Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Í 40 ár heilluðu risastór Zeppelin loftskipin allan heiminn. Skip og flugvélar þess tíma gátu ekki keppt við hámarkshraða yfir 100 km/klst. og nær óendanlega flugdrægni þeirra. En Zeppelin loftskipin höfðu einn banvænan veikleika.

BIRT: 09/09/2024

Þegar Ferdinand von Zeppelin greifi sendi fyrsta Zeppelin loftskip heimsins á loft 2. júlí 1900, hóf hann alveg nýtt tímabil í samgöngum.

 

128 m langt loftskipið hrapaði að vísu í lendingu stundarfjórðungi síðar en tilraunin sannaði að hinn stóri draumur þýska greifans um loftskip til farþegaflutninga var mögulegur.

 

Hinn fyrrverandi hershöfðingi hafði unnið í níu ár að þessu verkefni sínu. Hugmynd Zeppelin var að smíða svokölluð stíf loftskip gerð úr stífri léttmálmsgrind sem var klædd með dúkklæðningu.

 

Inni í vindlalaga skrokki skipsins eru risastórir gaspokar sem halda loftskipinu á lofti. Eftir margra ára tilraunir með nýjar gerðir farartækja tókst Zeppelin greifa loksins að smíða loftskip sem gat flutt farþega.

 

Á árunum 1911 til 1912 tókst loftskipinu LZ 10 að flytja samtals um 1.500 farþega í 218 flugferðum. Og áður en fyrri heimsstyrjöldin braust út hafði alls verið smíðað 21 „Zeppelin“, eins og þau voru kölluð.

 

Ferdinand von Zeppelin lést árið 1917 og fékk því ekki að upplifa blómatíma Zeppelinanna. Það hófst árið 1924, þegar nýhönnuð útgáfa loftskipsins, USS Los Angeles, flaug u.þ.b. 8.000 km frá Þýskalandi til Bandaríkjanna á aðeins 81 klukkustund.

 

Afrekið varð upphaf gullaldar Zeppelinanna.

1900: Fyrsti risi himinsins komst 32 km á klst.

Þann 2. júlí 1900 sendi Zeppelin greifi fyrsta loftskip sitt, LZ 1, á loft frá Bodense vatni í Suður-Þýskalandi.

 

Um borð í skipinu voru fimm menn sem sátu í tveimur kláfum sem héngu neðan í skrokknum.

 

Hvor kláfur var með 14 hestafla vél. Vélarnar drifu skrúfurnar sem knúðu loftskipið áfram. LZ 1 náði u.þ.b. 410 m hæð og hámarkshraða u.þ.b. 32 km/klst. sem var hraðamet loftskipa.

 

LZ 1 þurfti hins vegar að nauðlenda eftir 17 mínútur vegna hvassviðris.

Loftskipið LZ 1 (Luftschiff Zeppelin 1) hafði verið tvö ár í smíðum áður en Zeppelin greifi sendi það á loft í júlí 1900. 17 gasbelgir með 11.300 m3 af vetni héldu því á lofti.

1906: Happdrætti gaf Zeppelin byr í seglin

Smíði fyrsta loftskipsins tæmdi sjóði Zeppelin. Örvæntingarfulli greifinn þurfti því að fjármagna næstu loftskip að hluta með fé úr happdrættum.

 

Árið 1906 var LZ 3 fullgert. Loftskipið var búið tveimur 84 hestafla vélum og búnaði fyrir lárétta sveiflujöfnun sem gerði það auðveldara að stjórna því. Árið 1907 flaug LZ 3 í átta klukkustundir stanslaust yfir landi.

 

Velgengni LZ 3 og arftaka þess, LZ 4 vakti athygli um allt Þýskaland og Zeppelin varð nokkurs konar þjóðhetja.

Af öryggisástæðum prófaði Zeppelin greifi loftskipin frá fljótandi flugskýli við Bodense vatn. Hér sést hann í kláfnum á LZ 3 ásamt Heinrich prins af Prússlandi.

1915: Loftskipið verður ógnarvopn í stríðinu

Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út árið 1914 var þýski herinn með sjö Zeppelín loftskip sem voru strax í upphafi notuð til að ráðast á hernaðarleg skotmörk í dagsbirtu. Hins vegar voru þrjú þeirra skotin niður á innan við mánuði.

 

Árið 1915 fóru Þjóðverjar því yfir í að sprengja óvinaborgir á nóttunni. Á næstu árum hrelldu sífellt stærri Zeppelin loftskip sem gátu borið tvö tonn af sprengjum, borgir Englands.

 

En þetta varð Þjóðverjum dýrt. Árið 1917 fórust 77 af 115 loftskipum þýska hersins. Sama ár lést Zeppelin greifi 78 ára að aldri.

Meðal hernaðarzeppelinanna var hið 178 m langa L 20 með aðsetur í Tønder. Eftir flugferð árið 1916 nauðlenti L 20 við Noregsstrendur.

Þýskur flugþróandi hefur nú farið í fyrsta mannaða flugið á fljótandi vetni. Tæknin getur stuðlað að sjálfbærni í flugferðum framtíðar.

