Tækni

Stærsta flugvél heims flytur tröllvaxinn farm

Bandarískt fyrirtæki hefur sett fram áætlun um að byggja stærstu flugvél heims. Þessi risaþota verður meira en 100 metra löng og á m.a. að flytja stóra vindmylluvængi.

BIRT: 19/11/2024

Innan tíðar á nýtt tröll að svífa um himinhvelið.

 

Hjá bandaríska fyrirtækinu Radia stendur til að byggja risavaxna flugvél sem þó er ekki ætlað að lækka miðaverð í farþegaflugi.

 

Þotan kallast WindRunner og henni er ætlað að flytja vindmylluspaða.

 

Hjá Radia segja menn flutningavandann einn helsta flöskuhálsinn varðandi byggingu nýrra og stórra vindmyllna á þurru landi.

 

Enn sem komið er eru lengstu spaðarnir aðeins notaðir í vindmyllum á sjó. Til þeirra er unnt að flytja vængina með skipum. Þessir vængir eru hins vegar of fyrirferðarmiklir til að unnt sé að flytja þá á landi.

 

Fljúga með vængina nær vindmyllum

WindRunner á að geta flutt allt að 100 metra langa vindmylluspaða.

 

Nú eru lengstu spaðar sem notaðir eru á vindmyllum á þurrlendi um 70 metrar en með því að nota 100 metra langa spaða getur hver vindmylla framleitt meira rafmagn og þær geta því verið færri en ella.

 

Samkvæmt Wall Street Journal geta nýjar vindmyllur á landi orðið um 35 prósent arðbærari.

 

Ætlunin er að WindRunner verði 108 metrar að lengd og flutningsrými nái alla þá vegalengd.

 

Flugstjórnarklefinn verður ofan á skrokknum og fyrir bragðið verður unnt að opna fraktrýmið framan frá til að koma spöðunum inn á sem auðveldastan hátt.

WindRunner á að fljúga jómfrúarflug sitt innan fjögurra ára og getur flutt allt að 72,5 tonn í einu.

Hjá fyrirtækinu er einfaldlega gert ráð fyrir að einfaldar flugbrautir verði byggðar, annars vegar við verksmiðjuna og hins vegar við fyrirhugaðan vindmyllugarð.

 

WindRunner á ekki að þurfa nema 1.800 metra langa flugbraut eða um fjórðungi styttri braut en miklu minni farþegaþotur.

 

Og flugbrautin á ekki einu sinni að þurfa að vera mjög vönduð.

 

Mörgum hervélum dugar að búið sé að ryðja t.d. stórgrýti og trjágróðri úr vegi til að geta lent og það á líka að gilda um þessa nýju þotu.

 

Allt þar til í febrúar 2022 var sovéska vélin Antonov An-225 Mriya stærsta flugvél heims, 84 metrar að lengd. Síðasta vélin af þeirri gerð var í eigu Úkraínu og Rússar eyðilögðu hana á fyrstu dögum innrásarinnar í Úkraínu.

 

Samkvæmt Radia er ætlunin er að WindRunner komist á loft innan fjögurra ára og hún á að geta borið 72,5 tonn og flugþolið er áætlað 2.000 km.

HÖFUNDUR: Søren Steensig

© Radia

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

Maðurinn

Þess vegna bragðast ávaxtasafi ekki vel eftir að þú burstar tennur

Maðurinn

Þjálfið heilann: Málgreind

Lifandi Saga

Hver var fyrstur dæmdur fyrir stríðsglæpi? 

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is