Alheimurinn

Stjörnufræðingar finna fyrstu frumvísa að Vetrarbrautinni

Með aðstoð geimsjónaukans Gaia hefur hópur stjörnufræðinga mögulega uppgötvað fyrstu einingar Vetrarbrautarinnar.

BIRT: 09/11/2024

Stjörnuþokan okkar, Vetrarbrautin, er svo stór að við getum í rauninni tæpast skilið það.

 

Sólin er aðeins ein af hundruðum milljarða og til viðbótar eru þar sjálfsagt margir milljarðar reikistjarna.

 

Við vitum hins vegar ekki hvernig Vetrarbrautin myndaðist fyrir svo sem 13 milljörðum ára.

 

Hópur vísindamanna hjá stjörnufræðideild Max Planck-stofnunarinnar gæti þó hafa nálgast svar við þeirri spurningu.

 

Með gögnum frá Gaia-geimsjónaukanum hefur þeim tekist að benda á eins konar brot úr stjörnuþokum sem gætu hafa lagt grunn að þeirri risavöxnu spíralþoku sem Vetrarbrautin er nú.

 

Ótrúlegt að hafa fundið þær

Stjörnufræðingarnir telja að þær tvær frumþokur sem tekist hefur að greina, hafi runnið saman fyrir 12-13 milljörðum ára.

 

„Það merkilega er að við skulum geta greint þessar ævagömlu grundvallareiningar,“ útskýrir leiðtogi hópsins, Khyati Malhan hjá Max-Planck-stofnuninni í tölvupósti til mediet ilf.com.

 

,,Vetrarbrautin hefur breyst svo gríðarlega síðan þessar stjörnur mynduðust og við áttum þess vegna ekki von á að við gætum greint þær frá öðrum sem sérstakan hóp – en áður óséð gögn frá geimsjónaukanum gera það mögulegt,“ segir stjörnufræðingurinn.

Teikning af Vetrarbrautinni og tveimur frumþokum sem hún gæti hafa gleypt í frumbernsku. Stjörnur í Shiva stjörnuþokunni eru litaðar grænar og stjörnur í Shakti eru litaðar bleikar.

Þessum tveimur frumstjörnuþokum hafa stjörnufræðingarnir gefið heitin „Shakti“ og Shiva“ og þeir líkja uppgötvuninni við það að fornleifafræðingar hefðu grafið upp rústir gamalla þorpa sem síðar áttu eftir að renna saman og mynda stórborg.

 

Með Gaia-sjónaukanum hefur ESA þegar tekist að kortleggja sex milljón stjörnur en það er þáttur í því verkefni að skapa þrívíddarkort af Vetrarbrautinni með nákvæmustu mælingum sem fram að þessu hafa verið gerðar á þeim milljörðum stjarna sem mynda Vetrarbrautina.

 

Það er á grundvelli þess hluta verkefnisins sem þegar er í höfn sem stjörnufræðingarnir byggja uppgötvun sína.

 

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Astrophysical Journal.

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is