Náttúran

Sjáið furðuverurnar: Óþekktar tegundir leynast í djúpinu 

Við höfum líklega einungis uppgötvað um þriðjung af dýrategundum djúphafsins og í hvert sinn sem kafað er niður í djúpið koma í ljós nýjar furðuskepnur í myrkrinu. Hér gefur að líta nokkrar dularfullar skepnur.

BIRT: 31/01/2025

Samkvæmt sjávarlíffræðingum höfum við aðeins uppgötvað um þriðjung þeirra tegunda sem finnast í hafdjúpunum. Og það eru ekki bara lítil dýr sem á eftir að uppgötva. Óþekktar tegundir eins og hvalir, risakolkrabbar og stórir fiskar kunna að leynast í 95 prósentum hafsins sem menn hafa ekki enn kannað.

 

Djuphafið er ekki auðveldur staður til að rannsaka og í raun ekki heldur til að búa í. Mikill þrýstingur er sérstaklega krefjandi – bæði fyrir djúpsjávartegundirnar og fyrir faratækin sem eiga að rannsaka þær.

 

Fyrir hverja tíu metra sem kafað er eykst þrýstingurinn um eitt kíló á hvern fersentimetra af líkamsyfirborði – á 8000 metra dýpi er þrýstingurinn til dæmis svo mikill að hann jafngildir því að hafa fíl standandi á þumalfingri.

 

Djúpsjávardýr lifa aðeins af vegna þess að líkami þeirra og lífsstíll er allt öðruvísi en okkar.

 

Pelikanáll 

Ein máltíð dugar út lífið

Það er lítið um auðfengna fæðu í undirdjúpunum og því ber að nýta hana sem best þegar hún verður á vegi manns. Jafnvel þó að bráðin sé stærri heldur en soltinn ránfiskurinn.

 

Djúphafsfiskurinn pelikanáll getur gleypt bráð sem er bæði stærri og lengri en hann sjálfur. Pelikanállinn er nefnilega búinn gríðarstóru gini og maga sem getur þanist út í margfalda eðlilega stærð sína. Slík bráð er því kærkomin risastór munnfylli.

 

Margir sérfræðingar telja að sumir djúphafsfiskar nærist þá fyrst þegar þeir eru orðnir fullvaxnir. Sú máltíð þarf því að innihalda nægjanlega orku til að fiskurinn geti fundið maka og getið af sér afkvæmi. 

 

Lensuháfur 

Lensuháfurinn er með bleika húð. Þetta er þó ekki vegna bleikra litarefna, heldur súrefnisríks blóðs nálægt yfirborði húðarinnar.

Furðulegir háfar lifa í undirdjúpinu

Af óþekktum orsökum er djúpsævið í kringum japönsku eyjarnar heimkynni fjölmargra háfategunda sem eru afar ólíkir tegundafélögum sínum. Tveir þeirra hafa verið þekktir í nokkuð langan tíma því að þeir veiðast endrum og sinnum en margar háfategundirnar hafa fyrst komist í leitarljós vísindanna nýverið.

 

Þekktust þeirra er kannski lensuháfurinn sem hefur stóran kjaft sem skagar fram og langa trjónu sem hjá sumum einstaklingum minnir nánast á lensu. Lensuháfar hafa aldrei verið rannsakaðir í sínu náttúrulega umhverfi þannig að vísindamenn vita ekki mikið um þá né heldur til hvers þeir nota lensu sína.

 

Kragaháfar eru ekki síður furðulegir. Þetta eru afar frumstæðir háfar sem minna um margt á mörg hundruð milljón ára gamla steingervinga sem hafa fundist víðs vegar í heiminum. Kragaháfar líkjast í raun ekkert sérlega mikið háfum, heldur minna þeir meir á stóra öfluga ála. Í stað þess að kjaftur þeirra sé undir höfðinu eins og hjá öðrum háfum er hann staðsettur fremst á trjónunni. 

 

Djúphafskolkrabbar 

Kolkrabbar eru ofurstjörnur djúphafsins

Nánast í hvert sinn sem við könnum djúphafsbotninn fanga myndavélar nýjar tegundir af kolkröbbum. Lindýr þessi virðast hafa sérstaka getu til að þróast í nýjar tegundir. 

