Maðurinn

Sjáðu þetta: Einnar mínútu langt myndskeið getur afhjúpað einhverfu hjá börnum

Vísindamenn hafa fundið nýja og skilvirka aðferð til að greina hvaða börn eru með einhverfu. Aðferðin, með þessari nýju nálgun á greiningarferlið, lofar góðu.

BIRT: 10/02/2025

Einfalt dansleikjaspil gæti í framtíðinni hjálpað læknum og sálfræðingum að greina einhverfu.

 

Að minnsta kosti er það von vísindamanna við Nottingham Trent háskólann, eftir að þeir þróuðu nýja aðferð sem gæti afhjúpað hvort börn séu með röskunina.

 

Einkenni einhverfu skarast oft á við aðrar taugaraskanir, eins og ADHD, og því getur stundum reynst erfitt að uppgötva einhverfu hjá börnum.

 

En nýja spilið er sagt geta fundið allt að 80% tilfella einhverfu hjá börnum með því að greina hegðun barnanna á nýstárlegan hátt

 

„Þetta gæti hugsanlega gjörbylt einhverfugreiningu um allan heim,“ segir Stewart Mostofsky í fréttatilkynningu.

 

Hann er barnataugafræðingur og hefur tekið þátt í vísindalegri rannsókn á tækni þessari.

 

Eiga erfitt með að herma eftir

Einhverfa skiptist í nokkrar mismunandi raskanir og er því oft kölluð einhverfurófsröskun.

 

Flestir á rófinu eiga meira eða minna í erfiðleikum með gagnkvæm félagsleg samskipti og tjáningu.

 

Þess vegna horfa læknar oftast á samskiptahæfni þegar verið er að greina börn með einhverfu.

 

En nýja tæknin, sem vísindamennirnir hafa þróað og nefna Computerized Assessment of Motor Imitation, horfir í staðinn á þær áskoranir sem einhverfir einstaklingar eiga með að herma eftir hreyfingum og látbragði annarra.

 

Sjáðu hreyfingarnar sem börnin áttu að herma eftir hér:

Eitthvað sem getur gert félagsleg samskipti þeirra enn erfiðari.

 

Hátt hlutfall réttmætra niðurstaðna

Vísindamennirnir prófuðu 183 börn á aldrinum 7 til 13 ára, sem annaðhvort voru með einhverfu, ADHD eða hvorugt.

 

Flest höfum við yfir að ráða afbrigði af erfðavísi sem gerir okkur móttækileg fyrir geðklofa en þetta sama gen tengist jafnframt sköpunargáfunni.  Lestu um hvernig hæfileikar okkar tengjast geðrænum kvillum órjúfanlegum böndum:

Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að hæfileikar okkar tengjast geðrænum kvillum órjúfanlegum böndum.

Börnin áttu að herma eftir hreyfingum í einnar mínútu löngu myndskeiði. Búnaðurinn greindi síðan hreyfingar þeirra og ákvarðaði hvort barnið væri með einhverfu eða ADHD.

 

Niðurstöður greiningarinnar sýndu að tækið gat greint börn með einhverfu með 80% nákvæmni.

 

Búnaðurinn gat einnig aðgreint börn með einhverfu frá börnum með ADHD með 70% nákvæmni.

 

Það er mikilvægt að börn fái rétta aðstoð ef þau eru með einhverfu eða ADHD, og því vona vísindamennirnir að tæknin þeirra muni í framtíðinni hjálpa til við að greina fleiri börn með erfiðleika.

 

Vísindamennirnir birtu grein um myndskeiðið og aðferðina í vísindaritinu The British Journal of Psychiatry.

HÖFUNDUR: Stine Hansen

© Nottingham Trent University

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is