Search

Snúningshólkar drógu skip alla leið yfir Atlantshafið

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Árið 1922 fékk þýski verkfræðingurinn Anton Flettner einkaleyfi á nýrri aðferð til að knýja skip.

 

Í stað segla komu snúningshólkar sem nýttu svokölluð Magnus-áhrif sem myndast hornrétt á loftstraum þegar hólkur er látinn snúast.

 

Lítil dísilvél sneri tveimur rafhreyflum sem aftur sneru tveimur sívalningum 120 snúninga á mínútu. Og aðferðin reyndist virka. Skip Flettners fór yfir Atlantshaf 1926 og lagði að bryggju í New York.

 

Í hrifningu sinni pantaði Hamborg-New York fyrirtækið 10 snúningsskip. Aðeins eitt þeirra var byggt, því olía og kol höfðu nú fallið svo í verði að útgerðarfyrirtækin kusu fremur að nota skip sem ekki voru háð duttlungum vindsins.

 

Aðferðin er þó ekki alveg útdauð. Árið 2008 stungu breskir vísindamenn upp á að nota snúningsskip til að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Hugmyndin er að draga salteindir upp í gegnum hólkana og mynda þannig hvít ský sem endurkasti sólarljósi yfir hafinu.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is