Dularfullir furstar djúpsins

Vampírukolkrabbinn er ein þekktasta djúphafskolkrabbategundin. Hann er með stór ljós augu og gadda á örmum sínum sem ásamt ískyggilegri dökkbrúnni húð myndar tilkomumikinn kufl. Kolkrabbinn sýgur ekki blóð úr bráð sinni, heldur hefur hann fengið nafn sitt vegna ógnvænlegs útlits síns. 

Heilinn situr í vélindanu

Dumbo-kolkrabbinn er þéttvaxið dýr með stór og svört augu og litla stutta arma. Það líkist nánast leikfangi og oft má sjá kolkrabbann sitjandi á botninum eða syndandi í stuttum stökkvum yfir hann. Rétt eins og aðrar djúphafstegundir er dumbo-kolkrabbinn með afar sérstaka uppbyggingu heila og taugakerfis. Hluti heilans myndar jafnan hring um vélindað og þaðan liggja stórar taugar út í hvern arm. Fremst í hverjum armi er að finna taugaknippi eða smáheila sem stjórnar hreyfingum armanna. 

Líffærin sjást auðveldlega 

Glerkolkrabbinn er algjörlega gagnsæ kolkrabbategund þannig að hægt er að sjá innri líffæri dýrsins. M.a. má óljóst greina heilann. Fjölmargir litaðir blettir eru svokallaðar litafrumur. Blettirnir virka sem eins konar dulargervi fyrir ung dýr sem lifa í ljósinu á grynnri svæðum. Hjá flestum kolkröbbum eru augun hringlaga en augu glerkolkrabbans eru afar sérkennileg og nánast ferningslaga. 

Dularfullir fingur fínkemba sandinn

Olnbogakolkrabbar hafa einungis fundist fáeinum sinnum. T.d. hafa þeir náðst á mynd með neðansjávarmyndavél við borpalla og engu líkara en að þeir séu með lið í örmunum. Kolkrabbinn heldur lóðrétt niður vatnssúluna með innri hluta armanna teygða út til hliðanna á meðan ytri helmingur þeirra rannsakar hafsbotninn með fimum fingrum sínum. 

Risa þanglús

Í myrkrinu verða lýsnar risastórar

Í samanburði við tegundafélaga sína vaxa öskukarlar djúphafsins, þanglýsnar, upp í margra kílóa þyngd. Eitt merkilegasta fyrirbærið í öfgafullu vistkerfi er að ættingjar lítilla dýra verða risastórir á meðan ættingjar stórra dýra minnka. Eitt best þekkta og kannski uggvænlegasta dæmið er risaþanglúsin sem lifir sem hrææta í djúphafinu, bæði í Kyrrahafi, Atlantshafi og Indlandshafi. Þanglýs lifa jafnan á grunnsævi og eru útbreiddar um heim allan. Yfirleitt verða þær aðeins nokkurra sentimetra langar og vega fáein grömm. En í djúpinu taka lýsnar á sig önnur form. Þar niðri geta lýsnar orðið 30-40 cm langar og vegið meira en þrjú kíló. Fræðimenn telja að risaþanglýsnar hafi náð þessari miklu stærð vegna þess að þær hafa fundið heppilegt búsvæði sem öskukallar, enda hreinsa þær upp alls konar dauð lífræn efni sem sökkva ofan að. 

 

Kjaftagelgjur 

Kjaftagelgjur fanga bráð sína með lýsandi agni

Kjaftagelgjur er ættbálkur kubbslegra og afar hægfara fiska. Sumar tegundir finnast á grunnsævi en lang flestar eru djúphafsfiskar sem geta lifað niður á allt að 4.000 metra dýpi. Þessar tegundir eiga það sameiginlegt að þær fanga bráð sína með eins konar veiðistöng.

 

Fremsti geislinn í bakugga kjaftagelgjanna er afar langur og hreyfanlegur og hægt að færa hann til í allar áttir. Auk þess er geislinn búinn litlum húðflipa á oddinum sem virkar eins og agn. Hjá sumum tegundum getur agnið jafnvel lýst upp þannig að grunlausir smáfiskar laðast að því í niðamyrkrinu sem ríkir í undirdjúpunum.

