og asparskógar í Kanada eru meðal þeirra staða sem eru á lista vísindamannanna. sem birtist í vísindatímaritinu Frontiers in Science.

 

Og rúsínan í pylsuendanum er að sögn vísindamannanna að aðgerðirnar muni ekki einungis gagnast tegundum í útrýmingarhættu, heldur muni einnig gagnast í loftslagsbaráttunni þar eð vernduðu svæðin muni binda meira magn koltvísýrings.

HÖFUNDUR: Stine Hansen

© Martin Mecnarowski /Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is