Lifandi Saga

Skriflegar heimildir staðfesta krossfestingu Jesú

Sagnfræðiheimildir staðfesta að Jesús hafi dáið á krossinum, en hins vegar þykir vafasamara að hann hafi unnið „undursamleg verk“.

BIRT: 08/04/2023

Auk Biblíunnar geta ýmsir rómverskir sagnaritarar um Jesús.

 

T.d. segir Tacitus (56-120 e.Kr.) í riti sínu Annales, að kristnir dragi nafn af „Kristi, sem landsstjóri Tíberíusar keisara, Pontíus Pílatus, lét taka af lífi.“

 

Umtalsverðar lýsingar

Josefus (um 37-100 e.Kr.) nefnir Jesú á tveimur stöðum í 20 binda ritverki sínu, Antiquitates Judaicae. Í 20. bindi nefnir hann Jakob sem var „bróðir Jesú, sem kallaður var Kristus.“

 

Nákvæmustu lýsinguna er þó að finna í 18. bindi þar sem Jesús er kallaður „vitur maður“, sem vann „undursamleg verk“.

 

Josefus skrifaði líka um krossfestingu Jesú og upprisu hans „á þriðja degi eins og hinir guðdómlegu spámenn höfðu sagt fyrir.“

 

Eining um krossfestinguna

Umsögnin í 18. bindi er þó mjög umdeild og sumir sagnfræðingar telja að kristnir menn hafi síðar umskrifað þessa lýsingu.

 

En á grundvelli ritaðra heimilda eru því sem næst allir sagnfræðingar sammála um að Jesús hafi verið uppi fyrir um 2.000 árum þar sem nú er Ísrael.

 

Menn eru líka sammála um að hann hafi verið trúarleiðtogi og tekinn af lífi með krossfestingu.

 

Falsaðir minjagripir seldust fyrir ófafé

Á miðöldum varð ekki þverfótað fyrir kristnum minjagripum í Evrópu og svindlarar græddu á tá og fingri á „helgigripum“ sem sagðir voru hafa tilheyrt Jesú.

 

Hér eru dæmi um slíka gripi:

Sagnfræðingar eru sammála um að Jesús hafi verið tekinn af lífi fyrir um 2.000 árum.

Litlar flísar úr krossinum gengu kaupum og sölum, en að sögn guðfræðingsins Jean Calvin hefðu þær að samanlögðu verið heill skipsfarmur.

Naglar, sem sagðir eru hafa verið notaðir við krossfestinguna, eru til í a.m.k. 30 evrópskum kirkjum.

Forhúðin af Jesú var til í sex kirkjum á 18. öld og á öðrum tímum hafa 16 forhúðir verið í umferð.

Spjótið sem stungið var í síðu Jesú á krossinum var til í a.m.k. fjórum útgáfum á 16. öld.

Á 13. öld átti Lúðvík 9. þrjár þyrnikórónur sem allar áttu að vera sú sem Jesús bar. Konungurinn viðurkenndi aldrei að hann hefði verið plataður.

Sagnfræðingar eru sammála um að Jesús hafi verið tekinn af lífi fyrir um 2.000 árum.

Litlar flísar úr krossinum gengu kaupum og sölum, en að sögn guðfræðingsins Jean Calvin hefðu þær að samanlögðu verið heill skipsfarmur.

Naglar, sem sagðir eru hafa verið notaðir við krossfestinguna, eru til í a.m.k. 30 evrópskum kirkjum.

Forhúðin af Jesú var til í sex kirkjum á 18. öld og á öðrum tímum hafa 16 forhúðir verið í umferð.

Spjótið sem stungið var í síðu Jesú á krossinum var til í a.m.k. fjórum útgáfum á 16. öld.

Á 13. öld átti Lúðvík 9. þrjár þyrnikórónur sem allar áttu að vera sú sem Jesús bar. Konungurinn viðurkenndi aldrei að hann hefði verið plataður.

Þannig leit Jesús út

Hvorki Biblían né aðrar heimildir lýsa því hvernig Jesús leit út.

 

Fornleifar sýna hins vegar að á þessum tíma hafa karlmenn almennt verið um 160 sm á hæð og um 50 kg.

 

Eins og aðrir karlmenn í Mið-Austurlöndum var Jesús trúlega nokkuð dökkur á hörund, með dökkt hár og stutt, hrokkið skegg.

Árið 2001 birtu vísindamenn mynd af því hvernig Jesús hefði getað litið út. Myndin var byggð á höfuðkúpu frá þessum tíma.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

Shutterstock,© Getty Images

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is