Lifandi Saga

Skilnaðir voru daglegt brauð í Róm og Babýlon

Á meðan kristnir á miðöldum áttu það á hættu að festast ævilangt í hamingjusnauðum hjónaböndum, gátu hjón auðveldlega fengið skilnað á öðrum tímum.

BIRT: 11/09/2024

Hjónabönd og hjónaskilnaðir hafa ekki ávallt verið trúarlegt málefni í sögulegu samhengi. Í ýmsum menningarheimum hefur skilnaður raunar verið ofur eðlilegur hluti af samfélagsgerðinni.

 

Í Babýlóníu til forna gat karl farið fram á skilnað ef eiginkonan var ófær um að fæða honum börn. Meðal víkinga var skortur á samlífi gegn ástæða fyrir skilnaði og í Kína mátti konan yfirgefa eiginmann sinn ef hann sólundaði fjármunum fjölskyldunnar.

 

Hér má öðlast innsýn í fimm ólíka menningarheima þar sem tíðkaðist langtum frjálslyndari sýn á hjónaskilnaði en var venjan meðal íbúa á meginlandi Evrópu, allt fram á 19. öld.

 

BABÝLÓNÍA (1800-500 f.Kr.)

Menn gátu farið fram á skilnað ef eiginkonan fór út fyrir hússins dyr án þess að hylja hár sitt.

Barnleysi til marks um dóm guðanna

Tækist konu í Babýlóníu til forna (þar sem nú heitir Írak) ekki að verða þunguð var litið á slíkt sem bölvun guðanna og karlmaðurinn gat farið fram á skilnað.

 

Leirtöflur sem sýna úrskurði í skilnaðardeilum, sýna svo ekki verður um villst að fjölskylda konunnar hafði rétt á að fá heimanmundinn með sér til baka ef til skilnaðar kom. Í stað þess að þurfa að ganga í gegnum fjárfrekan skilnað mátti maðurinn þó taka sér aðra konu sem gæti fætt honum þau börn sem hann saknaði að eignast. Aðrar ástæður fyrir skilnaði voru ömurlegt samlíf, drykkja og getuleysi.

 

Stæði maðurinn sig ekki í hjónasænginni þótti það vera til marks um að guðirnir óskuðu þess að hjónabandið yrði leyst upp.

 

Ofbeldi gegn eiginkonunni var enn fremur skilnaðarsök. Konan skyldi mæta fyrir rétti og tilkynna um skilnaðinn en að því loknu gat hún tekið með sér heimanmund sinn og farið heim til foreldra sinna.

 

Þó svo að hjónaskilnaðir væru opinberlega leyfðir, hvíldi yfir þeim mikil skömm. Mörg hjón tóku því ákvörðun um að vera áfram saman til þess að verða ekki auðmýkt frammi fyrir öðrum. Framhjáhald var í lagi ef karlar áttu í hlut en konum var hegnt með drekkingu. Þó mátti koma í veg fyrir slíka aftöku ef eiginmaðurinn táldregni fyrirgaf bæði eiginkonu sinni og elskhuga hennar.

 

GRIKKLAND (900-150 f.Kr)

Vatni úr brúðkaupsvasanum hefur sennilega verið skvett á brúðina þegar sjálf giftingarathöfnin fór fram.

Grískir skilnaðir gátu orðið dýrkeyptir

Í grískum borgríkjum til forna var auðvelt fyrir karla að fá skilnað svo fremi þeir væru orðnir þreyttir á eiginkonunni. Maðurinn þurfti enga áþreifanlega ástæðu fyrir skilnaðinum, hann gat einfaldlega sent konuna aftur til föðurhúsanna, án nokkurrar skýringar.

 

Eiginkonan forsmáða skyldi þó fá að halda heimanmundi sínum. Heimanmundur fólst ekki ávallt einungis í peningum, heldur gat jafnframt verið um að ræða landareignir, skartgripi og þræla.

 

Ef eiginmaðurinn endurgreiddi ekki heimanmundinn hafði það í för með sér 18% árlega vexti af verðmæti heimanmundarins, allt þar til hann hafði allur verið endurgoldinn. Vextirnir gerðu það að verkum að flestir eiginmenn endurgreiddu heimanmundinn mjög fljótt ellegar þeir hugsuðu sig vandlega um áður en þeir fóru fram á skilnað.

 

Konur gátu að sama skapi farið fram á skilnað en þær þurftu að fara löglegu leiðina og hafa í höndum sannanir fyrir framhjáhaldi eiginmannsins.

 

Faðir konunnar gat farið fram á skilnað fyrir hennar hönd. Þetta hafði þann kost í för með sér að orð karla vógu þyngra en orð grískra kvenna.

 

KÍNA (800 f.Kr.-907 e.Kr.)

Ef kínverskir karlar gættu ekki að hjónabandinu brutu þeir í bága við sátt og samlyndi heimilisins.