1920: Hefnd óvinarins bjargar Zeppelinunum

Sem hluti af friðarskilmálum eftir fyrri heimsstyrjöldina varð nýr yfirmaður Zeppelinfyrirtækisins, Hugo Eckener, að afhenda sigurvegurunum nýsmíðuð loftskip sem stríðsskaðabætur.

 

Árið 1924 fékk fyrirtækið hins vegar tækifæri þegar Bandaríkin pöntuðu eitt Zeppelin loftskip – ókeypis.

 

LZ 126 sem var gefið nafnið USS Los Angeles, var fullgert sama ár og flaug 8.000 km til Bandaríkjanna á 81 klukkustund. Afrekið gerði Eckener og Zeppelin loftskipin heimsfræg.

Zeppelin verksmiðjan smíðaði fjölda loftskipa fyrir sigurvegara stríðsins. Myndin er frá 1920.

1928: Graf Zeppelin slær öll met

Í september 1928 lauk smíði stærsta Zeppelins heims til þess tíma.

 

LZ 127 Graf Zeppelin var 236,6 m langt og hannað til farþegaflutninga um langan veg. Kláfurinn á risastóra skipinu var 30 m langur og innihélt svefnklefa og borðstofu.

 

Árið 1929 flaug loftskipið umhverfis jörðina á 21 degi – samtals 34.600 km.

 

Þegar loftskipið var tekin úr notkun árið 1937 hafði það flogið 1,6 milljónir km og flutt 13.110 farþega.

Graf Zeppelin var svo stórt að það rétt rúmaðist í skýli sínu í Friedrichshafen.

Loftskipið hafði fimm 550 hestafla hreyfla og hámarkshraðinn var 128 km/klst.

1933: Stjanað við farþegana í háloftunum

Árið 1932 hóf Graf Zeppelin að fljúga reglulega milli Þýskalands og Brasilíu. Í loftskipinu var pláss fyrir 20 farþega og 36 manna áhöfn.

 

Í borðstofu loftskipsins var farþegum boðið upp á heitan mat þrisvar á dag.

 

Í skipinu voru einnig 10 svefnklefar, tvö baðherbergi og tvö salerni. Auk farþega flutti loftskipið póst.

Farþegum loftskipsins var boðið upp á mat í matsalnum og þaðan gátu þeir notið útsýnisins út um stóra gluggana.

1936: Risi risanna var stolt nasista

245 m langt loftskipið LZ 129 Hindenburg var fullbúið árið 1936.

 

Skipið var smíðað til að geta flogið yfir stormasamt Norður-Atlantshafið og hafði pláss fyrir 50-70 farþega. Atvinnuflugi loftskipsins var að hluta til stjórnað af nasistastjórninni.

 

Árið 1936 tókst Hindenburg að fara yfir Atlantshafið 17 sinnum – 10 ferðir til Bandaríkjanna og sjö til Brasilíu.

Smelltu á mynd til að sjá hana stærri með lýsingu

Hve lengi hafa orrustuflugvélar getað lent og tekið á loft lóðrétt?

1934: Bandaríkin neituðu að útvega Þjóðverjum helíum

Til stóð að loftskipið Hindenburg væri fyllt með helíum. Ólíkt vetni sem til dæmis loftskipið Graf Zeppelin notaði, var helíum ekki eldfimt.

 

Þeir einu sem áttu nóg af helíum voru Bandaríkjamenn. Bandaríkjastjórn hafði hins vegar sett bann við því að flytja helíum til Þýskalands nasista.

 

Því þurfti að endurbyggja Hindenburg svo hægt væri að lyfta loftskipinu með vetni sem var mun auðveldara að útvega.

Vetnið í Graf Zeppelin var svo eldfimt að meira að segja póstbílarnir þurftu að drepa á vélunum. Þeim var síðan ýtt að skipinu.

1937: Tíma Zeppelinanna lýkur með harmleik

Þann 6. maí 1937 lauk Zeppelin-tímabilinu skyndilega.

 

Þann dag kom loftskipið Hindenburg að Lakehurst flugvelli í New Jersey í Bandaríkjunum.

 

Þrumuveður seinkaði lendingu en klukkan 19.21 hóf skipið lendingu.

 

Fjórum mínútum síðar kveikti neisti í risastóru loftskipinu sem brann á 30 sekúndum.

 

35 manns létu lífið. Orsökin var hugsanlega stöðurafmagn. Harmleikurinn markaði endalok blómatíma loftskipanna.

Þegar kviknaði í vetninu í Hindenburg loftskipinu varð það alelda. 62 björguðu lífi sínu með því að henda sér út úr kláfnum.

HÖFUNDUR: NIELS-PETER GRANZOW BUSCH

© Scherl/Sueddeutsche Zeitung Photo/Ritzau Scanpix. © akg-images/WHA/World History ArchWHAive. © Emil Otto Hoppe/ullstein bild – Emil Otto Hoppe/Ritzau Scanpix. © The Print Collector/Alamy/Ritzau Scanpix.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is