Einfalt dansleikjaspil gæti í framtíðinni hjálpað læknum og sálfræðingum að greina einhverfu.
Að minnsta kosti er það von vísindamanna við Nottingham Trent háskólann, eftir að þeir þróuðu nýja aðferð sem gæti afhjúpað hvort börn séu með röskunina.
Einkenni einhverfu skarast oft á við aðrar taugaraskanir, eins og ADHD, og því getur stundum reynst erfitt að uppgötva einhverfu hjá börnum.
En nýja spilið er sagt geta fundið allt að 80% tilfella einhverfu hjá börnum með því að greina hegðun barnanna á nýstárlegan hátt
„Þetta gæti hugsanlega gjörbylt einhverfugreiningu um allan heim,“ segir Stewart Mostofsky í fréttatilkynningu.
Hann er barnataugafræðingur og hefur tekið þátt í vísindalegri rannsókn á tækni þessari.
Eiga erfitt með að herma eftir
Einhverfa skiptist í nokkrar mismunandi raskanir og er því oft kölluð einhverfurófsröskun.
Flestir á rófinu eiga meira eða minna í erfiðleikum með gagnkvæm félagsleg samskipti og tjáningu.
Þess vegna horfa læknar oftast á samskiptahæfni þegar verið er að greina börn með einhverfu.
En nýja tæknin, sem vísindamennirnir hafa þróað og nefna Computerized Assessment of Motor Imitation, horfir í staðinn á þær áskoranir sem einhverfir einstaklingar eiga með að herma eftir hreyfingum og látbragði annarra.
Sjáðu hreyfingarnar sem börnin áttu að herma eftir hér:
Eitthvað sem getur gert félagsleg samskipti þeirra enn erfiðari.
Hátt hlutfall réttmætra niðurstaðna
Vísindamennirnir prófuðu 183 börn á aldrinum 7 til 13 ára, sem annaðhvort voru með einhverfu, ADHD eða hvorugt.
Flest höfum við yfir að ráða afbrigði af erfðavísi sem gerir okkur móttækileg fyrir geðklofa en þetta sama gen tengist jafnframt sköpunargáfunni. Lestu um hvernig hæfileikar okkar tengjast geðrænum kvillum órjúfanlegum böndum:
Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að hæfileikar okkar tengjast geðrænum kvillum órjúfanlegum böndum.
Börnin áttu að herma eftir hreyfingum í einnar mínútu löngu myndskeiði. Búnaðurinn greindi síðan hreyfingar þeirra og ákvarðaði hvort barnið væri með einhverfu eða ADHD.
Niðurstöður greiningarinnar sýndu að tækið gat greint börn með einhverfu með 80% nákvæmni.
Búnaðurinn gat einnig aðgreint börn með einhverfu frá börnum með ADHD með 70% nákvæmni.
Það er mikilvægt að börn fái rétta aðstoð ef þau eru með einhverfu eða ADHD, og því vona vísindamennirnir að tæknin þeirra muni í framtíðinni hjálpa til við að greina fleiri börn með erfiðleika.
Vísindamennirnir birtu grein um myndskeiðið og aðferðina í vísindaritinu The British Journal of Psychiatry.