 

Þegar minni fiskar hafa laðast nægilega nærri opnar kjaftagelgjan sinn gríðarlega kjaft sem er alsettur löngum og beittum tönnum og gleypir síðan bráðina. 

 

Burstaormur 

Burstaormur safnar saman saur 

Þegar vísindamenn uppgötvuðu á 8. áratug liðinnar aldar fjölmargar hverastrýtur austur undan ströndum Mið- og Suður-Ameríku þar sem margra hundruða gráða heitt steinefnaríkt vatn streymir upp frá hafsbotni fundu þeir einnig algjörlega nýjan dýraheim.

 

Eitt algengasta dýrið í þessu nýja vistkerfi var allt að þriggja metra langur rauður og hvítur ormur sem sat í stórum þyrpingum nærri heitri uppsprettunni. Rauði liturinn stafar af háu magni af blóðrauða sem auðveldar ormunum að ná til sín súrefni úr umlykjandi vatni.

 

Þegar ormarnir voru veiddir upp úr djúpinu og rannsakaðir frekar kom í ljós að líffæragerð þeirra var álíka óvenjuleg eins og dýrið sjálft.  

 

⇑ Úrgangsefni safnast í botninum

1
Burstinn tekur upp súrefni, koltvísýring og brennisteinsvetni sem bakteríurnar sem lifa inni í ormunum nota til að framleiða orku. 
2
Trophosom er sérstakt líffæri sem inniheldur þær bakteríur sem burstaormurinn lifir með. Það súrefni sem ormurinn tekur til sín nýta bakteríurnar ásamt steinefnum úr heita vatninu til að framleiða orku. 
3
Rörið sem umlykur orminn er sterkt og sveigjanlegt og samanstendur úr sykrum og prótínum. Það ver mjúkan skrokk ormsins gegn ægilegum hitanum frá hverastrýtunum sem og ætandi efnasamböndunum. 
4
Ormurinn er ekki með neinn endaþarm. Úrgangurinn safnast því saman neðst í holrými. 

Það var mikil brennisteinsstybba af þeim en merkilegast var þó að þeir voru ekki með neitt líkamsop til að losa sig við saur. Þetta stafar af því að ormarnir framleiða ekkert sérlega mikinn úrgang og það litla sem verður til geymist áfram neðst í líkama þeirra.

 

Medúsuhöfuð

Armar Medúsahöfuðs eru góð fiskinet.

Hundruðir arma mynda fiskinet 

Medúsuhöfuð undirdjúpanna greinist frá öðrum sæstjörnum með því að hafa þróað ótal arma út frá hringlaga skrokki sem geta myndað 80 cm flækju til að fanga fæðu.

 

Með því að lyfta og beygja armana myndar dýrið fínmöskvað net sem virkar eins og veiðigildra fyrir smádýr í grenndinni. Bráðinni er haldið fastri með þúsundum af litlum sogörmum sem er hvarvetna að finna neðan á örmum medúsuhöfuðsins. 

 

Slóans gelgja 

Langir gaddar læsast í bráðina 

Enginn annar fiskur er með jafn langar tennur miðað við stærð höfuðsins eins og hin 20-35 cm langa slóans-gelgja. Heimkynni eru víða í Atlants-, Indlands- og Kyrrahafi. Í norðaustanverðu Atlantshafi þvælist slóans gelgja alveg norður til Íslands- og Grænlandsmiða.

 

Tennur fisksins eru meira en helmingi lengri en höfuðið og ná yfir efri skoltinn eins og net þegar munnurinn lokast.

 

Þetta rándýr eltir uppi fiska og þegar gelgja nær að læsa tönnum utan um bráðina, þá er ekki að spyrja að endalokum. 

HÖFUNDUR: Lars Thomas , Morten Kjerside Poulsen , Anders Priemé , Jonas Grosen Meldal

© Fran Martin de la Sierra / Alamy/ImageSelect,© Norbert Wu / Minden Pictures,© Masa Ushioda/SeaPics & Awashima Marine Park/Getty Images,© D. R. Schrichte/SeaPics,© Nature Picture Library / Alamy Stock Photo,© University Of Western Australia,© Alamy/Photo Researchers, Science History Images/Imageselect,© Blue Planet Archive / Alamy Stock Photo,© Solodov Aleksei / Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is