Menning

Skapari Frankensteins varðveitir hjarta eiginmannsins

Rithöfundurinn Mary Shelley sem ritaði skáldsöguna „Frankenstein“, missti eiginmann sinn árið 1822 en hann drukknaði eftir að bát hans hvolfdi. Lík hans var brennt í kjölfarið en þegar eiginkonan fékk afhenta glóandi öskuna leyndist óskaddað hjarta hans í öskunni.

BIRT: 15/09/2024

Enska ljóðskáldið Percy Bysshe Shelley varð aðeins 29 ára gamall. Maðurinn lenti í óveðri þar sem hann sigldi úti fyrir ströndu Ítalíu ásamt tveimur vinum sínum í júlí árið 1822 og bátnum hvolfdi. Allir um borð drukknuðu.

 

Eiginkona hans Mary Shelley lifði milli vonar og ótta og beið frétta af örlögum eiginmannsins í tíu daga allt þar til líkin fundust.

 

Tekin var ákvörðun um að brenna lík Percys og sveit ítalskra hermanna var valin til að sjá um líkbrennsluna.

 

Einn sjónarvotta, rithöfundur að nafni Edward John Trelawny, góðvinur Percys, sagði hermennina hafa orðið að „drekka í sig kjark með því að súpa á koníaki“ til þess að geta meðhöndlað líkið sem var illa farið af sjóvolkinu.

 

Öllum til mikillar undrunar fann Trelawny hjarta Percys í öskunni að aflokinni líkbrennslunni og þrætan um þennan furðulega fund hófst.

 

Hjartað var varðveitt í silkisjali

Percy og Mary Shelley voru þekktir rithöfundar í þá daga og ferðuðust árum saman um Evrópu með vinum sínum. Það var í einni slíkri ferð, árið 1816 sem Mary skrifaði hryllingssöguna „Frankenstein“.

 

Þegar kalkað hjarta Percys kom í ljós í öskunni eftir líkbrennsluna var Mary staðráðin í að varðveita það sem minningu um mann sinn.

 

Edward John Trelawny hafði þá gefið hjartað vini Percys, rithöfundinum Leigh Hunt. Trelawny kvað Hunt hafa þrábeðið sig um að fá hjartað „vegna kærleika míns og vinar míns“.

 

Það var svo fyrst eftir að vinir Shelley-hjónanna höfðu skorist í leikinn sem Hunt samþykkti að láta Mary eftir hjartað.

Joseph Haydn varð eitt frægasta tónskáld Austurríkis. Höfuðkúpa hans hlaut öllu undarlegri örlög.

Skýringin á því hvers vegna hjartað brann ekki kann að hafa verið sú að Percy þjáðist af berklasýkingu í lungunum. Sýkingin kann að hafa valdið svo mikilli kölkun í hjartanu að logarnir gátu ekki grandað því. Sjúkdómurinn hefði að öllum líkindum aðeins farið versnandi og hefði vísast dregið Percy til dauða hefði hann ekki drukknað.

 

Mary varðveitti hjartað í litlu silkisjali sem hún gekk nánast ávallt með. Hvort tveggja var jarðsett með henni þegar hún lést árið 1851.

HÖFUNDUR: NATASJA BROSTRÖM , ANDREAS ABILDGAARD

Louis Édouard Fournier (1857-1917), Public domain, via Wikimedia Commons/Hein Nouwens/Shutterstock/Richard Rothwell, Public domain, via Wikimedia Commons.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is