Einhugur skyldi ríkja í sambúðinni

Skilnaður var samfélagslega bannhelgur í augum Kínverja því upplausn hjónabands braut í bága við samstillt samfélagið sem heimspekingurinn Kong Fuzi (551-479 f.Kr.) hafði lagt grunninn að.

 

Þó var unnt að leysa upp hjónaband en einungis ef hjónin lifðu ekki saman í sátt og samlyndi. Ef maðurinn sló konu sína, eyddi fjármunum fjölskyldunnar í drykkju og fjárhættuspil, gat konan farið fram á skilnað. Að svo búnu flutti hún heim til fjölskyldu sinnar.

 

Þá gat hið opinbera enn fremur leyst upp hjónaband ef maðurinn sendi yfirvöldum bréf með ósk sinni. Ef maðurinn óskaði þess að höfða einkamál var þörf fyrir rökstuðning gagnvart fjölskyldu eiginkonunnar.

 

Hefði hún enga syni fætt manninum, væri honum ótrú eða bæri út kjaftasögur, var það ástæða fyrir skilnaði. Yrði eiginkonan staðin að verki við þjófnað, ellegar hún veiktist, gat eiginmaðurinn að sama skapi fengið skilnað.

 

RÓM (400 f.Kr.-300 e.Kr)

Færi gift kona í leikhús með öðrum manni en sínum eigin, gat kvöldið endað með hjónaskilnaði.

Einn bikar víns gat reynst afdrifaríkur

Meðal Rómverja áttu bæði kynin auðvelt með að fá skilnað, annar aðilinn þurfti einungis að senda hinum bréf sem fól í sér kröfu um skilnaðinn. Þá gafst einnig kostur á að upplýsa um skilnaðaróskina frammi fyrir sjö samankomnum vitnum.

 

Í stjórnartíð Ágústusar keisara (27 f. Kr.-14 e.Kr.) var réttur til hjónaskilnaðar þó takmarkaður því keisarinn áleit að hjónum bæri að vera saman. Færi kona t.d. í leikhús með öðrum manni en sínum eigin, ellegar drykki hún vín án leyfis eiginmannsins, hafði hún þar með hegðað sér á siðferðislega vítaverðan hátt og eiginmaðurinn gat farið fram á skilnað.

 

Kristin trú tók að breiðast út á 4. öld eftir Krist og orð biblíunnar öðluðust mikilvægi. Í biblíunni kom fram að konan væri manni sínum undirgefin.

 

Nú var það í verkahring konunnar að færa sönnur á að maður hennar hygðist myrða hana, að hann hefði barið hana eða verið með vændiskonur inni á heimilinu, ef hún vildi gera sér vonir um hjónaskilnað.

 

Hefði konan engar haldbærar sannanir gat hún óskað skilnaðar með því að afsala sér heimanmundi sínum og leggjast í útlegð á einhverjum af hinum mörgu smáeyjum Rómarveldis.

Með krossfestingunni höfðu Rómverjar komið sér upp svo grimmúðlegri aðferð við aftökur að jafnvel valdsmennina sjálfa hryllti við.

VÍKINGAR (750-1066 e.Kr)

Ef víkingur hugðist ganga í hjónaband varð hann að gera hosur sínar grænar fyrir konunni og fullvissa hana um að hann væri góður fengur.

Konurnar kröfðust ástarleikja

Ef kona og maður úr hópi víkinga komu sér saman um að skilja að skiptum var þeim það frjálst. Ef einungis annar aðilinn sóttist eftir skilnaði, hafði hann þörf fyrir gilda ástæðu, t.d. ofbeldi í hjónabandinu eða skort á holdlegu samneyti í þrjú ár.

 

Þá var einnig gerð krafa um að karlar úr hópi víkinga hefðu stjórn á fjármálunum. Hefði eiginmaðurinn komið fjölskyldu sinni á vonarvöl, t.d. með því að standa ekki í skilum með afborganir láns, gat kona hans farið fram á skilnað.

 

Eiginkonur víkinga höfðu að öllu jöfnu mikil völd. Þær stjórnuðu býlinu og höfðu yfirráð yfir lyklum, svo og að klæðum heimilisins og skartgripum.

 

Hefði kona haft með sér verðmæti í búið gat hún haldið þeim eftir skilnað. Hefði hún átt jörð, hélst hún að sama skapi í hennar eigu.

 

Kornabörn fylgdu jafnan móður sinni eftir skilnað en eldri börn skiptust milli foreldranna.

HÖFUNDUR: Natasja Broström , Andreas Abildgaard

© Louvre Museum/Wikipedia,© Museo Arqueológico Nacional de España/Wikipedia,© Pictures from History/Bridgeman Images,© Naples National Archaeological Museum/Wikipedia,© O. Vaering/Bridgeman Images

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is