Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

Á 19. öld umbylti James Marion Sims læknavísindum þegar hann hóf lækningar á sjúkdómum kvenna. Byltingarkenndar aðferðir hans björguðu þúsundum kvenna en huldu óhugnanleg leyndarmál.

BIRT: 30/08/2024

Bandaríski læknirinn James Marion Sims (1813-83) er jafnan nefndur sem faðir kvensjúkdómafræðinnar.

 

Hann sérhæfði sig einkum í þeim kvillum sem tengjast æxlunarfærum kvenna – sem var nær óþekkt á þessum tíma – og hannaði jafnframt mörg verkfæri sem og meðferðir í þessu endamiði. Þetta dró verulega úr þjáningum fjölmargra kvenna á 19. öldinni.

 

Einnig var hann fyrstur til að koma á laggirnar sjúkrahúsi fyrir konur í New York árið 1855.

 

Þrátt fyrir að Sims sé viðurkenndur sem fyrsti kvensjúkdómalæknirinn í skilningi nútímans, þá vissu læknar til forna að konur gátu fengið sérstaka sjúkdóma.

 

En það voru nánast engir sem sinntu þessum þjáningum þeirra allt fram á 19. öld, þegar Sims skipaði konur í fyrirrúmi.

 

Þetta framtak færði Sims bæði auðlegð og heiðurssess í sögu læknavísinda – en síðan hefur fallið á þennan glæsilega feril Sims.

 

Þrælaeigendur útveguðu konunum

Sims öðlaðist nefnilega þekkingu sína með því að gera sársaukafullar skurðaðgerðir á þeldökkum þrælakonum – án samþykkis þeirra eða deyfingar.

 

Það voru einkum plantekrueigendur sem komu með kvenþræla sína í von um að þær gætu hið minnsta verið matvinnungar. Sims taldi blökkumenn vera óæðri kynþátt og hikaði ekki við að prófa nýjar aðferðir á konunum. Hann lét þær ennfremur vinna fyrir sig meðan hann gerði tilraunir sínar á þeim.

Málverk frá 1952, sem sýnir Sims með sjúkling sínum.

Þegar hann hóf að praktísera í New York eftir að borgarastríðinu lauk var ekki lengur að finni flæði blökkukvenna frá þrælaeigendum sem hann gat framkvæmt sínar tilraunir á.

 

Þá ákvað Sims að einbeita sér að öðrum jaðarhópi kvenna, írskum innflytjendum. Hann leit einnig niður á þær, enda fengu þær að kenna á sömu aðferðum og þeldökku kvenþrælarnir.

Geislavirkum geislum var beint í augu sjúklinga með augnsýkingu og getuleysi var meðhöndlað með „róandi riðstraums“ beltum. Áhugasamir læknar hafa stundum verið aðeins of ákafir í að tileinka sér nýjar og óprófaðar uppfinningar.

Sims mætti margvíslegri gagnrýni á sínum tíma en það var fyrst árið 1976 þegar sagnfræðingurinn G.J. Barker-Benfield gaf út bók sína þar sem hann fordæmdi „furðulegan áhuga og ævintýralegar skurðaðgerðir á kynfærum kvenna“ sem álit manna á Sims breyttist.

 

Endurmat á afrekum Sims hefur orðið til þess að víðsvegar í borgum BNA er núna búið að fjarlægja styttur af honum – m.a. í Central Park í New York.

Blökkumenn voru tilraunadýr hvítra manna

James Marion Sims var ekki einn um að framkvæma læknistilraunir á blökkumönnum. Sagan geymir fjölmörg dæmi um hroðalegar tilraunir lækna, fræðimanna og póitíkusa.

Sýktir með sárasótt og neitað um meðferð

Tími: 1932-72
Staður: Alabama

 

Heilbrigðisyfirvöld BNA hófu árið 1932 tilraunir á um 400 blökkumönnum til þess að rannsaka hvernig sárasótt þróaðist án nokkurrar meðferðar. Mennirnir töldu sig vera í raunverulegri læknismeðferð. Tilraun þessi stóð í 40 ár og fjölmargir mannanna dóu úr sárasótt sem vafalítið hefði mátt lækna.

Hættulegur sveppur prófaður á blökkumönnum

Tími: 1951
Staður: Virginia

 

Bandaríski herinn stóð fyrir því að óþekktur fjöldi blökkumanna var smitaður með sveppinum Aspergillus fumigatus sem getur orsakað sýkingar í lungum, öndunarfærum og kinnholum. Markmiðið var að rannsaka hvort nýta mætti sveppinn í efnahernaði.

Bæir bombaðir með mýflugum

Tími: 1956-58
Staður: Georgia og Florida

 

Á sjötta áratugnum sleppti bandaríski herinn milljónum af mýflugum yfir margar byggðir blökkumanna til að rannsaka hvort nýta mætti mýflugur í efnahernaði. Opinberlega voru mýflugurnar sagðar lausar við sýkla en margir fengu hitasótt og einhverjir dóu. Sumir telja að flugurnar hafi borið gulusótt.

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© Robert Thom. © National Archives. © Center for Disease Control and Prevention. © JJ Harrison. © Laurin Rinder/Shutterstock & Public Domain.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is