Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Allt frá árinu 1929 hefur bandaríski kvikmyndaiðnaðurinn verðlaunað sérlega góðar kvikmyndir á Óskarsverðlaunahátíðinni. En hneykslismál og upphlaup á sjálfri hátíðinni hafa mörgum sinnum skyggt á þær kvikmyndir og leikara sem unnu til verðlauna.

BIRT: 02/03/2025

MÓTMÆLI

Frumbyggi hafnaði Óskarsverðlaunum fyrir hönd Marlon Brando

Marlon Brando hlaut Óskarsverðlaunin árið 1973 sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt sem Vito Corleone í Guðföðurnum. Brando mætti hins vegar ekki til að taka við verðlaununum og sendi konu með síðar fléttur, skreytta frumbyggjabúningi og með langa mótmælaræðu í farteskinu.

 

Konan sem kallaði sig Sacheen Littlefeather, hafnaði verðlaununum fyrir hönd Brandos og gagnrýndi m.a. hvernig frumbyggjum Norður-Ameríku var yfirleitt lýst sem blóðþyrstum villimönnum í Hollywoodbíómyndum.

 

Skipuleggjendur Óskarsverðlaunanna höfðu gert henni ljóst að hún fengi ekki að halda þessa löngu mótmælaræðu og hótuðu að slökkva á hljóðnemanum ef hún færi ekki eftir reglum þeirra.

 

Áhorfendur trufluðu Littlefeather með bauli á meðan hún talaði og hún var greinilega taugaspennt en að lokum var klappað fyrir henni.

 

Ágúst 2022: Littlefeather fær afsökunarbeiðni frá Óskarsakademíunni

49 árum eftir að Sacheen Littlefeather flutti hina frægu ræðu á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1973 fékk hún opinbera afsökunarbeiðni frá Óskarsakademíunni.

 

Eftir ræðuna varð hún fyrir áreitni og mismunun og var útilokuð frá atvinnulífinu. Forseti akademíunnar, David Rubin, kallaði þessa meðferð bæði óréttláta og óverðskuldaða í afsökunarbeiðninni.

 

„Alltof lengi hefur hugrekkið sem þú sýndir, ekki fengið þá viðurkenningu sem þú áttir skilið. Fyrir þetta biðjum við þig afsökunar og vottum þér okkar einlægustu aðdáun,“ sagði akademían í yfirlýsingu sinni.

 

Sacheen Littlefeather tók afsökunarbeiðninni með bæði gleði og húmor.

 

„Varðandi afsökunarbeiðni akademíunnar til mín – við innfæddir erum mjög þolinmóðir. Það hafa bara liðið 50 ár! Við verðum alltaf að halda í húmorinn – þannig lifum við af,“ sagði Littlefeather.

 

Sjáðu ræðu Littlefeather:

LÖÐRUNGUR

Óskarsverðlaunahátíðarinnar 2022 verður minnst fyrir eitt atvik um ókomin ár:

 

Grínistinn Chris Rock ávarpaði leikkonuna Jada Pinkett Smith og sagði að hann hlakkaði til að sjá G.I. Jane 2 – vísun í krúnurakað hár hennar.

 

Þá skellti eiginmaður hennar, Will Smith, sér upp á sviðið, gekk beint að Rock og löðrungaði hann allfast. Svo settist hann aftur við borð sitt og hrópaði til Chris Rock:

 

„Keep my wife’s name out of your fucking mouth!“

 

Sjáðu Will Smith slá Chris Rock:

Jada Pinkett Smith er ekki bara stuttklippt af fagurfræðilegum ástæðum. Hún þjáist af sjálfsofnæmissjúkdómnum alopecia sem veldur blettaskalla og hefur ekki verið feimin að deila baráttu sinni við sjúkdóminn á samfélagsmiðlum um nokkurt skeið.

 

Eftir atvikið var slökkt á útsendingunni. Þegar útsendingin hófst á ný, sagði skelfdur Chris Rock:

 

„Will Smith sló mig allhressilega.“

 

Síðar um kvöldið fór Will Smith aftur upp á svið – þá til að taka við Óskarsverðlaununum fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir myndina King Richard. Hann var hylltur með standandi lófataki.

 

NAKIN INNKOMA Í BEINNI

 

Nakinn maður hljóp upp á svið

Kynnir kvöldsins, David Niven, var rétt að fara að kynna Elísabetu Taylor þegar nakinn maður þaut yfir sviðið. Þetta var Robert Opel sem hljóp inn við hávær öskur gesta.

 

Ýmislegt bendir til að atvikið hafi verið sviðsett af skipuleggjendum hátíðarinnar í þeim tilgangi að vekja athygli og laða að fleiri áhorfendur. Robert Opel fékk sjálfur aldrei tækifæri til að segja sína hlið á málinu – hann var skotinn til bana árið 1979.

 

Sjáðu atvikið á Óskarsverðlaunahátíðinni 1974:

SKEMMDARVERK

 

Auðmaður stal Óskarsverðlaunum frá Orson Welles

Það getur reynst dýrkeypt að ögra valdamiklu fólki, eins og kvikmyndagerðarmaðurinn Orson Welles fékk að reyna.

 

Í Citizen Kane dró Welles upp nærmynd af fjár- og blaðamógúlnum Randolph Hearst. Alla vega fannst Hearst það. Af þeim sökum beitti auðkýfingurinn gríðarlegum áhrifum sínum til að skemma fyrir myndinni.

 

Fyrst reyndi Hearst að koma í veg fyrir dreifingu Citizen Kane – án árangurs. Þá bannaði hann dagblöðum sínum að fjalla um hana og virkjaði víðtækt tengslanet sitt í Hollywood til að fá Óskarsakademíuna til að hunsa hana í atkvæðagreiðslu um verðlaunin.

 

Herferðin bar árangur og Citizen Kane fékk aðeins ein minniháttar Óskarsverðlaun árið 1942. Hearst var sérstaklega móðgaður yfir því að myndin lýsti leynilegri ástkonu hans sem hæfileikalausri söngkonu.

Óþekkt kvikmynd hrifsaði til sín styttuna

Fáir muna eftir kvikmyndinni How Green Was My Valley en hún hlaut Óskarsverðlaunin fyrir bestu mynd og bestu leikstjórn árið 1942 – í stað Citizen Kane.

 

How Green Was My Valley þénaði 6 milljónir dala á sínum tíma en Citizen Kane hefur nú skilað yfir 1,6 milljörðum!

REFSKÁK


Apocalypse Now tapaði fyrir skilnaðarmynd

Það dugar ekki alltaf til vinnings að vera með flotta dramatíska stórmynd með miklum hasar.

 

Flestir eru sammála að Kramer vs. Kramer, með Dustin Hoffman í hlutverki föðurs sem á í skilnaði, væri frábær mynd árið 1979. En að hún hafi verið betri en hin stórkostlega Víetnammynd Apocalypse Now eftir Francis Ford Coppola áttu flestir gagnrýnendur erfitt með að skilja.

 

Kramer vs. Kramer vann Óskarsverðlaunin fyrir bestu mynd og bestu leikstjórn árið 1980 og Apocalypse Now var hunsuð og fékk aðeins nokkur minni Óskarsverðlaun. Enn og aftur höfðu pólitík og innanbúðarreglur Hollywood ráðið úrslitum.

 

Því miður fyrir leikstjórann Coppola hafði Víetnam-myndin The Deer Hunter þegar unnið árið áður og mörgum meðlimum Óskarsakademíunnar fannst það ekki við hæfi að Víetnam-mynd ynni tvö ár í röð.

Stórmyndir eiga erfitt uppdráttar

Leikarar mynda stærsta hópinn í Óskarsakademíunni og er ein skýringin á því hvers vegna stórar hasarmyndir fá sjaldnast Óskarsverðlaun sem besta myndin. Leikarar leggja áherslu á góðan leik og kjósa frekar þannig tegundir kvikmynda.

 

Dustin Hoffman og Meryl Streep unnu bæði Óskarinn fyrir bestan leik í Kramer vs. Kramer og það ruddi brautina fyrir því að kvikmyndin var valin besta myndin – á kostnað Apocalypse Now.

KJÓLARNIR


Gegnsæ föt Barböru Streisand

Þetta leit ekki út fyrir að vera kjóll, heldur frekar einhvers konar náttföt, hönnuð af Arnold Scaasi. Og frekar klæðalítil. Barbara Streisand komst á forsíður allra blaða með þessum djarfa klæðnaði sínum á Óskarsverðlaunahátíðinni 1969 – sérstaklega vegna þess að hönnunin reyndist njóta sín best í þægilegri kvöldlýsingu en í hinu skæra sviðsljósi varð hún algjörlega gegnsæ.

 

„Ég tók ekki eftir þessu þegar ég var að máta kjólinn,“ sagði hún síðar í viðtölum. Streisand fór á svið til að taka við Óskarsverðlaunum fyrir hlutverk sitt í myndinni Funny Girl og allir fylgdust með þegar hún snéri baki í áhorfendur á leiðinni af sviðinu því bakhlið flíkurinnar var enn meira afhjúpandi. Þetta var upphafið að árlegri keppni um djarfa Óskarskjóla.

 

Sjáðu þakkarræðu Barböru Streisand:

ENGINN ÓSKAR


Spielberg var hunsaður aftur og aftur

Leikstjórinn Steven Spielberg virtist á áttunda áratugnum vera sá sem myndi aldrei vinna Óskarsverðlaun. Þrátt fyrir gríðarlegar vinsældir kvikmynda hans eins og E.T., Indiana Jones and the Raiders of the Lost Ark, Jaws og Close Encounters of the Third Kind var hann aftur og aftur hunsaður af akademíunni.

 

Árið 1986 setti hann frekar dapurt met en kvikmyndin The Color Purple hlaut 11 Óskarstilnefningar en vann svo engin verðlaun.

 

Það var ekki fyrr en árið 1993 þegar Spielberg-myndin Schindler’s List (Listi Schindlers) hlaut loks Óskarinn fyrir bestu mynd.

LESTU MEIRA

Brown & Pinkston: Oscar Dearest: Six Decades of Scandal, Politics and Greed Behind Hollywood’s Academy Awards, 1927-1986, Harpercollins, 1988.

 

HÖFUNDUR: Ritstjórn

YouTube

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is